Samþykktarferli fyrir athugasemdir

Nú er hægt að óska eftir því að athugasemdir við bloggfærslur birtist ekki fyrr en þær hafa verið samþykktar af höfundi færslunnar. Við skráningu athugasemda birtast þá skilaboðin Athugasemdin mun birtast eftir að höfundur færslunnar samþykkir hana. Í framhaldi fær höfundur færslunnar tilkynningu í tölvupósti um athugasemdina sem inniheldur krækjur til að staðfesta eða hafna athugasemdinni á fljótlegan máta.

Þessa stillingu má virkja á stillingasíðunni fyrir blogg, Stillingar / Blogg í stjórnborðinu, með því að velja Birta athugasemdir aðeins eftir að ég hef samþykkt þær.

Þetta nýja fyrirkomulag virkar einnig fyrir albúm sem tengd eru bloggum sem krefjast samþykktar.

Í tengslum við þessa viðbót hefur viðmót fyrir athugasemdir í stjórnborðinu verið bætt til muna. Þar birtist nú samþjappað yfirlit yfir athugasemdir, flokkað eftir færslum eða myndum. Þar má samþykkja, hafna, birta eða fela athugasemdir. Listana má finna á síðunum Blogg / Athugasemdir og Myndir / Athugasemdir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.9.2007 kl. 07:49

2 identicon

Frábært hjá ykkur kerfismönnum, þetta verður eflaust mikið notað

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband