Færsluflokkur: Birtist á blog.is

Nýr bloggflokkur: Sveitarstjórnarkosningar

Nú verða sveitarstjórnarkosningar haldnar 29. maí næstkomandi og því ekki seinna vænna að stofna sérstakan bloggflokk fyrir þær. Við vonum að sem flestir notfæri sér hann svo að úr verði bæði lífleg og málefnaleg umræða í tengslum við kosningarnar!


Breytingar á forsíðum blog.is og mbl.is

Í gær, 16. mars, var útliti forsíðu blog.is breytt og hún flutt af léninu mbl.is undir lénið blog.is. Á sama tíma var flipinn „Bloggið“ fjarlægður úr af forsíðu mbl.is og í staðinn settur fastur hnappur neðan við tenglana á sérvefi mbl.is efst í vinstra dálki. Jafnframt var lógó mbl.is tekið úr síðuhaus blog.is.

Boxið með efni af blog.is á miðri forsíðu mbl.is helst óbreytt, og fréttatengingar við bloggfærslur virka á sama hátt og áður. Engin áform eru um að breyta þessu, og skilmálar blog.is verða áfram þeir sömu.

Tilgangurinn með þessum breytingum er fyrst og fremst að skapa betri aðgreiningu milli þess efnis sem heyrir undir ritstjórnarlega ábyrgð Morgunblaðsins og annars efnis.


Nýr flokkur: Evrópumál

Í ljósi aukinnar umræðu um Evrópusambandið höfum við bætt við flokknum Evrópumál á blogginu.

Fréttir frá Amnesty á bloggsíður

Ágætu bloggarar.

Við höfum bætt við fréttaboxi sem birtir fréttir frá Íslandsdeild Amnesty International. Hægt er að fara í Stjórnborð / Útlit / Síðustillingar og velja þar Fréttir frá Amnesty. Einingin birtir fyrirsagnir frá Amnesty og ef smellt er á er hægt að lesa viðkomandi frétt inn á vefsíðu Amnesty á Íslandi.

Umsjónarmenn blog.is.


Faðmlag til bloggvina

Bloggvinir geta nú sent hverjum öðrum faðmlag til að styrkja vináttu sín á milli. Þetta er gert á þann veg að notandi skráir sig inn og fer í framhaldi á bloggsíðu þess vinar sem senda á faðmlag. Í framhaldi er smellt svæðið þar sem sjá má lista yfir bloggvini og þar er valin aðgerðin að senda faðmlag.

Bloggvinurinn fær í framhaldi tölvupóst með skilaboðum um að hann hafi engið faðmlag. Ef óskað er eftir að senda faðmlag til baka er hægt að framkvæma það í þessum sama tölvupósti. Í stjórnborðinu er svo hægt að sjá alla þá sem sent hafa faðmlag og senda til baka.

Sýnum vinarhug okkar í verki og sendum hvort öðru faðmlag.

Umsjónarmenn blog.is


Öryggisafrit með færslum og myndum

Nú gefst notendum færi á að sækja öryggisafrit með öllum færslum og myndum sem þeir hafa sett á bloggin sín. Okkur er umhugað um öryggi notenda og í kjölfar óþæginda í júlí vegna bilunar í skráarþjóni höfum við gert enn frekari öryggisráðstafanir og er þessi möguleiki liður í því.

Að taka öryggisafrit er einfalt! Notendur fara á stjórnborð sitt og undir Blogg -> Öryggisafrit er hægt að sækja ZIP skrá sem inniheldur allar færslur með athugasemdum og myndum.


Viðgerð á blog.is lokið

Nú fyrir stuttu lauk viðamikilli viðgerð á blog.is. Þar með á útlit bloggsíðna að lagast sjálfkrafa. Þetta þýðir m. a. að toppmyndir birtast á ný, höfundarmyndir birtast á ný í fullri stærð, talning á heimsóknum birtist á ný, bloggvinir birtast , tónlistarspilarar verða virkir og sama gildir um myndir og myndbönd.

Þess ber þó að geta, að þeir sem hafa gert breytingar á útliti síðu sinnar síðan bilunin átti sér stað halda þeim stillingum. Þetta á við ef fólk hefur skipt um hausmynd eða valið nýtt útlitsþema.

Forráðamenn blog.is vilja nota tækifærið og þakka ykkur öllum hversu vel þið brugðust við öllum þeim óþægindum sem þessi bilun hafði í för með sér. Bilunin reyndist miklu afdrifaríkari en við áttuðum okkur á í upphafi. Leita þurfti til sérfræðinga erlendis til að endurheimta gögnin sem m. a. skýrir hversu langan tíma viðgerðin tók.

En nú á að vera komin betri tíð með blóm í haga Smile.

Forráðamenn blog.is


Sendu skilaboð til bloggvina

Nú er hægt að senda skilaboð til bloggvina á blog.is með því að smella á tengilinn Senda skilaboð í stjórnborðinu eða í bloggvinavalmyndinni.

Á síðunni sem kemur upp er hægt að skrifa boð til bloggvinar eða bloggvina. Hægt er að senda skilaboð til allra bloggvina í einu með því að smella á Velja alla neðst til hægri á síðunni.

Sá sem skilaboðin eru ætluð fær þá tölvupóst með þeim og þau birtast í stjórnborði hans. Hægt er að afþakka slík skilaboð alfarið í Stillingar / Tilkynningar.


Bilun í talningakerfi 5. apríl

Vegna bilunar í vélbúnaði stöðvuðust heimsóknatalningar á blog.is milli kl. 16:10 og 21:30 laugardaginn 5. apríl. Gestir, innlit og flettingar eru þ.a.l. vantalin á mörgum bloggsíðum þennan dag.

Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að hafa valdið notendum blog.is og á því hversu langan tíma það tók að bregðast við vandanum.


Aukið öryggi

Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á blog.is til að auka öryggi notenda:

Þegar beðið er um breytingu á netfangi á stillingarsíðu notenda er sendur tölvupóstur með staðfestingarkóða á nýja netfangið og skilaboð varðandi óskina um breytingu á það gamla. Netfanginu er ekki breytt fyrr en staðfestingarkóðinn hefur verið sleginn inn á umsjónarsíðunni. Þegar breytingin á sér stað eru aftur send skilaboð á gamla netfangið til að segja að það sé ekki lengur virkt.

Þegar lykilorði er breytt er sendur tölvupóstur með skilaboðum þar að lútandi á netfang notandans.

Breytingar á netföngum eru skráðar til að geta brugðist við ef kvartanir berast.

Girt hefur verið fyrir að hægt sé að setja JavaScript inn í athugasemdir og ekki er hægt að setja iframe- og object-tög.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband