Umræðuvöktun

Framvegis geta bloggarar fylgst með umræðum sem þeir hafa tekið þátt í á bloggsíðum með því að fá tölvupóst í hvert sinn sem skrifuð er athugasemd við viðkomandi bloggfærslu eða séð þær í stjórnborði sínu.

Við athugasemdir hverrar færslu er nú möguleiki á að skrá sig í og úr vakt fyrir umræðurnar við færsluna (hakað við "Vakta athugasemdir við þessa færslu"). Þegar vakt hefur verið hafin eru sendar tilkynningar í tölvupósti í hvert skipti sem ný athugasemd er skráð en hægt er að búa svo um hnútana að þær birtist einungis í stjórnborðinu (á síðunni Stillingar/Tilkynningar).

Þessi þjónusta fór af stað án þess að notendur fengju tilkynningu um hana í tæka tíð og biðjum við velvirðingar á því.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Ég er MJÖG ÁNÆGÐUR með þetta framtak!  Takk.

Beturvitringur

Beturvitringur, 27.5.2008 kl. 20:47

2 Smámynd: Beturvitringur

Er nokkuð hægt að "hræra í" Stillingar > aðgangsstjórnun > nöfn þeirra sem maður hefur átt e-r samskipti við. Vil losna við þetta, þ.e. flesta.

Nú breytist þetta líka væntanlega, eftir að "umræðuvöktun" hefur tekið við

Beturvitringur, 27.5.2008 kl. 20:55

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta er stimpillinn minn – Gunnar Svíafari

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.6.2008 kl. 14:05

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta er ágætis framtak. Að öðru, ég er með tillögu til stjórnenda blog.is:

Nafnlaus blogg verði ekki leyfð.

Fundin verði leið til að menn geti sannað að þeir séu þeir sem þeir segjast vera. Annað hvort með rafrænum skilríkum, eða þeir verði látnir skrifa undir samning við blog.is, sem veitir þeim aðgang að kerfinu.

Með þessum hætti myndi bloggið verða betra og hugleysingjar gætu ekki tjáð sig með hauspoka. 

Tilviljanakenndar lokanir blogga, eins og hjá Skúla Skúlasyni, sem kom fram undir nafni, meðan skítseyði geta ausið svívirðingum yfir kristna trú í skjóli nafnleysis og í boði blog.is, verða til þess eins að skapa ólgu í bloggheimum.

Ef þessi eina regla sem ég legg til væri höfð að leiðarljósi er hægt að tryggja að menn verði ábyrgir orða sinna. Eins ef bloggsíðum yrði ekki lokað nema um ótvíræð brot á allsherjarreglu sé að ræða, s.s. hvatningar til ofbeldis eða óeðlis.

Theódór Norðkvist, 10.6.2008 kl. 16:36

5 Smámynd: Árni Matthíasson

Sæll vertu Theodór.

Engin leið er að tryggja  að sá sem skrifar sé sá sem hann segist vera hvort sem innleidd verða rafræn skilríki eða samningar gerðir. Hugsanlega verður það mögulegt í framtíðinni, en slík tæknileg lausn er ekki í sjónmáli.

Árni Matthíasson , 11.6.2008 kl. 08:36

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir svarið, bjössi.

Theódór Norðkvist, 12.6.2008 kl. 10:06

7 Smámynd: Morten Lange

Ég fagna þessum möguleika ákaft. Takk !

Eitt lítið atriði mætti bæta: Að geta vaktað athugasemdir óháð því hvort einhverjar athugasendir hafa birtst enn.

Morten Lange, 16.6.2008 kl. 11:56

8 Smámynd: Guðmundur Hreiðarsson

Gaman að heyra Morten að þú kunnir vel við þetta. Einnig góð ábending, en þetta er vissulega eitthvað sem ætti að vera mögulegt. Punkta það hjá mér.

Guðmundur Hreiðarsson, 16.6.2008 kl. 16:56

9 Smámynd: Helga

Hæ Hæ

Er að velta því fyrir mér hvort að þið svarið ekki pósti sem þið fáið?  Er búin að senda tvisvar en hef aldrei fengið svar :(  Frekar ósátt vegna þess að mig vantar aðstoð varðandi blogggið þ.e. er búin að borga fyrir meira myndapláss en er ekki að geta nýtt það.

 Endilega sendið mér póst sem fyrst

kveðja

Helga Hrönn

Helga , 25.6.2008 kl. 15:41

10 Smámynd: Beturvitringur

Hef alltaf fengið svör (greið og kurteisleg) innan mjög skamms tíma. Hlýtur að vera e-ð sérstakt þetta.

Beturvitringur, 26.6.2008 kl. 01:00

11 Smámynd: Helga

Hef ekki ennþá fengið svör .........vonandi er þetta eitthvað sérstakt......!!!!

En vonandi kemur það fljótlega......alla vega þolinmæðin er alveg að verða búin :)

kveðja

Helga , 26.6.2008 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband