Stuðningur við RSS-innlestur

Nú geta notendur á blog.is loks sett inn RSS-strauma af sínum uppáhaldsvefjum á bloggsíðuna sína. Til þess þarf að gera eftirfarandi:

  1. Stofna lista af gerðinni "RSS-straumur" með því að fara í "Tenglar og listar" í stjórnborðinu, og setja í listann þær RSS-slóðir sem maður vill birta efni úr á síðunni. Sé þess óskað er hægt að stofna fleiri en einn lista og þannig flokka RSS-straumana eftir innihaldi þeirra.
  2. Fara í Stillingar => Útlit => Síðueiningar og koma síðueiningunni "RSS-box" fyrir þar sem maður vill.
Hægt er að stilla hámarksfjölda færslna sem birtast úr hverjum RSS-straumi. Annars vegar er hægt að tilgreina þetta fyrir hverja slóð fyrir sig þegar henni er bætt á listann, og hins vegar er hægt að stilla síðueininguna "RSS-box" með því að smella á hana á síðueiningasíðunni í stjórnborðinu (eftir að búið er að koma henni fyrir) og breyta svo gildinu við "Hámarksfjöldi sýndra færslna í RSS-straumi". Ef hámark er tilgreint á báðum stöðum, er það lægri talan sem gildir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband