Breytingar á myndakerfi

Myndakerfinu á blog.is hefur verið breytt nokkuð og nú geta notendur meðal annars unnið frekar með myndir sínar, snúið þeim og klippt til svo dæmi séu tekin.

Þegar farið er inn á myndasíðuna í stjórnborðinu og smellt á Myndir, birtist listi yfir albúm, bæði á miðri síðunni sjálfri og líka vinstra megin. Hægt er að sýsla með albúm með því að smella á Breyta og þegar inn í albúmið er komið birtist skipanalína ofan við það og þar er meðal annars tengillinn Stillingar albúms. Smelltu á hann til að breyta heiti albúms og ýmsum stillingum varðandi það.

Myndum er bætt við með því að smella á Bæta við myndum. Ef ekkert albúm er valið fer myndin í albúmið Óflokkað.

Þegar myndin er komin inn er hægt að sýsla með hana með því að smella á breyta og í skipanalínu síðunnar sem kemur upp er hægt að sýsla frekar með myndina, snúa henni, minnka hana og klippa til (crop). Einnig er hægt að raða myndum í albúmi með því að draga þær til og á sama hátt má færa myndir milli albúma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Hæ hæ. Er ekki lengur hægt að setja inn nokkrar myndir í einu? Það er svo seinlegt að setja alltaf bara eina og eina mynd.

Josiha, 2.4.2008 kl. 11:45

2 Smámynd: Baldur Kristinsson

Sæl Josiha! Þetta er komið - núna er hægt að hala upp mörgum myndum í einu eins og áður.

Baldur Kristinsson, 3.4.2008 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband