Ný bloggþemu

Kæru bloggarar,

Nýlega er búið að bæta nokkrum nýjum þemum við þau sem fyrir voru. Þessi þemu heita Cutline (undir Ný Þemu) tveggja og þriggja dálka, Listaverkið (undir Menning og Listir) og Sólar Shinra (undir Árstíðir). Hvetjum við notendur til að prófa þessi nýju þemu. Til stendur að halda áfram að bæta þemuúrvalið á næstu vikum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er eitthvað ekki að virka á blogginu. Eftir nýjustu breytingarnar virðast auglýsingarnar hafa fengið fastan stað, sama hve langt textinn nær. Ef fólk er með breiða síðu, get ég ekki lesið síðustu orðin og verð að sleppa því að lesa færsluna. Þessi síða er eitt dæmi: http://ragnhildur.blog.is/blog/ragnhildur/#entry-620400

Ég er að nota OSX 10.5 Leopard og Safari. Í Caminu heldur auglýsingin sér við hlið textans. Ég geri ráð fyrir að bloggið hafi ekki verið prófað með öllum helstu vöfrum. Get ég átt von á að þetta verði lagað fljótlega?

Annað vandamál í Safari er að ég fæ ekki grafísku möguleikana við athugasemdir. Það er þó í lagi þegar ég skrifa athugasemdir. Svo er hugsanlegt að ekki sé bil milli fyrstu og annarar málsgreinar í þessari athugasemd, en þó í lagi milli 2. og 3.

Villi Asgeirsson, 21.8.2008 kl. 09:42

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er þó í lagi þegar ég skrifa færslur, átti það að vera. Svo heitir hinn vafrinn Camino, ekki Caminu. Hefði átt að lesa athugasemdina yfir áður en ég sendi hana.

Takk fyrir annars frábært bloggumhverfi!

Villi Asgeirsson, 21.8.2008 kl. 09:44

3 Smámynd: Siggi & Inga

Var að setja upp blogg með útlitinu "Listaverkið".  Það virðist hafa bjagast frá því sem er á myndinni og titillinn er kominn hægra megin í hausinn.  Þar kemur hvítur textinn ofan í hvíta línu sem lítur mjög illa út.  Getið þið kippt þessu í liðinn og gert þetta eins og það er á myndinni með titil og lýsingu hægra megi við stólinn. Takk.

Siggi & Inga, 5.9.2008 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband