Breytingar á forsíðum blog.is og mbl.is

Í gær, 16. mars, var útliti forsíðu blog.is breytt og hún flutt af léninu mbl.is undir lénið blog.is. Á sama tíma var flipinn „Bloggið“ fjarlægður úr af forsíðu mbl.is og í staðinn settur fastur hnappur neðan við tenglana á sérvefi mbl.is efst í vinstra dálki. Jafnframt var lógó mbl.is tekið úr síðuhaus blog.is.

Boxið með efni af blog.is á miðri forsíðu mbl.is helst óbreytt, og fréttatengingar við bloggfærslur virka á sama hátt og áður. Engin áform eru um að breyta þessu, og skilmálar blog.is verða áfram þeir sömu.

Tilgangurinn með þessum breytingum er fyrst og fremst að skapa betri aðgreiningu milli þess efnis sem heyrir undir ritstjórnarlega ábyrgð Morgunblaðsins og annars efnis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

Þetta var nú gott.

Ég var farinn að telja mig hafa ritstjórnarlega ábyrgð á mogganum.

Billi bilaði, 17.3.2010 kl. 12:41

2 identicon

Voru einhverjir sem héldu að bloggskrif einstaklinga "heyrðu undir ritstjórnarlega ábyrgð Morgunblaðsins"? Það held ég varla þannig að þessi "skýring" á "tilganginum" er bara bull.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 16:32

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Billi bilaði, alltaf góður

Marta B Helgadóttir, 17.3.2010 kl. 17:30

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Til hamingju með breytinguna - Glæsilegt!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.3.2010 kl. 19:53

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eru ekki einhver ný "look" á leiðinni ???

Ásdís Sigurðardóttir, 17.3.2010 kl. 20:30

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Er þá enginn lengur sem fylgist með siðferði á Moggablogginu ?

Ég man þá tíð er Árni kom og lokaði síðum sem innihéldu klám, ljótt orðbragð og þessháttar.  Er það liðin tíð ?

Anna Einarsdóttir, 17.3.2010 kl. 21:16

7 Smámynd: Ragnar J. Jónsson

Ef til vill ætlar Steingrímur J. (og Jóhanna) að gera eitthvað núna, svona til tilbreytni, þ.e.a.s. ef hann er bara ekki svo óttalega hundleiður á öllu saman og ákveður bara að taka sér kvíld (eða bara einfaldlega að hætta!).

Ragnar J. Jónsson, 17.3.2010 kl. 21:37

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er svo sem gott að losna undan ritstjórnarlegri ábyrgð á Mogganum

Haraldur Bjarnason, 17.3.2010 kl. 22:01

9 Smámynd: Kama Sutra

Tek undir með Haraldi.  Stórkostlegur léttir.  Þessi ábyrgð var orðin býsna íþyngjandi.

Kama Sutra, 17.3.2010 kl. 22:10

10 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Eins og öllum er ljóst þá eru það sífellt færri, sem lesa bloggið.

Enn og aftur legg ég til að á efsta svæðið (Umræðan) verði tilviljanakennt úrval (random) látið ráða hvaða blogg birtast þar.

Þannig mætti fjölga lesendum. Mér finnst ónefndum gæðingum hafa verið hampað þarna og nú þegar bloggið skal slitið frá Mogganum þá mætti taka upp frekari nýbreytni.

ÞJÓÐARSÁLIN, 18.3.2010 kl. 12:30

11 identicon

Anna Einarsdóttir: Umsjónarmenn blog.is sjá eftir sem áður um að notendaskilmálum blog.is sé framfylgt. Bloggararnir sjálfir gera líka almennt miklar kröfu um góðar og málefnalegar umræður í samfélaginu þeirra.

Ásdís Sig og Þjóðarsálin: Tökum ný lúkk og útfærslu forsíðu blog.is til athugunar. Allar ábendingar eru vel þegnar.

Grefill: Það má ef til vill einnig líta á þetta sem ný tækifæri fyrir sjálfstæðara blog.is

Billi bilaði, Haraldur Bjarnason og Kama Sutra: Það er gott að geta létt af ykkur þessum áhyggjum

Svo er rétt að árétta að þessar breytingarnar voru gerðar:

  • Flipinn "Bloggið" var fjarlægður úr leiðarkerfi mbl.is og í stað hans kom miklum mun stærri, áberandi appelsínugulur hnappur efst í vinstri dálk.
  • Hausinn frá mbl.is var fjarlægður af forsíðu blog.is. Rétt er að geta þess að samkvæmt reglum um vefmælingar (modernus.is) er vefurinn blog.is mældur sérstaklega en ekki sem hluti af mbl.is
  • Forsíða blog.is var flutt á slóðina blog.is enda eðlilegt að hún heyri þar undir eins og allar bloggsíður á þessum vef.

Hins vegar er öll virkni bloggsins með sama hætti og áður, líkt og birtingar blogga á mbl.is. Vinsamlega látið okkur vita ef þið verðið vör við annað.

Með kveðju,
Soffía Haraldsdóttir - blog.is

Soffía Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 15:07

12 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Mig langar til að þakka þér Soffía fyrir góðar skýringar og notaleg svör.

Gangi þér vel í þínu starfi.

ÞJÓÐARSÁLIN, 18.3.2010 kl. 16:16

13 identicon

Ágætis mál, þó vil ég benda á eitt atriði í þessu sambandi.

"Ritstjórnarleg ábyrgð" er eitthvað sem ég hef of skrifað um. Ábyrgðin er eftir sem áður hjá kerfisstjóra blog.is og það má ekki gleymast.

Það er eðlilegt að mbl.is vilji losna undan ábyrgðinni og hef ég ekkert út á það að setja. Hitt er annað mál að blog.is getur mjög auðveldlega endað uppi sem sóðavefur ef að ritstjórnarleg ábyrgð á honum er ekki skilgreind með skýrum hætti.

Mín kerfisstjórnarkunnátta segir mér að sá sem hefur stjórntækin (kerfisstjóri) ber einnig hina endanlegu ábyrgð. Því þarf eftir sem áður að fylgjast náið með skrifum á blog.is.

Það er stórmunur milli hýsingaraðila hvernig þeir bregðast við óskum er tengjast þessu máli og er Símin með hugi.is t.d. afspyrnuslæmur og ábyrgðarlaus meðan að visir.is sem dæmisýnir mjög eðlilega og góða starfshætti í sambærilegum málum.

bkv

sandkassi (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 16:36

14 identicon

Þið mættuð samt alveg hafa blog.is logoið efst á forsíðunni

Ónefndur (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 19:26

15 Smámynd: Njörður Helgason

Það er náttúrulega allt annar einstaklingur í bleikum sokkum en bláum.

Njörður Helgason, 21.3.2010 kl. 23:08

16 Smámynd: Björn Birgisson

Sælir!

Er vitað hvert "metið" í innskráðum athugasemdum er?

Björn Birgisson, 9.4.2010 kl. 13:08

17 Smámynd: Baldur Kristinsson

Já, Björn. Sú færsla sem hefur fengið flestar athugasemdir, eða 861 talsins, er þessi færsla á hallarut.blog.is.

Baldur Kristinsson, 11.4.2010 kl. 20:54

18 Smámynd: Björn Birgisson

Kærar þakkir!

Björn Birgisson, 11.4.2010 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband