Aukið öryggi
Mánudagur, 31. mars 2008
Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á blog.is til að auka öryggi notenda:
Þegar beðið er um breytingu á netfangi á stillingarsíðu notenda er sendur tölvupóstur með staðfestingarkóða á nýja netfangið og skilaboð varðandi óskina um breytingu á það gamla. Netfanginu er ekki breytt fyrr en staðfestingarkóðinn hefur verið sleginn inn á umsjónarsíðunni. Þegar breytingin á sér stað eru aftur send skilaboð á gamla netfangið til að segja að það sé ekki lengur virkt.
Þegar lykilorði er breytt er sendur tölvupóstur með skilaboðum þar að lútandi á netfang notandans.
Breytingar á netföngum eru skráðar til að geta brugðist við ef kvartanir berast.
Girt hefur verið fyrir að hægt sé að setja JavaScript inn í athugasemdir og ekki er hægt að setja iframe- og object-tög.
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Birtist á blog.is | Breytt s.d. kl. 15:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.