Aðgerðir vegna bilunar
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Eins og bloggarar hafa eflaust tekið eftir varð bilun í vélbúnaði blog.is sl. mánudagskvöld. Þá bilaði svonefnd diskastæða, sem er sérstök gagnageymsla með tólf hörðum diskum. Sú stæða var þannig upp sett að ef einn eða fleiri diskar bila á það ekki að koma að sök, en svo virtist sem tíu af tólf diskum hafi bilað samtímis eða búnaðurinn sem stýrir þeim.
Á þessum diskum voru geymdar útlitsstillingar bloggara, síðusnið, toppmyndir, lög í tónlistarspilurum, myndskeið og myndir í albúmum. Að svo stöddu höfum við ekki ástæðu til að ætla að gögnin séu glötuð, en það kemur væntanlega í ljós í dag eða á morgun.
Ef gögnin eru í lagi munum við lesa þau inn í kerfið aftur og þá lagast flest það sem úr lagi hefur færst. Þeir bloggarar sem ekki vilja bíða eftir því geta þó gripið til ýmissa aðgerða til að færa blogg sín í samt horf.
Útlit
Eins og sagði voru bloggþemu geymd á diskunum og eru því sum glötuð, en af öðrum eru til eldri gerðir. Unnið er að því að lagfæra þau þemu sem eru löskuð og einnig hefur verið búið til nýtt þema fyrir þá sem vilja skipta.
Toppmynd
Líkt og aðrar myndir notenda voru toppmyndir (myndir í haus bloggsíðu) vistaðar á diskunum og því ekki aðgengilegar sem stendur. Fólk getur bætt nýrri toppmynd við eða beðið eftir því að þær verði endurheimtar, en ef fólk er búið að setja nýja toppmynd verður hún ekki yfirskrifuð þegar gögnin verða lesin inn að nýju.
Höfundarmynd
Það tókst að endurheimta velflestar höfundamyndir, en ekki í fullri stærð, þ.e. sú mynd sem notuð í dag er smámyndin svonefnda og kemur því sumstaðar ekki vel úr á höfundarsíðu. Ef fólk les inn nýja höfundarmynd verður hún ekki yfirskrifuð þegar gögnin verða lesin inn að nýju
Heimsóknir
Talning á heimsóknum á bloggsíður hefur ekkert raskast en síðueiningin sem birtir talninguna er ekki sjálfgefin og því þarf fólk að bæta henni við. Það er gert með því að fara inn í stjórnborðið og þaðan í Stillingar / Útlit / Síðueiningar. Þar er síðan hægt að velja eininguna "Heimsókna box".
Bloggvinir
Engin röskun var á bloggvinalistanum, en líkt og með Heimsóknaboxið er bloggvinalistinn ekki sjálfgefinn. Hann er settur inn með því að fara í stjórnborðið og þaðan í Stillingar / Útlit / Síðueiningar. Þar er síðan hægt að velja eininguna "Bloggvinir".
Tónlistarspilarinn
Tónlistarspilarinn datt víða út, en einfalt er að bæta honum við aftur. Sá hængur er á að lögin sem voru í honum hjá hverjum og einum eru föst á biluðu diskunum og því þarf fólk að bæta nýjum lögum við í spilarann ef það vill að hann birtist.
Myndir og myndbönd
Eins og getið er voru myndir notenda og myndbönd vistuð á diskunum biluðu og ekki ljóst hvort nokkuð af því er glatað. Fólk getur byrjað að setja myndir og myndbönd inn aftur, en síðan myndu gömlu myndirnar og myndböndin bætast við eftir því sem miðar að ná gögnunum af diskunum.
Starfsmenn blog.is.
Á þessum diskum voru geymdar útlitsstillingar bloggara, síðusnið, toppmyndir, lög í tónlistarspilurum, myndskeið og myndir í albúmum. Að svo stöddu höfum við ekki ástæðu til að ætla að gögnin séu glötuð, en það kemur væntanlega í ljós í dag eða á morgun.
Ef gögnin eru í lagi munum við lesa þau inn í kerfið aftur og þá lagast flest það sem úr lagi hefur færst. Þeir bloggarar sem ekki vilja bíða eftir því geta þó gripið til ýmissa aðgerða til að færa blogg sín í samt horf.
Útlit
Eins og sagði voru bloggþemu geymd á diskunum og eru því sum glötuð, en af öðrum eru til eldri gerðir. Unnið er að því að lagfæra þau þemu sem eru löskuð og einnig hefur verið búið til nýtt þema fyrir þá sem vilja skipta.
Toppmynd
Líkt og aðrar myndir notenda voru toppmyndir (myndir í haus bloggsíðu) vistaðar á diskunum og því ekki aðgengilegar sem stendur. Fólk getur bætt nýrri toppmynd við eða beðið eftir því að þær verði endurheimtar, en ef fólk er búið að setja nýja toppmynd verður hún ekki yfirskrifuð þegar gögnin verða lesin inn að nýju.
Höfundarmynd
Það tókst að endurheimta velflestar höfundamyndir, en ekki í fullri stærð, þ.e. sú mynd sem notuð í dag er smámyndin svonefnda og kemur því sumstaðar ekki vel úr á höfundarsíðu. Ef fólk les inn nýja höfundarmynd verður hún ekki yfirskrifuð þegar gögnin verða lesin inn að nýju
Heimsóknir
Talning á heimsóknum á bloggsíður hefur ekkert raskast en síðueiningin sem birtir talninguna er ekki sjálfgefin og því þarf fólk að bæta henni við. Það er gert með því að fara inn í stjórnborðið og þaðan í Stillingar / Útlit / Síðueiningar. Þar er síðan hægt að velja eininguna "Heimsókna box".
Bloggvinir
Engin röskun var á bloggvinalistanum, en líkt og með Heimsóknaboxið er bloggvinalistinn ekki sjálfgefinn. Hann er settur inn með því að fara í stjórnborðið og þaðan í Stillingar / Útlit / Síðueiningar. Þar er síðan hægt að velja eininguna "Bloggvinir".
Tónlistarspilarinn
Tónlistarspilarinn datt víða út, en einfalt er að bæta honum við aftur. Sá hængur er á að lögin sem voru í honum hjá hverjum og einum eru föst á biluðu diskunum og því þarf fólk að bæta nýjum lögum við í spilarann ef það vill að hann birtist.
Myndir og myndbönd
Eins og getið er voru myndir notenda og myndbönd vistuð á diskunum biluðu og ekki ljóst hvort nokkuð af því er glatað. Fólk getur byrjað að setja myndir og myndbönd inn aftur, en síðan myndu gömlu myndirnar og myndböndin bætast við eftir því sem miðar að ná gögnunum af diskunum.
Starfsmenn blog.is.
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:41 | Facebook
Athugasemdir
Takk, þið standið ykkur vel.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 30.7.2008 kl. 15:21
Já já, þið eruð klassakallar, þetta kemur allt saman. Förum bara á DV á meðan.
Þröstur Unnar, 30.7.2008 kl. 15:40
Við bíðum bara róleg.Takk fyrir.
María Anna P Kristjánsdóttir, 30.7.2008 kl. 16:08
Takk fyrir þetta....
Fanney Björg Karlsdóttir, 30.7.2008 kl. 16:39
Takk fyrir ég vona allt gangi vel kær kveðja.
Kristín Katla Árnadóttir, 30.7.2008 kl. 16:51
Bestu þakkir.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.7.2008 kl. 17:58
takk, takk, gott að fá að fylgjast með líðan mála. Bara fegin að ég kom ekki öllu þessu af stað. 'UFF
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 30.7.2008 kl. 18:03
takk fyrir þessar upplýsingar og ég vona að ykkur tekst að ná öllum til baka.
BLOGGER (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 18:33
jamm. það er samt eitthvað fishy í gangi. búinn að setja þemað inn aftur og hlaða toppmyndinni inn aftur, en hún mirtist ekki. setti inn síðueiningarnar á ný og stillti. sumar síðueiningar ekki sjást, s.s. RSS box.
Brjánn Guðjónsson, 30.7.2008 kl. 18:39
Þetta voru þarfar upplýsingar, sér í lagi fyrir þá sem engu geta breytt.
Hjá mér er allt í sómanum nema toppmyndin, ég bara býð róleg.
Takk fyrir góða þjónustu.
kveðja
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.7.2008 kl. 18:55
Þið eigið mína fyllstu samúð.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.7.2008 kl. 19:40
Hræddastur var ég um að veðurkortin mín öll hefðu farið en þau eru inni.
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.7.2008 kl. 20:03
Takk takk
Huldabeib, 30.7.2008 kl. 20:31
Flest komið i lag. Ég get enn ekki still þemað, stafagerð og stærð haus, en að öðru leyti er þetta að koma.
Villi Asgeirsson, 30.7.2008 kl. 21:23
Ég held að síðan mín sé bara betri eftir að þið tókuð til á henni. Takk fyrir. Þið eruð að standa ykkur afar vel.
Hrannar Baldursson, 30.7.2008 kl. 22:20
Síðan mín er öll í fokki. Myndirnar allar farnar.... og glætan að ég nenni að setja þær allar aftur inn (eins og þið bentuð á í meilinu sem maður fékk sent frá ykkur). Ég veit ekki hvað ég var með margar myndir vistaðar á blog.is. Þær voru allavega það margar að ég þurfti að kaupa auka myndapláss. Sorry að ég sé leiðinleg, en mér finnst það skítt að þið voruð ekki með neitt back-up...
Ég er allavega hætt að blogga hjá blog.is.
Josiha, 31.7.2008 kl. 01:04
Það vantar enn ansi mikið upp á að síðan mín sé í lagi. - Hvernig er staðan í viðgerðarmálum hjá ykkur.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.7.2008 kl. 01:51
Það er alt i rugli á mínu bloggi, engir bloggvinir eingar myndir og fleira og fleira. Vonandi lagast þetta sem fyrst, ég er buin að reina alt og ekkert geingur
Kristín Gunnarsdóttir, 31.7.2008 kl. 07:39
humm, enn vantar ca 3 GB af myndefni á mína síðu. Eru ekki til afrit af þessum diskum hjá ykkur?
Birgir Þór Bragason, 31.7.2008 kl. 10:39
Á ekki að fara laga þetta þema dót. Er ekki sátt við blátt. Nú svo er ekki hægt að setja inn hausmynd kannski af því að þemað mitt er tínt og hvað??? Á maður bara að sætta sig við það ??? það er bara ekki annað þema sem ég er sátt við. Væri kannsi ráð að bæta við fleirum þemum inn ekki bara einni nýrri. Eða gefa manni kost á að búa til sitt eigið með mynd þ.e. að haus sé tómur og við veljum sjálf mynd og lit.
Ein óþolinmóð.
JEG, 31.7.2008 kl. 11:03
JEG, þú getur búið til eigin þema eða sótt eitthvert þeirra sem í boði er og breytt.
annars ætti maður ekki að fjasa mikið yfir þessari bilun. maður fær þetta jú gratís. ég skil samt þá sem greitt hafa fyrir aukið diskpláss og hafa sett inn urmul af myndum, sem kannski hafa glatast.
Brjánn Guðjónsson, 31.7.2008 kl. 13:02
Sæll Brjánn.
Síðustu upplýsingar sem við vorum að fá benda til þess að við munum fá öll gögn til baka. Þannig að allar myndir + aukadiskpláss sem fólk hefur keypt mun endurheimast um leið og búið er að setja upp nýju diskasamstæðuna.
Kveðja,
Ingvar Hjálmarsson
netstjóri mbl.is
Addý og Ingi, 31.7.2008 kl. 13:39
gott mál Ingvar :)
annars hef ég tekið eftir einu, varðandi hausmyndina. ég hlóð henni inn aftir en hún birtist ekki. ég var með bláa paprikuþemað. þegar ég breytti í bláar appelsínur birtist hausmyndin. ég prófaði aftur paprikuna og þá birtist myndin ekki. semsagt, hausmyndin birtist í sumum þemum en ekki öllum.
Brjánn Guðjónsson, 31.7.2008 kl. 14:12
Hjá mér er allt í ólagi og ég fæ engu breitt, þar er þessi rauði litur og sama hvað ég geri það situr allt fast.
Ásgerður
egvania, 31.7.2008 kl. 14:27
Ég skil ekki fólk sem er hér að rífast. Hvað er að fólki eiginlega. Þetta svæði er frítt og virkar ótrúlega vel. Mogginn er ekkert skuldbundinn neinum hér.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 31.7.2008 kl. 14:30
Heyrðu kæra Nanna, það er enginn að rífast, nema þú kannski.
Þó að þetta virki hjá þér, er ekki þar með sagt að það virki hjá öllum.
Mbl. er kannski ekki skuldbundinn, en þeir bjóða uppá þetta og ég held að þeir vilji að þetta virki.
Fyrir mína parta get ég sagt, að það virkar ekki ra___at hjá mér. Eina sem ég get gert, er að skrifa. Get ekki sett inn myndir eða breytt neinu, en það hefur reyndar verið þannig frá byrjun.
Ég er nú ekkert að fara á límingunum útaf þessu og er alls ekkert að rífast.
kop, 31.7.2008 kl. 19:00
Kæra Nanna Katrín Kristjánsdóttir
Blog.is tilheyrir mbl.is. Það þýðir að þegar einhver fer á blog.is þá telst það vera heimsókn hjá mbl.is. Eins þegar einhver fer á barnalandið - það er líka heimsókn á mbl.is. Bara þessir tveir liðir, bloggið og barnalandið, skilar mbl.is gífurlegum heimsóknum á hverjum degi. Það kemur mbl.is í sterka stöðu hvað varðar auglýsingar og þ.a.l. auglýsingatekjur. Það er heldur engin tilviljun að vísir.is á núna blog.central.is - þeir eru líka að reyna að fá sem flestar heimsóknir á sína síðu.
Og pointið er? Jú, að það skiptir máli fyrir mbl.is að hafa bloggarana sína ánægða því að það er hagur mbl.is/blog.is að fá sem flestar heimsóknir.
Já og þetta lærði maður í fjölmiðlafræði í framhaldsskóla
Annars langar mig að spyrja netstjórn mbl hvort myndirnar komi í réttri stærð aftur inn? Ekki smækkaðar eins og var búið að tala um í meilinu.
Josiha, 31.7.2008 kl. 19:14
"Vörður Landamær" - ég er alveg sammála þér.
Josiha, 31.7.2008 kl. 19:16
Fyrir áhugasama:
https://login.modernus.is/?_a=212&_m=35&_serviceType=1&_serviceId=0&lId=1&setUnfold=29
Þarna sést hversu mörg prósent af heimsóknum mbl.is eru frá blog.is.
Josiha, 31.7.2008 kl. 20:04
Ég hef ekki ennþá fengið hausinn minn inn, en það hlýtur að koma. Annað er að ég finn ekki gestabókina mína, þó er hakað við já í stillingunum, hvað veldur? Eins eru mynda albúmin eitthvað einum of stirðleg, ekki hægt að stækka myndirnar. Vonandi gengur ykkur verkið vel, en ansi er ég fegin að hafa ekki verið búin að hlaða meiru inn. Þetta er frekar ónotaleg tilfinning, að vita ekki fyrir víst hvort þið valdið þessu.
Verð samt að treysta því. Góða helgi, kv. eva
Eva Benjamínsdóttir, 1.8.2008 kl. 01:12
Hæ félagar.Ég næ ekki Bloggvinnum inn á forsíðuna mína.Svo frjósa myndir í albúmi mínu svo að get hvorki flutt þær yfir á bloggið eða hent þim.Þær virðast vera frosnar.Um von um að þetta sé aðlagast séu þið ávallt kært kvaddið
Ólafur Ragnarsson, 1.8.2008 kl. 02:42
Varðandi fyrirspurn Joshia er re´tt að geta þess að myndir munu koma í réttum stærðum að viðgerð lokinni.
Kveðja,
Ingvar Hjálmarsson
netstjóri mbl.is
Addý og Ingi, 1.8.2008 kl. 08:05
Ég næ alls ekki að koma inn bloggvinum aftur.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 1.8.2008 kl. 08:34
Sæl Fjóla.
Allt bendir til þess að viðgerð ljúki í dag. Þá munu bloggvinir þínir birtast á ný.
Kveðja,
Ingvar Hjálmarsson
netstjóri mbl.is
Morgunblaðið, 1.8.2008 kl. 08:43
Málið er Brjánn að það eru ekki allir sem kunna að breyta lúkkinu. Og þar á meðal ég. En langar mikið til að gera mitt eigið lúkk þar sem það sem ég valdi er ekki virkt enn. Þ.e. græn paprika og annað sem ég vel þá virkar ekki hausmyndin mín. Langar bara að þetta virki sem í boði er. OG það mættti vera imbaprúff að gera sitt eigið lúkk.
N'u er síðan mín bara með vírus og verð ég að velja nýtt þema til að sjá heildarpakkann svo ég jú pínu pirruð.
JEG, 1.8.2008 kl. 10:24
Jæja flott mál paprikan er komin í lag
En gaman væri að fá tilsögn í að gera eigið lúkk.
JEG, 1.8.2008 kl. 12:38
"Þó að þetta virki hjá þér, er ekki þar með sagt að það virki hjá öllum"
Þetta virkaði ekkert betur hjá mér en öðrum meðan þessar bilanir voru.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 1.8.2008 kl. 17:10
Það er ekkert frítt í þessum heimi. Blog.is hefur tekjur af bullinu í okkur öllum t.d. með auglýsingasölu. Þeir m.a.s. selja okkur líka það að taka auglýsingarnar í burtu sem er náttúrulega tær snilld. Auk þess nota þeir efni af blogginu í blöðunum og leyfa sér að búta það niður að vild. Bloggarar eru svo að auki uppspretta frétta fyrir þá. Ef allt er eðlilegt er þetta vonandi gott fyrir alla.
Mér virðist augljóst af umræðunni hér að ekki hafi verið tekin öryggisafrit og það hafi verið treyst á RAID stæðuna í algjörri blindni. Það hefði fullt af tækniliði getað sagt þeim að RAID stæða kemur EKKI í staðinn fyrir alla aðra afritun. Hér keyptu þeir eitthvað yfirselda öryggistækni.
Vonandi er skaðinn ekki mjög mikill. Sjálfur sýnist mér að töpuð sé tónlist sem ég átti sjálfur annarsstaðar og einhverjir hafa tapað einhverju myndefni o.s.frv.
Best er að Moggamenn munu væntanlega sjá við þessu í framtíðinni.
Haukur Nikulásson, 1.8.2008 kl. 18:10
Það sem mig langar mjög svo til að vita er eftirfarandi: Hvað skeði ? ekki segja mér að 10 diskar af 12 diska stæðu hafi hrunið, það er óhugsandi, var þetta bilun í stýrisspjaldi sem skrifaði vitlaust á diskana ?
Sævar Einarsson, 1.8.2008 kl. 21:38
Allt komið í lag.Þakka fyrir mig
Ólafur Ragnarsson, 6.8.2008 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.