Færsluflokkur: Birtist á blog.is
Samþykktarferli fyrir athugasemdir
Miðvikudagur, 19. september 2007
Nú er hægt að óska eftir því að athugasemdir við bloggfærslur birtist ekki fyrr en þær hafa verið samþykktar af höfundi færslunnar. Við skráningu athugasemda birtast þá skilaboðin Athugasemdin mun birtast eftir að höfundur færslunnar samþykkir hana. Í framhaldi fær höfundur færslunnar tilkynningu í tölvupósti um athugasemdina sem inniheldur krækjur til að staðfesta eða hafna athugasemdinni á fljótlegan máta.
Þessa stillingu má virkja á stillingasíðunni fyrir blogg, Stillingar / Blogg í stjórnborðinu, með því að velja Birta athugasemdir aðeins eftir að ég hef samþykkt þær.
Þetta nýja fyrirkomulag virkar einnig fyrir albúm sem tengd eru bloggum sem krefjast samþykktar.
Í tengslum við þessa viðbót hefur viðmót fyrir athugasemdir í stjórnborðinu verið bætt til muna. Þar birtist nú samþjappað yfirlit yfir athugasemdir, flokkað eftir færslum eða myndum. Þar má samþykkja, hafna, birta eða fela athugasemdir. Listana má finna á síðunum Blogg / Athugasemdir og Myndir / Athugasemdir.
Stuðningur við RSS-innlestur
Föstudagur, 24. ágúst 2007
Nú geta notendur á blog.is loks sett inn RSS-strauma af sínum uppáhaldsvefjum á bloggsíðuna sína. Til þess þarf að gera eftirfarandi:
- Stofna lista af gerðinni "RSS-straumur" með því að fara í "Tenglar og listar" í stjórnborðinu, og setja í listann þær RSS-slóðir sem maður vill birta efni úr á síðunni. Sé þess óskað er hægt að stofna fleiri en einn lista og þannig flokka RSS-straumana eftir innihaldi þeirra.
- Fara í Stillingar => Útlit => Síðueiningar og koma síðueiningunni "RSS-box" fyrir þar sem maður vill.
Birtist á blog.is | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leiðréttingarpúki og ítarlegri talning
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Skráðum notendum blog.is er nú boðin sú þjónusta að láta leiðréttingarpúka lesa bloggfærslur yfir. Til að virkja púkann er smellt á hnappinn Púki sem er að finna á síðunni þar sem bloggfærslurnar eru skrifaðar. Púkinn merkir með rauðu þau orð sem hann telur að séu rangt stafsett. Innsetning púkans er í samvinnu við Friðrik Skúlason.
Að ósk margra bloggnotenda hafa upplýsingar um umferð á bloggsíður verið töluvert endurbættar. Nú eru eftirfarandi upplýsingar sýndar:
Flettingar:
- í dag
- síðastliðinn sólarhring
- síðastliðna viku (þ.e. síðustu 7 heila daga)
- frá upphafi (að hluta áætlað út frá gamla heimsóknakerfinu)
- Innlit í dag
- Innlit síðastliðna viku
- Gestir í dag
- Einkvæmar IP-tölur í dag
Fletting á sér stað þegar tiltekinn notandi sækir einhverja síðu á viðkomandi bloggi. Með innliti er átt við tiltekinn notanda sem skoðar eina eða fleiri síður á viðkomandi bloggi á innan við klukkustund. Með gesti er átt við tiltekinn notanda sem skoðar eina eða fleiri síður á viðkomandi bloggi á tilteknum degi.
Umferðaruppplýsingar eru nú uppfærðar á 3ja mínútna fresti (í stað 15 mín.áður).
Kveðja,
blog.is
Ruslathugasemdir og fréttatengingar
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Nýverið var forminu til að senda inn athugasemdir breytt til þess að það virki í sem flestum vöfrum. Þetta hafði í för með sér að ruslvélmennum víðs vegar um heiminn tókst að setja inn miður skemmtilegar athugasemdir á blogg sem leyfðu óskráðum notendum að skrifa athugasemdir án staðfestingar netfangs. Til að sporna við þessu er nú nauðsynlegt fyrir óskráða notendur að svara einfaldri spurningu áður en athugasemd er send inn, leggja saman tvær tölur og setja útkomuna inn í svæðið "Ruslpóstvörn":
Tengingar bloggfærslna við fréttir á Mbl.is hafa verið notaðar mikið og stundum til að tengja óviðeigandi efni. Því höfum við sett á laggirnar kerfi til að merkja slíkar tengingar sem óviðeigandi. Tengingar eru merktar með því að smella á krækjuna sem birtist neðan við titil fréttar:
Tilkynningar sem berast eru síðan skoðaðar af starfsmönnum Mbl.is og fréttatengingar fjarlægðar ef þurfa þykir. Þess skal getið að einungis innskráðir notendur geta gert athugasemdir við tengingar.
Birtist á blog.is | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Mistök í uppfærslu - lykilorðum breytt
Miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Fyrir mistök í uppfærslu hugbúnaðar nú í morgun birtust neðst á bloggsíðum upplýsingar um eiganda viðkomandi síðu, þar á meðal lykilorð þeirra. Þessar upplýsingar voru faldar í forritskóða mjög neðarlega á síðunni og ólíklegt að gestir á síðuna hafi kynnt sér þær. Til að koma í veg fyrir misnotkun var lykilorðum allra notenda blog.is breytt í kjölfarið og þau send þeim í tölvupósti.
Hotmail notendur athugið: Póstur frá mbl.is á það til að lenda í "Junk Mail" hólfinu. Gáið þar ef þið sjáið ekki póstinn frá okkur.
Aðstandendur blog.is
blog@mbl.is
Birtist á blog.is | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Verðlaunaþemu úr þemasamkeppni blog.is nú aðgengileg
Miðvikudagur, 6. desember 2006
Fjölmargar tillögur bárust, en verðlaunin fyrir besta þemað voru Dell Latitude D520-fartölva frá EJS.
Sérstök dómnefnd mbl.is valdi svo besta þemað, en höfundur þess er Árni Torfason. Hans útlitsþema ásamt innsendingunum sem völdust í 2. og 3. sæti standa notendum blog.is til boða sem útlit frá og með deginum í dag. Fleiri þemu sem bárust munu svo bætast við á næstunni.
Til að velja þema fyrir blogg, er Velja þema við viðeigandi blogg valið á forsíðu stjórnborðsins. Verðlaunaþemun birtast undir flokknum Þemasamkeppni. Þemað hans Árna kallast hamstur.is.
hamstur.is
Blíð er barnshöndin
Fjallmyndarlegt
Birtist á blog.is | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)