Velkomin!
Föstudagur, 31. mars 2006
Velkomin á þennan nýja bloggvef, sem vonandi mun vekja ánægju í íslenska bloggsamfélaginu.
Við erum nokkuð ánægðir með bloggkerfið okkar, en auðvitað koma alltaf einhverjir hnökrar í ljós þegar byrjað er að nota svona kerfi að einhverju ráði. Við reiðum okkur á að fá ábendingar og athugasemdir frá ykkur, notendum kerfisins, og munum eyða töluverðri vinnu í það næstu vikur að lagfæra, betrumbæta og útvíkka það. Hafið samband á blog@mbl.is til að koma ykkar ábendingum á framfæri!
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 11:23 | Facebook
Athugasemdir
Laugardagur - 1. apríl. Nú er ég búinn að kasta mér inn í bloggheim Moggans og spennandi að sjá hvað mun gerast. Alla vega er það dæmigert fyrir mig að þegar mikil vinna hvílir á mér, fer ég að gera eitthvað allt annað. ég á að vera að klára BA ritgerð á gamals aldri en er þess í stað að fikta við blogg. Halelúja1
Ingólfur Margeirsson, 1.4.2006 kl. 12:35
Er í stökustu vandræðum með að koma skoðunarkönnuninni inná síðuna !.. búin að virkja hana ... HJÁLP
Jónina Kristmanns Ingadóttir, 1.4.2006 kl. 21:33
Er í stökustu vandræðum með að koma skoðunarkönnuninni inná síðuna !.. búin að virkja hana ... HJÁLP
Jónina Kristmanns Ingadóttir, 1.4.2006 kl. 21:33
Fyrir þá sem eru í "vandræðum" með skoðanakannir, er bent á að fara í "Útlit" flipa stjórnborðs, þar í undirflipann "Velja síðueiningar", og bæta þar inn "Skoðanakannir", á þá síðuhluta þar sem þær eiga að birtast, líklega fyrst og fremst hlutann "Bloggforsíða". Við biðjumst velvirðingar á því hvað þetta síðueininga kerfi er flókið, en í náinni framtíð reiknum við með að leyfa notendum að velja á milli einfaldara viðmóts, og þess flókna sem nú er.
Steinn E. Sigurðarson, 1.4.2006 kl. 21:41
Hef ekki getað sett inn myndir, hvorki í albúm né í tengslum við blogg. Hnappurinn sem tengir mynd við blogg (Bæta við mynd) hreyfir ekkert og þegar ég reyni að setja mynd í albúm kemur löng villuromsa (Could not open /mnt/blog/users/29e/jbh/img/krummiatankivelvia.jpg for writing at /export/virtual/blog/blog-mm/admin/shared/album_add_img line 67. Stack: [/export/virtual/blog/blog-mm/admin/shared/album_add_img:67], [/export/virtual/blog/blog-mm/admin/album/add_img.html:5], [/export/virtual/blog/blog-mm/admin/autohandler:8], [/export/virtual/blog/blog-mm/lib/ah/default:144])
Einhver skýring?
Jón Baldvin Hannesson, 2.4.2006 kl. 22:53
Mér sýnist í fljótu bragði að það bráðvanti að geta sett inn tengla... annars virðist þetta nokkuð nett.
...désú (IP-tala skráð) 3.4.2006 kl. 09:20
Davíð: Það er hægt að setja inn tengla með því að smella á Listar í stjórnborðinu, búa til nýjan lista þar og velja gerðina Tenglalisti. Setja svo þá tengla inn sem maður vill, og þeir birtast þá í leiðakerfinu á síðunni (yfirleitt vinstra megin). Þú getur búið til fleiri en einn tenglalista ef þú vilt. Hluti þess sem við munum vinna að næstu vikur er að gera þetta ferli mætti gera straumlínulagaðra og bæta skjölun, en grunnvirknin ætti að vera fyrir hendi.
Baldur Kristinsson, 3.4.2006 kl. 14:33
Sælir Baldur og félagar. Loksins kom fram aðili sem ég treysti fyrir fullkomnlega fyrir myndunum mínum. Kærar þakkir fyrir framtakið. Ein örstutt spurning. Ég skýrði blogsíðuna mína fáránlegu nafni "Tschuss" sem þýðir bless á þýsku. Hvernig get ég breytt nafninu? Kveðja, Jens Pétur Jensen.
Jens Pétur Jensen, 5.4.2006 kl. 23:44
Mig vantar að setja inn tengla, skil ekki hvernig þetta virkar??
Ein of þung., 9.4.2006 kl. 19:44
Góðan daginn. Ég var að byrja að blogga á blog.is og er að setja tenglana mína inn. Getur kerfið ekki haldið þeim í stafrófsröð þegar ég bæti nýjum tenglum inn? Mig langar líka að vita hvort sé ekki hægt að ráða sjálfur röðinni á undirflokkum í "TENGLAR". Verður það sem maður setur inn síðast að fara efst?
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 5.6.2006 kl. 23:21
Það er bara lengi að gera síðurnar virkar eða...?
Gabríel Ingimarsson, 6.6.2006 kl. 14:09
margítrekað reynt að senda athugasemd inn á blogvin Ingibjörgu Hinriks,fæ alltaf "þetta netfang er ógilt"eða virðist vera ógilt (óskráð) hjálp!
Helga Kristjánsdóttir, 9.3.2008 kl. 02:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning