Athugasemdir án staðfestinga
Föstudagur, 7. apríl 2006
Fjölmargir notendur höfðu samband og kvörtuðu yfir athugasemdakerfinu. Óskráðir notendur hafa þurft að smella á tengil sem þeir fá í tölvupósti til að staðfesta netfangið sitt áður en athugasemdin er birt.
Þetta þótti fólki of flókið. Höfum við því gert eiganda bloggsins kleyft að leyfa óskráðum notendum að skrifa athugasemdir og gestabókarfærslur án þess að staðfesta uppgefið netfang.
Við bendum þó á að þessi stilling mun valda því að auglýsingar og rusl komast óhindrað á bloggana. Við mælum með því að fólk breyti ekki þessari stillingu nema að vel ígrunduðu máli.
Til að virkja þessa stillingu ferð þú í Stjórnborðið, Blogg, og Stillingar. Velur "Allir mega skrifa athugasemdir" og svo "Óskráðir notendur þurfa ekki að staðfesta uppgefið netfang".
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Ný síða: Spurt og svarað
Miðvikudagur, 5. apríl 2006
Við bættum við síðu með algengum spurningum um blog.is - einkum um síðueiningar og útlitsstillingar. Skoðið þá síðu áður en þið sendið fyrirspurn til okkar á blog@mbl.is. Það er allt eins líklegt að spurningu ykkar hafi þegar verið svarað. Búast má við að það bætist við töluvert af upplýsingum þarna næstu daga.
Næstu daga og vikur er almennt stefnt að því að bæta mjög skjölun og hjálpartexta varðandi blog.is, sérstaklega stjórnborðið.
Vandamál með myndainnsetningar
Sunnudagur, 2. apríl 2006
Tölvur og tækni | Breytt 3.4.2006 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Velkomin!
Föstudagur, 31. mars 2006
Velkomin á þennan nýja bloggvef, sem vonandi mun vekja ánægju í íslenska bloggsamfélaginu.
Við erum nokkuð ánægðir með bloggkerfið okkar, en auðvitað koma alltaf einhverjir hnökrar í ljós þegar byrjað er að nota svona kerfi að einhverju ráði. Við reiðum okkur á að fá ábendingar og athugasemdir frá ykkur, notendum kerfisins, og munum eyða töluverðri vinnu í það næstu vikur að lagfæra, betrumbæta og útvíkka það. Hafið samband á blog@mbl.is til að koma ykkar ábendingum á framfæri!
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)