Aukið öryggi

Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á blog.is til að auka öryggi notenda:

Þegar beðið er um breytingu á netfangi á stillingarsíðu notenda er sendur tölvupóstur með staðfestingarkóða á nýja netfangið og skilaboð varðandi óskina um breytingu á það gamla. Netfanginu er ekki breytt fyrr en staðfestingarkóðinn hefur verið sleginn inn á umsjónarsíðunni. Þegar breytingin á sér stað eru aftur send skilaboð á gamla netfangið til að segja að það sé ekki lengur virkt.

Þegar lykilorði er breytt er sendur tölvupóstur með skilaboðum þar að lútandi á netfang notandans.

Breytingar á netföngum eru skráðar til að geta brugðist við ef kvartanir berast.

Girt hefur verið fyrir að hægt sé að setja JavaScript inn í athugasemdir og ekki er hægt að setja iframe- og object-tög.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband