Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Leiðbeiningar um lausn innskráningarvandamáls

Nýlega voru gerðar ýmsar öryggsbreytingar á blog.is. Þessar breytingar snúa einkum að innskráningu og samskiptum með JavaScript. Ef eldri útgáfur af skrám af blog.is eru forvistaðar í tölvu notanda getur hann lent í vandræðum með innskráningu. 

Til að leysa málið þarf að gera eftirfarandi:

  • Hreinsa forvistaðar skrár (cache) í vafranum. Sjá nánar hér að neðan.
  • Fara aftur inn á bloggsíðuna og skrá sig inn upp á nýtt.

Ástæður fyrir því að vafrinn forvisti skrár of lengi geta verið ýmsar, en ein skýring gæti verið að dagsetningin sé rangt stillt á viðkomandi tölvu.

Til að hreinsa út forvistaðar skrár má gera eftirfarandi:

(A) Fyrir Internet Explorer 6 (Files valmynd er efst til vinstri á vafranum):

Smellið á Tools og síðan á Internet Options. Fyrir miðju á tilmælaglugganum sem kemur upp er reitur sem kallast Temporary Internet Files. Smellið á hnappinn Delete Files sem birtist þar og síðan á OK og aftur á OK. Að því loknum þarf halda niðri CTRL-hnappi og smella á F5 hnapp efst á lyklaborðinu eða hugsanlega að endurræsa vafrann, þ.e. slökkva á honum og ræsa aftur.

(B) Fyrir Internet Explorer 7 (Tools valmynd er efst til hægri á vafranum):

Smellið á Tools og síðan á Internet Options. Fyrir miðju á tilmælaglugganum sem kemur upp er reitur sem kallast Browsing History. Smellið á hnappinn Delete sem birtist þar og síðan á Delete Files efst í glugganum sem kemur upp. Smellið á Yes í litla glugganum sem birtist, síðan á Close neðst í glugganum þegar tölvan er búin að hreinsa biðminnið og loks á OK. Að því loknum þarf halda niðri CTRL-hnappi og smella á F5 hnapp efst á lyklaborðinu eða hugsanlega að endurræsa vafrann, þ.e. slökkva á honum og ræsa aftur.

(C) Fyrir Firefox 2.0:

Smellið á Tools og síðan Clear Private Data. Í tilmælaglugganum sem þá kemur upp þarf að haka við a.m.k. Cache og Authenticated Sessions. Smellið á hnappinn Clear Private Data Now. Endurræsið svo vafrann, þ.e. slökkvið á honum og ræsið aftur.


Mistök í uppfærslu - lykilorðum breytt

Fyrir mistök í uppfærslu hugbúnaðar nú í morgun birtust neðst á bloggsíðum upplýsingar um eiganda viðkomandi síðu, þar á meðal lykilorð þeirra. Þessar upplýsingar voru faldar í forritskóða mjög neðarlega á síðunni og ólíklegt að gestir á síðuna hafi kynnt sér þær. Til að koma í veg fyrir misnotkun var lykilorðum allra notenda blog.is breytt í kjölfarið og þau send þeim í tölvupósti.

Hotmail notendur athugið: Póstur frá mbl.is á það til að lenda í "Junk Mail" hólfinu. Gáið þar ef þið sjáið ekki póstinn frá okkur.

Aðstandendur blog.is
blog@mbl.is


Verðlaunaþemu úr þemasamkeppni blog.is nú aðgengileg

Árni Torfason með verðlaunin ásamt fulltrúum Morgunblaðsins. Nýverið efndi mbl.is til hönnunarsamkeppni um flottasta þemað fyrir síður á bloggsvæðinu blog.is.

Fjölmargar tillögur bárust, en verðlaunin fyrir besta þemað voru Dell Latitude D520-fartölva frá EJS.

Sérstök dómnefnd mbl.is valdi svo besta þemað, en höfundur þess er Árni Torfason. Hans útlitsþema ásamt innsendingunum sem völdust í 2. og 3. sæti standa notendum blog.is til boða sem útlit frá og með deginum í dag. Fleiri þemu sem bárust munu svo bætast við á næstunni.

Til að velja þema fyrir blogg, er Velja þema við viðeigandi blogg valið á forsíðu stjórnborðsins. Verðlaunaþemun birtast undir flokknum Þemasamkeppni. Þemað hans Árna kallast hamstur.is

hamstur.is

hamstur.is 

Blíð er barnshöndin

Blíð er barnshöndin 

Fjallmyndarlegt 

Fjallmyndarlegt 


Nettar nýjungar

Hér á Netdeild Morgunblaðsins er alltaf verið að bæta bloggvefinn blog.is og hafa ýmsar nettar en gagnlegar breytingar verið gerðar síðustu daga.  

Ritillinn sem notaður er til að skrifa athugasemdir hefur verið uppfærður og nú er hægt að sníða texta athugasemda, setja inn krækjur, broskalla og fleira með lítilli fyrirhöfn.

Fjölda nýrra broskalla hefur verið bætt í ritlana, bæði athugasemdaritilinn og færsluritilinn. Allir ættu því að finna eitthvað við hæfi til að tjá tilfinningar sínar!

Leiðsögn í myndaalbúmum hefur verið einfölduð og síðu sem sýnir yfirlit yfir öll albúm bætt við. Sú síða er aðgengileg með því að smella á Albúmin mín í leiðakerfi bloggs. Að auki er nú möguleiki á að birta skyggnusýningu af myndum albúma, þ.e. skipta sjálfkrafa á milli mynda í albúmum. Þegar myndir eru skoðaðar birtist ,,play" takki sem hefur sýninguna.

Þar eð margir byrja á því að skrifa færslur í Word hefur nýjum hnappi verið bætt í færsluritilinn sem er sérstaklega ætlaður til að líma inn texta sem afritaður hefur verið úr Word. Þegar texti er límdur inn á þennan hátt hreinast óþarfa stílsnið út og textinn verður viðráðanlegur. Hnappurinn er auðþekkjanlegur á W-inu.

Njótið vel!


Áhugaverðar nýjungar fyrir blogg-notendur

Eftirfarandi nýjungar er nú að finna á blog.is.

1. Nú er hægt að tengja ýmsar gerðir skráa við bloggfærslur. Þar má nefna, myndskeið, hljóðskrár, Word-skjöl, Excel-skjöl o. s. frv.

2. Þá er hægt að loka bloggum með lykilorði. Einungis þeir sem hafa lykilorðið undir höndum geta lesið viðkomandi blogg.

3. Eigandi bloggsíðu getur fengið sendan tölvupóst þegar einhver skrifar athugasemd eða gestabókarfærslu.

4. Hægt er að bæta við allt að 10 nýjum myndum í myndaalbúm í einni aðgerð.

Allar upplýsingar um hvernig nýta megi þessar viðbætur er að finna í hjálpartextum fyrir Blogg og Myndir.


Vinsælt blogg

Bætt hefur verið við undirsíðunni "Vinsælt" á forsíðu blog.is.

Þar getur fólk séð allt að 400 vinsælustu bloggana á blog.is.


Lagfæringar á færsluritli

Formið til færsluskrifa hefur verið lagfært, svo það taki tillit til meginflokka. Hafi notandi valið meginflokk á bloggið sitt, þá er sá flokkur sjálfvalinn fyrir nýjar færslur.

Þó er hægt að breyta til og velja annan flokk þegar færsla er skrifuð. Það eina sem breyst hefur er að í staðinn fyrir að Bloggar sé ætíð sjálfvalinn sem færsluflokkur, þá geta notendur valið sjálfgefinn flokk fyrir hvert blogg.

Þannig geta þeir sem blogga aðallega í einum flokki valið hann í möguleikanum "Meginflokkur" undir Blogg→Stillingar, og er hann þá alltaf sjálfvalinn við skrif á færslum.


Þemaskjölun - og nýtt þema

Skjölun um þemasniðið á blog.is er loksins tilbúin og öllum aðgengileg. Einnig hefur verið búið til nýtt þema, sem þessi skjölun miðast að mestu við. Rembrandt heitir það og er sem stendur eina þemað í flokknum Menning og listir. Rembrandt er fyrsta þemað sem skilgreinir svokölluð stílbrigði, þ.e. söfn tengdra stillibreytna sem notandi getur valið með einum smelli (reyndar eru þeir strangt til tekið tveir, því að einn smell í viðbót þarf til að vista breytingarnar). Hægt er að prófa þessa virkni með því að fara á síðuna "Þemastillingar" undir "Útlit" í stjórnborðinu.

Við vonum að skjölunin hugnist væntanlegum þemahöfundum vel, en auðvitað er þeim velkomið að hafa samband við okkur ef þeir hafa einhverjar frekari spurningar þar að lútandi... 


Vandamál við innskráningu

Í gær, miðvikudag, urðu notendur fyrir því að geta ekki skráð sig inn á bloggið sitt uppúr klukkan 18:00. Ástæðan var forritunarvilla sem var ekki löguð fyrr en uppúr hádegi í dag vegna frídagsins.

Við biðjumst afsökunar á óþægindunum og þökkum þeim sem létu vita af villunni í gegnum tölvupóst.


Athugasemdir án staðfestinga

Fjölmargir notendur höfðu samband og kvörtuðu yfir athugasemdakerfinu. Óskráðir notendur hafa þurft að smella á tengil sem þeir fá í tölvupósti til að staðfesta netfangið sitt áður en athugasemdin er birt.

Þetta þótti fólki of flókið. Höfum við því gert eiganda bloggsins kleyft að leyfa óskráðum notendum að skrifa athugasemdir og gestabókarfærslur án þess að staðfesta uppgefið netfang.

Við bendum þó á að þessi stilling mun valda því að auglýsingar og rusl komast óhindrað á bloggana. Við mælum með því að fólk breyti ekki þessari stillingu nema að vel ígrunduðu máli.

Til að virkja þessa stillingu ferð þú í Stjórnborðið, Blogg, og Stillingar. Velur "Allir mega skrifa athugasemdir" og svo "Óskráðir notendur þurfa ekki að staðfesta uppgefið netfang".


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband