Færsluflokkur: Bloggar
Nýjung á blog.is: myndbönd
Fimmtudagur, 12. október 2006

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Áhugaverðar nýjungar fyrir blogg-notendur
Mánudagur, 14. ágúst 2006
Eftirfarandi nýjungar er nú að finna á blog.is.
1. Nú er hægt að tengja ýmsar gerðir skráa við bloggfærslur. Þar má nefna, myndskeið, hljóðskrár, Word-skjöl, Excel-skjöl o. s. frv.
2. Þá er hægt að loka bloggum með lykilorði. Einungis þeir sem hafa lykilorðið undir höndum geta lesið viðkomandi blogg.
3. Eigandi bloggsíðu getur fengið sendan tölvupóst þegar einhver skrifar athugasemd eða gestabókarfærslu.
4. Hægt er að bæta við allt að 10 nýjum myndum í myndaalbúm í einni aðgerð.
Allar upplýsingar um hvernig nýta megi þessar viðbætur er að finna í hjálpartextum fyrir Blogg og Myndir.
Bloggar | Breytt 15.8.2006 kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Lagfæringar á færsluritli
Þriðjudagur, 23. maí 2006
Formið til færsluskrifa hefur verið lagfært, svo það taki tillit til meginflokka. Hafi notandi valið meginflokk á bloggið sitt, þá er sá flokkur sjálfvalinn fyrir nýjar færslur.
Þó er hægt að breyta til og velja annan flokk þegar færsla er skrifuð. Það eina sem breyst hefur er að í staðinn fyrir að Bloggar sé ætíð sjálfvalinn sem færsluflokkur, þá geta notendur valið sjálfgefinn flokk fyrir hvert blogg.
Þannig geta þeir sem blogga aðallega í einum flokki valið hann í möguleikanum "Meginflokkur" undir Blogg→Stillingar, og er hann þá alltaf sjálfvalinn við skrif á færslum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hjálpartextar
Þriðjudagur, 2. maí 2006
Nú er að finna hjálpartexta við allar aðgerðir sem boðið er upp á á stjórnborði blog.is. Fyrir aftan hverja aðgerð er spurningamerki sem hægt er að smella á til að fá yfirlit yfir aðgerðirnar og lýsingu á því hvernig framkvæma eigi aðgerðina.
Til að framkvæma viðkomandi aðgerð er síðan hægt að smella á tengil sem er að finna fyrir ofan hjálpartextann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Flokkalistar
Miðvikudagur, 12. apríl 2006
Til að einfalda fólki að finna nýja blogga um sín áhugamál og sjá fleiri blogga hjá okkur án þess að nota leitina þá höfum við bætt við Flokkalistum.
Flipi bættist við á forsíðunni sem gerir ykkur kleyft að sjá þar yfirlit yfir alla aðalflokkana og nýjustu færsluna í þeim flokki.
Þá er hægt að smella á flokkanöfnin og sjá þá lista í meginmáli með allt að 30 nýjustu færslurnar í þeim flokki. Hægra megin er svo hægt að sjá lista yfir 30 virkustu blogga sem hafa þennan flokk sem meginflokk.
Nú er komin enn önnur ástæða fyrir ykkur bloggarana að nýta ykkur flokkakerfið. Reynið þó að velja flokkanna samviskusamlega, því annað skapar bara gremju samferðamanna ykkar.
Páskakveðjur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Athugasemdir án staðfestinga
Föstudagur, 7. apríl 2006
Fjölmargir notendur höfðu samband og kvörtuðu yfir athugasemdakerfinu. Óskráðir notendur hafa þurft að smella á tengil sem þeir fá í tölvupósti til að staðfesta netfangið sitt áður en athugasemdin er birt.
Þetta þótti fólki of flókið. Höfum við því gert eiganda bloggsins kleyft að leyfa óskráðum notendum að skrifa athugasemdir og gestabókarfærslur án þess að staðfesta uppgefið netfang.
Við bendum þó á að þessi stilling mun valda því að auglýsingar og rusl komast óhindrað á bloggana. Við mælum með því að fólk breyti ekki þessari stillingu nema að vel ígrunduðu máli.
Til að virkja þessa stillingu ferð þú í Stjórnborðið, Blogg, og Stillingar. Velur "Allir mega skrifa athugasemdir" og svo "Óskráðir notendur þurfa ekki að staðfesta uppgefið netfang".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Vandamál með myndainnsetningar
Sunnudagur, 2. apríl 2006
Bloggar | Breytt 3.4.2006 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)