Áhugaverðar nýjungar fyrir blogg-notendur

Eftirfarandi nýjungar er nú að finna á blog.is.

1. Nú er hægt að tengja ýmsar gerðir skráa við bloggfærslur. Þar má nefna, myndskeið, hljóðskrár, Word-skjöl, Excel-skjöl o. s. frv.

2. Þá er hægt að loka bloggum með lykilorði. Einungis þeir sem hafa lykilorðið undir höndum geta lesið viðkomandi blogg.

3. Eigandi bloggsíðu getur fengið sendan tölvupóst þegar einhver skrifar athugasemd eða gestabókarfærslu.

4. Hægt er að bæta við allt að 10 nýjum myndum í myndaalbúm í einni aðgerð.

Allar upplýsingar um hvernig nýta megi þessar viðbætur er að finna í hjálpartextum fyrir Blogg og Myndir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

Virka youtube html kóðar og svoleiðis þá núna? Gerðu það ekki um daginn :o

Annars flott, 10 mynda dæmið var nauðsynlegt, spurning um að bæta inn möguleikanum á að senda inn zip fæl með myndum í og kerfið setur myndirnar inn sjálfkrafa, er svoleiðis á picfolio.

Ólafur N. Sigurðsson, 14.8.2006 kl. 20:15

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ánægjuleg viðbót. Ég var einmitt að tjá mig um það í gær að þetta vantaði á mogga-bloggið ;)

Ég fæ þetta reyndar ekki enn til að virka en koma tímar koma ráð.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 15.8.2006 kl. 21:04

3 Smámynd: Sigurjón

Þegar ég ætla að breyta höfundarupplýsingum fæ ég 404 villu. Hvernig stendur á því?

Sigurjón, 15.8.2006 kl. 22:01

4 Smámynd: Birgitta

Ein aulaspurning...

Hvernig set ég slóð/link inn í bloggfærslu? Þekki ekkert á html mál, mætti alveg vera fídus eina og þegar maðuar setur inn myndir - opna glugga, setja inn slóðina og voila :).

B

Birgitta, 17.8.2006 kl. 10:19

5 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Þetta er nú kannski dálítið seint í rassinn gripið að svara þér Birgitta, en þegar þú ert að skrifa færslu, geturðu valið (blokkað?) texta með músinni, og þá lifnar við lítill takki í textaritlinum með merki keðju. Ef þú smellir á þennan hnapp, færðu upp lítinn glugga sem leyfir þér að velja vefslóð sem valdi textinn á að vísa á.

Steinn E. Sigurðarson, 22.8.2006 kl. 13:45

6 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ég hef verið að reyna við myndskeið og youtube en fæ alltaf 404 villu

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 26.8.2006 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband