Myndablogg

Okkur berast alltaf annað slagið fyrirspurnir um hvort ekki sé hægt að senda myndir á bloggið beint úr farsímanum. Þetta væri skemmtilegur möguleiki til að hafa og höfum við því kannað málið nokkrum sinnum. Það hefur þó strandað á tæknilegum atriðum sem tengjast móttöku MMS-skeyta frá símafyrirtækjunum.

Að vinna með tölvupóst er tæknilega mun þægilegra. Nýlega komst ég að því að myndaþjónustan flickr býður upp á sjálfkrafa móttöku mynda í gegnum tölvupóst, og sem meira er, getur sent myndir sjálfkrafa áfram á blogg. Hér að neðan verður farið í gegnum það hvernig þetta er sett upp hér á blog.is.

1. Þú þarft að hafa flickr-aðgang. Til að stofna slíkan má fara í Create Account á forsíðu flickr.

2. Skráð þig inn á flickr og veldu You > Your Account í valmyndinni efst á síðunni

3. Opna flipann Email. Þar smellir þú á create an upload-to-flickr e-mail address.

4. Netfangið sem þú færð upp má nota til að senda myndir í gegnum tölvupóst beint á flickr svæðið. Gættu að því að halda netfanginu leyndu svo hver sem er geti ekki sent mynd inn í þínu nafni.

5. Farð nú til baka á Email-síðuna. Ef þú sérð ekki netfangið sem var verið að búa til þarftu að endurhlaða síðuna, t.d. með því að smella á F5. Smelltu svo á tell us a little about the blog(s) you want to upload to til að segja flickr hvernig tala eigi við blog.is.

6. Fyrsta skrefið í blogguppsetningunni er einfald, við höldum beint áfram:

7. Veljið MetaWeblogAPI sem samskiptamátann.

8. Sláið inn API-slóðina fyrir blog.is í reitinn API Endpoint og notandanafnið ykkar og lykilorðið fyrir neðan. API-slóðin er

http://NOTANDANAFN.blog.is/api/metaWeblogAPI.xml

þar sem þið setjið notandanafnið ykkar inn á réttan stað.

9. Veljið blogg á bloggsvæðinu ykkar sem birta á myndirnar - yfirleitt er aðeins um eitt að velja.

10. Staðfestið stillingarnar sem settar hafa verið inn. Þarna þarf alla jafna ekki að breyta neinu.

11. Bloggið er tilbúið til notkunar! Ef smellt er á create a custom posting template fæst upp síða þar sem hægt er að sérsníða hvernig myndirnar birtast á blogginu, en sé smellt á return to your blogs page má stilla bloggtenginguna á einfaldari hátt.

12. Svona er síðan þar sem hægt að stilla bloggtenginguna, smellið á Settings til þess. Þar má einnig prófa sendingu yfir á bloggið til að sjá hvort ekki sé allt í góðu lagi.

13. Sé farið aftur á Email-síðuna (t.d. gegnum You > Your Account eins og í byrjun) sjást netföngin tvö sem flickr býður upp á. Við höfum mestan áhuga á því síðara, því það gerir okkur kleyft að senda myndir beint á bloggið, bæði úr tölvu og úr farsíma.

14. Nú er bara að taka upp símann, taka mynd og senda hana sem myndskilaboð á bloggnetfangið frá flickr. Þægilegast er að vista netfangið inn í símaskrána til að þurfa ekki að slá það inn í hvert skipti.

 

...og eftir skamma stund:

Góða skemmtun!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Góðan daginn blogg, það virkar ekki hjá mér umræðuvöktunin,þ.e.a.s. það kemur alltaf tilkynning um villu þegar ég reyni að opna....skiljið þið hvað ég er fara? mynduð þið vilja kippa þessu í lag...takk takk.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.8.2008 kl. 13:57

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

en get ég sent myndir inn á bloggið mitt með tölvupósti?

ég gæti þá til að mynda sent mynd(ir) sem viðhengi með pósti úr farsímanum.

Brjánn Guðjónsson, 15.8.2008 kl. 14:15

3 Smámynd: Guðmundur Hreiðarsson

Hrafnhildur: Ég ætla að athuga málið og sjá hvort ég finni eitthvað sem er í ólagi.

Brjánn: Já, þú getur sent myndir á bloggið í tölvupósti með þessum hætti - rétt eins þú sendir myndskilaboð. Þess ber að geta að myndin kemur ekki inn í myndakerfið á blogginu þínu, heldur er vistuð hjá flickr. Svo hún birtist aðeins innan bloggfærslunnar sem stofnuð er utan um hana.

Guðmundur Hreiðarsson, 15.8.2008 kl. 14:25

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

annað, þessu máli óskylt.

þegar ég set inn tengil, hvort heldur er í bloggfærslu eða athugasemd og vel stillinguna Opnist í nýjum glugga opnast tengillinn samt í sama glugga.

Brjánn Guðjónsson, 15.8.2008 kl. 15:56

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Teljari virðist ekki vera í lagi núna.

Líka finnst mér einkennilegt að athugasemdir skuli alltaf þurfa svona mikið pláss þegar ég er í þessari tölvu.

Sæmundur Bjarnason, 17.8.2008 kl. 02:30

6 Smámynd: E.R Gunnlaugs

það er ekki hægt að skrifa athugasemd við myndablogg.... einhver ráð :)

E.R Gunnlaugs, 19.8.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband