Nýr bloggflokkur: Sveitarstjórnarkosningar

Nú verða sveitarstjórnarkosningar haldnar 29. maí næstkomandi og því ekki seinna vænna að stofna sérstakan bloggflokk fyrir þær. Við vonum að sem flestir notfæri sér hann svo að úr verði bæði lífleg og málefnaleg umræða í tengslum við kosningarnar!


Breytingar á forsíðum blog.is og mbl.is

Í gær, 16. mars, var útliti forsíðu blog.is breytt og hún flutt af léninu mbl.is undir lénið blog.is. Á sama tíma var flipinn „Bloggið“ fjarlægður úr af forsíðu mbl.is og í staðinn settur fastur hnappur neðan við tenglana á sérvefi mbl.is efst í vinstra dálki. Jafnframt var lógó mbl.is tekið úr síðuhaus blog.is.

Boxið með efni af blog.is á miðri forsíðu mbl.is helst óbreytt, og fréttatengingar við bloggfærslur virka á sama hátt og áður. Engin áform eru um að breyta þessu, og skilmálar blog.is verða áfram þeir sömu.

Tilgangurinn með þessum breytingum er fyrst og fremst að skapa betri aðgreiningu milli þess efnis sem heyrir undir ritstjórnarlega ábyrgð Morgunblaðsins og annars efnis.


Breytingar á fréttabloggi

Frá og með 1. janúar næstkomandi verður einungis hægt að blogga um fréttir á mbl.is ef fullt nafn bloggara birtist á bloggsíðu hans. Bloggarar geta eftir sem áður bloggað undir stutt- eða gælunafni, en fullt nafn viðkomandi þarf að koma fram á höfundarsíðu til þess að möguleikinn að blogga um fréttir sé til staðar.

Sú breyting verður einnig á að blogg þeirra sem ekki eru með fullt nafn sýnilegt á höfundarsíðu mun ekki birtast á forsíðu blog.is eða á öðrum síðum mbl.is.

Þessi breyting er að ákvörðun ritstjórnar mbl.is, en einnig hafa borist tilmæli frá talsmanni neytenda. Á næstunni verður sendur póstur til bloggara með leiðbeiningum hvernig þeir geta birt fullt nafn á höfundarsíðu bloggsins.  Langstærstur hluti bloggara birtir þegar nafn sitt og því hefur þetta áhrif á lítinn hluta bloggara.

Nýr flokkur: Evrópumál

Í ljósi aukinnar umræðu um Evrópusambandið höfum við bætt við flokknum Evrópumál á blogginu.

Betri leit á blog.is

Virkjuð hefur verið ný leitarvél á blog.is sem auðveldar lesendum efnisleit, en hún leitar í öllum bloggfærslum sem birtar hafa verið á blog.is. Leitin er aðgengileg í nýjum leitarglugga efst á upphafssíðu bloggsins. Auk þess að birta bloggfærslur birtir leitarvélin bloggara sem finnast. Alltaf er leitað í öllum færslum frá upphafi, en hægt er að einskorða leitina við daginn í dag, síðustu sjö eða síðustu þrjátíu daga. Leitin byggir á leitarvélinni Sphinx sem er afar hraðvirk og þægileg í notkun.

Við hvetjum ykkur ágætu bloggarar til að prófa leitina. Allar ábendingar eru mjög vel þegnar—komið með endilega með þær hér á kerfisblogginu.


Fréttir frá Amnesty á bloggsíður

Ágætu bloggarar.

Við höfum bætt við fréttaboxi sem birtir fréttir frá Íslandsdeild Amnesty International. Hægt er að fara í Stjórnborð / Útlit / Síðustillingar og velja þar Fréttir frá Amnesty. Einingin birtir fyrirsagnir frá Amnesty og ef smellt er á er hægt að lesa viðkomandi frétt inn á vefsíðu Amnesty á Íslandi.

Umsjónarmenn blog.is.


Faðmlag til bloggvina

Bloggvinir geta nú sent hverjum öðrum faðmlag til að styrkja vináttu sín á milli. Þetta er gert á þann veg að notandi skráir sig inn og fer í framhaldi á bloggsíðu þess vinar sem senda á faðmlag. Í framhaldi er smellt svæðið þar sem sjá má lista yfir bloggvini og þar er valin aðgerðin að senda faðmlag.

Bloggvinurinn fær í framhaldi tölvupóst með skilaboðum um að hann hafi engið faðmlag. Ef óskað er eftir að senda faðmlag til baka er hægt að framkvæma það í þessum sama tölvupósti. Í stjórnborðinu er svo hægt að sjá alla þá sem sent hafa faðmlag og senda til baka.

Sýnum vinarhug okkar í verki og sendum hvort öðru faðmlag.

Umsjónarmenn blog.is


Ný bloggþemu

Kæru bloggarar,

Nýlega er búið að bæta nokkrum nýjum þemum við þau sem fyrir voru. Þessi þemu heita Cutline (undir Ný Þemu) tveggja og þriggja dálka, Listaverkið (undir Menning og Listir) og Sólar Shinra (undir Árstíðir). Hvetjum við notendur til að prófa þessi nýju þemu. Til stendur að halda áfram að bæta þemuúrvalið á næstu vikum


Myndablogg

Okkur berast alltaf annað slagið fyrirspurnir um hvort ekki sé hægt að senda myndir á bloggið beint úr farsímanum. Þetta væri skemmtilegur möguleiki til að hafa og höfum við því kannað málið nokkrum sinnum. Það hefur þó strandað á tæknilegum atriðum sem tengjast móttöku MMS-skeyta frá símafyrirtækjunum.

Að vinna með tölvupóst er tæknilega mun þægilegra. Nýlega komst ég að því að myndaþjónustan flickr býður upp á sjálfkrafa móttöku mynda í gegnum tölvupóst, og sem meira er, getur sent myndir sjálfkrafa áfram á blogg. Hér að neðan verður farið í gegnum það hvernig þetta er sett upp hér á blog.is.

1. Þú þarft að hafa flickr-aðgang. Til að stofna slíkan má fara í Create Account á forsíðu flickr.

2. Skráð þig inn á flickr og veldu You > Your Account í valmyndinni efst á síðunni

3. Opna flipann Email. Þar smellir þú á create an upload-to-flickr e-mail address.

4. Netfangið sem þú færð upp má nota til að senda myndir í gegnum tölvupóst beint á flickr svæðið. Gættu að því að halda netfanginu leyndu svo hver sem er geti ekki sent mynd inn í þínu nafni.

5. Farð nú til baka á Email-síðuna. Ef þú sérð ekki netfangið sem var verið að búa til þarftu að endurhlaða síðuna, t.d. með því að smella á F5. Smelltu svo á tell us a little about the blog(s) you want to upload to til að segja flickr hvernig tala eigi við blog.is.

6. Fyrsta skrefið í blogguppsetningunni er einfald, við höldum beint áfram:

7. Veljið MetaWeblogAPI sem samskiptamátann.

8. Sláið inn API-slóðina fyrir blog.is í reitinn API Endpoint og notandanafnið ykkar og lykilorðið fyrir neðan. API-slóðin er

http://NOTANDANAFN.blog.is/api/metaWeblogAPI.xml

þar sem þið setjið notandanafnið ykkar inn á réttan stað.

9. Veljið blogg á bloggsvæðinu ykkar sem birta á myndirnar - yfirleitt er aðeins um eitt að velja.

10. Staðfestið stillingarnar sem settar hafa verið inn. Þarna þarf alla jafna ekki að breyta neinu.

11. Bloggið er tilbúið til notkunar! Ef smellt er á create a custom posting template fæst upp síða þar sem hægt er að sérsníða hvernig myndirnar birtast á blogginu, en sé smellt á return to your blogs page má stilla bloggtenginguna á einfaldari hátt.

12. Svona er síðan þar sem hægt að stilla bloggtenginguna, smellið á Settings til þess. Þar má einnig prófa sendingu yfir á bloggið til að sjá hvort ekki sé allt í góðu lagi.

13. Sé farið aftur á Email-síðuna (t.d. gegnum You > Your Account eins og í byrjun) sjást netföngin tvö sem flickr býður upp á. Við höfum mestan áhuga á því síðara, því það gerir okkur kleyft að senda myndir beint á bloggið, bæði úr tölvu og úr farsíma.

14. Nú er bara að taka upp símann, taka mynd og senda hana sem myndskilaboð á bloggnetfangið frá flickr. Þægilegast er að vista netfangið inn í símaskrána til að þurfa ekki að slá það inn í hvert skipti.

 

...og eftir skamma stund:

Góða skemmtun!

 


Öryggisafrit með færslum og myndum

Nú gefst notendum færi á að sækja öryggisafrit með öllum færslum og myndum sem þeir hafa sett á bloggin sín. Okkur er umhugað um öryggi notenda og í kjölfar óþæginda í júlí vegna bilunar í skráarþjóni höfum við gert enn frekari öryggisráðstafanir og er þessi möguleiki liður í því.

Að taka öryggisafrit er einfalt! Notendur fara á stjórnborð sitt og undir Blogg -> Öryggisafrit er hægt að sækja ZIP skrá sem inniheldur allar færslur með athugasemdum og myndum.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband