Athugasemdir án staðfestinga

Fjölmargir notendur höfðu samband og kvörtuðu yfir athugasemdakerfinu. Óskráðir notendur hafa þurft að smella á tengil sem þeir fá í tölvupósti til að staðfesta netfangið sitt áður en athugasemdin er birt.

Þetta þótti fólki of flókið. Höfum við því gert eiganda bloggsins kleyft að leyfa óskráðum notendum að skrifa athugasemdir og gestabókarfærslur án þess að staðfesta uppgefið netfang.

Við bendum þó á að þessi stilling mun valda því að auglýsingar og rusl komast óhindrað á bloggana. Við mælum með því að fólk breyti ekki þessari stillingu nema að vel ígrunduðu máli.

Til að virkja þessa stillingu ferð þú í Stjórnborðið, Blogg, og Stillingar. Velur "Allir mega skrifa athugasemdir" og svo "Óskráðir notendur þurfa ekki að staðfesta uppgefið netfang".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Ath, þessa stillingu (eins og aðrar stillingar fyrir einstök blog) er að finna í "Blog" flipa, undir "Stillingar". Stillingin heitir "Óskráðir notendur", og valmöguleikinn til að opna 100% fyrir athugasemdir óskráðra heitir "Þurfa ekki að staðfesta uppgefið netfang".

Steinn E. Sigurðarson, 7.4.2006 kl. 12:51

2 Smámynd: Böldnu hnáturnar

Erum að lenda í sama vandamáli og Marta ... www.boldnu.blog.is

Böldnu hnáturnar, 7.4.2006 kl. 20:28

3 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Ég var að heyra af þessu vandamáli fyrr í dag og kom í ljós að þetta voru vandræði með mismunandi útgáfur af einni kerfisskrá okkar á vélum vefklasans, svo óvíst var hvort notandi lenti á vél með rétta útgáfu eða ekki, svo þetta virkaði fyrir suma en ekki alla. Vandamálið ætti að vera úr sögunni hér með.

Steinn E. Sigurðarson, 8.4.2006 kl. 17:54

4 Smámynd: Helen Sigurðardóttir

ég get ekki sett inn mynd með browse-aðferðinni á bloggið migg helens.blog.is :S

Helen Sigurðardóttir, 8.4.2006 kl. 19:05

5 identicon


Setjið bara staðfestingu eins og blog.central.is gerir - þar sem maður þarf að skrifa inn stafina sem birtast í mynd fyrir ofan.
Þið eruð nefnilega að reyna að leysa tvö aðskilin vandamál með einni lausn 1. losna við spam 2. að losna við rugludalla

Það er hvatning fyrir okkur sem skrifa athugasemdir að geta klárað það á einni blaðsíðu - í staðinn fyrir að þurfa að einnig opna pósthólfið og staðfesta slóðina. Því fleiri sem skrifa athugasemdir, því ánægðari eru bloggararnir og því meiri aðsókn verður á blog.is

kv.
guðrún

Guðrún (IP-tala skráð) 8.4.2006 kl. 20:52

6 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Ég er nú eiginlega sammála þessu sem Guðrún segir. En hér kemur mín spurning í ANNAÐ SINN. Hvernig læt ég skoðanakönnunina birtast á síðunni minni???
Er orðin frekar óþolinmóð á þessu, hnuss!!!
En þakka samt pent fyrir og með VON um skjót svör.
RB

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 9.4.2006 kl. 10:56

7 Smámynd: Kristófer Helgason

Ég get ekki birt skoðanakönnunina á síðunni minni hvernig læt ég hana birtast endilega svara sem fyrst leiðinlegt að bíða lengi eftir svari.
Takk Kveðja Kristo

Kristófer Helgason, 10.4.2006 kl. 12:12

8 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Veriði sæl öll sömul;

Guðrún: Nú er hægt að leyfa öllum að skrifa athugasemdir án staðfestingarpósts, eins og efni þessa bloggs fjallar um. Við ætlum að setja inn "ruglaða mynd" til að minnka rusl athugasemdir frá róbótum.

Rannveig/Kristófer: Til að setja inn skoðanakönnunina þarftu að fara í "Útlit" flipann, velja þar "Velja síðueiningar" undirflipann, og bæta þar inn síðueiningunni "Skoðanakannanir" fyrir ofan eða neðan einhverja af þeim síðueiningum sem eru nú þegar inni. Að því loknu þarf að smella á "Vista".

Ég er að íhuga að útbúa leiðbeiningasíðu fyrir þessa aðgerð með skjáskotum af hverju skrefi fyrir sig, en þetta ferli virðist vera óþægilegt?

Steinn E. Sigurðarson, 10.4.2006 kl. 14:43

9 Smámynd: Jón Baldvin Hannesson

Hvers vegna get ég ekki sett inn fleiri en eitt bil í texta og heldur ekki sett inn greinaskil?

Jón Baldvin Hannesson, 11.4.2006 kl. 00:35

10 Smámynd: Jón Baldvin Hannesson

Hvers vegna get ég ekki sett inn fleiri en eitt bil í texta og heldur ekki sett inn greinaskil? Þegar bloggið birtist þá er allt slíkt horfið!

Jón Baldvin Hannesson, 11.4.2006 kl. 00:36

11 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Sæll Jón, hvaða vafra ertu að nota til að skrifa bloggið, en fyrir algengustu vafra (því miður ekki Safari á Mac OS X) er í gangi grafískur ritill sem hjálpar mikið með umbrot á færslum, breytir nýjum línum í greinaskil, og bil osfrv.

Þangað til við höfum fundið út úr því hvað veldur vandræðunum hjá þér (að öllum líkindum útgáfa vafra, eða vafra hugbúnaður), þá geturðu sett inn HTML tög eins og <br> til að fá inn línubil.

Endilega sendu mér póst á blog@mbl.is með upplýsingum um hvaða vafra þú ert með, og við getum reynt að leysa málið endanlega.

Steinn E. Sigurðarson, 11.4.2006 kl. 09:54

12 Smámynd: Jón Baldvin Hannesson

Sæll Steinn. Takk fyrir svarið. Ég er að nota Opera vafrann fyrir Windows. Er eitthvert vandamál með hann? Ég er búinn að prófa þetta aftur og ekkert gengur.

Jón Baldvin Hannesson, 11.4.2006 kl. 18:34

13 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Sæll Jón, ég er hræddur um að grafíski ritillinn okkar virki ekki með Opera sem stendur, ég stóð nú í þeirri trú að hann gerði það, en svo virðist ekki vera því miður. Við munum vinna að því að bæta slíkum stuðningi við, við fyrsta tækifæri, þangað til geturðu notað Firefox eða Internet Explorer, sem búa svo vel að vera studdir af okkur, einnig geturðu fengið inn línubil með <br> eins og ég minntist á í síðustu athugasemd minni.

Steinn E. Sigurðarson, 11.4.2006 kl. 19:49

14 Smámynd: Jón Baldvin Hannesson

Takk. Ég finn einhverja leið út úr þessu. Gott að þið ætlið að laga þetta. Og takk fyrir ljómandi góðan vef!

Jón Baldvin Hannesson, 12.4.2006 kl. 00:59

15 Smámynd: Jón Baldvin Hannesson

Takk. Ég finn einhverja leið út úr þessu. Gott að þið ætlið að laga þetta. Og takk fyrir ljómandi góðan vef!

Jón Baldvin Hannesson, 12.4.2006 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband