Breytingar og viðbætur

Ágætu bloggarar.

Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á blog.is.

Meira myndapláss Myndapláss allra notenda blog.is hefur verið stækkað um 100MB. Þá munu nýir notendur fá 100MB myndapláss við skráningu.

Tenglalistar Einfaldara er að sýsla með tenglalista en áður var, auðveldara að stofna nýja og eins að bæta í þá vefslóðum og lýsingu. Hægt er að raða tenglum á lista með þrí að draga þá til og líka hægt að draga þá á milli flokka, en tenglalistar eru komnir með sér síðu í stjórnborðinu.

Margar bloggsíður á kennitölu Notendur geta nú skráð fleiri en eitt blogg á sömu kennitölu. Þannig getur notandi með bloggsíðuna eftir.blog.is líka skrá síðuna undan.blog.is á á sömu kennitölu. Ef viðkomandi hyggst skrá annað blogg á kennitölu sína ber hann sig að eins og hann sé að skrá nýtt blogg. Athugið að nota verður sama netfang og notað var við skráningu á fyrsta bloggi kennitölu.

Greitt fyrir auglýsingaleysi Á stillingasíðu stjórnborðs er nú að finna tengilinn Auglýsingar. Þegar smellt er á hann getur viðkomandi greitt fyrir að bloggsíða hans verði auglýsingalaus. Hægt er að kaupa allt að ár fram í tímann og kostar hver mánuður 300 kr., en mánuður er talinn frá kaupdegi til sama dags í næsta mánuði á eftir.

Læst blogg Nú birtist tengillinn Senda höfundi ósk um aðgang á bloggum sem læst hefur verið með lykilorði. Þeir sem hug hafa á að fá aðgang að viðkomandi bloggi geta því sent umráðamanni þess tölvupóst og beðið um að fá lykilorð sent.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það er böggur í tenglunum.

ég bý til nýjan flokk og set í hann einn tengil. eftir það, ætli ég að búa til annan tengil, get ég ekki valið flokkinn sem ég bjó til áður.

eini valkosturinn er sjálfgefni flokkurinn, hvers heiti ég ekki man.

Brjánn Guðjónsson, 19.2.2008 kl. 15:02

2 Smámynd: Tiger

  Er hvergi hægt að kaupa fleiri auglýsingar til að hafa á blogginu sínu?? Ég heimta fleiri auglýsingar og fer í stræk ef ekki verður bætt úr óánægju minni hérna.

Gott mál og gott framtak. Takk fyrir mig.

  before all the other bloggers come in and kick my butt.

Tiger, 19.2.2008 kl. 21:07

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Kærar þakkir fyrir að bregðast við beiðni um að fá að greiða fyrir sitt svæði í stað þess að hafa auglýsingar.

Birgitta Jónsdóttir, 20.2.2008 kl. 06:11

4 Smámynd: Josiha

Hæ hæ. Flottar breytingar. En þarf maður að stilla e-ð í stjórnborðinu svo að það komi svona "senda höfundi ósk um aðgang"? Allavega er þetta eins hjá mér - kemur sem sagt ekkert svona "senda höfundi ósk um aðgang". Hmmm...

Josiha, 20.2.2008 kl. 11:48

5 Smámynd: Sigrún

spyra að því sama og josiha

kemur ekkert svoleiðis á mínu bloggi

Sigrún, 20.2.2008 kl. 13:36

6 Smámynd: Baldur Kristinsson

Josiha og Sigrún: Þetta er komið inn núna. Ástæðan fyrir að þetta vantaði hjá ykkur var að auk gestalykilorðs eruð þið með lista yfir notendur með aðgang, og ekki hafði verið gert ráð fyrir slíku blönduðu aðgangskerfi.

Baldur Kristinsson, 20.2.2008 kl. 14:40

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Kærar þakkir fyrir viðbrögðin.... en ég er að lenda í vandræðum með að borga.

Klaufaskapur í mér eða bilun?

Heiða B. Heiðars, 20.2.2008 kl. 21:06

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Halló!
Sólarhringur síðan ég bar fram smá fyrirspurn.... Kíkir staffið ekki hingað reglulega?

Heiða B. Heiðars, 21.2.2008 kl. 21:32

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Bara miðmánaðar greinilega Heiða,,

Á ég að borga þig inn aftur ?

Steingrímur Helgason, 21.2.2008 kl. 22:25

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Hvað er miðmánuður langur tími?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.2.2008 kl. 14:26

11 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mig langar bara að prófa að koma einni hugmynd á framfæri hér sem athugasemd.

Það er ekki öruggt að þetta virki en hugmyndin er að finna á blogginu mínu: Smelltu hér! 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.2.2008 kl. 19:09

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ágætu stjórnendur blog.is,

Þann 24. febrúar sl. sendi ég inn fyrirspurn í tölvupósti á blog@mbl.is sem er netfangið sem gefið er upp efst vinstra megin á þessari síðu. Þar sem ég hef ekki fengið svar við henni ennþá tek ég á það ráð að afrita hana hingað í von um að það virki betur. Fyrirspurnin hljóðar svo:

----------------------------------------------------------------------------------
Komið þið sæl,

Ég vísa í færslu og athugasemdir hjá Sæmundi Bjarnasyni hér:http://saemi7.blog.is/blog/saemi7/entry/453353/Spurningin er um hvernig valið er í "átta manna hópinn" efst á þessari síðu:http://www.mbl.is/mm/blog/Eins og ég nefni í athugasemd á áðurnefndri færslu hef ég gert úttekt á þeim bloggurumsem þar birtast reglulega og sé ekkert mynstur. Þetta eru alls ekki endilega mest lesnu bloggararnir,ekki þeir sem blogga oftast, ekki tengist valið fréttabloggi og alltaf er þetta sama fólkið.Engin endurnýjun virðist vera í hópnum. Þetta virkar eins og lokaður klúbbur sem "almúginn" hefur engan aðgang að.Getið þið upplýst mig um hvernig (eða hver) er valið í þennan hóp sem óumdeilanlegafær meiri athygli en aðrir - og þar með þau málefni sem þessir bloggarar skrifa um.Bestu kveðjur og þakkir,Lára Hanna Einarsdóttirwww.larahanna.blog.is-------------------------------------------------------------------------------Síðan þetta er skrifað hef ég gert svolitla úttekt á "Áttuklúbbnum" og er nú búin að safna 91 nafni á bloggurum sem þarna birtast. Það er langt innan við 1% af skráðum bloggurum á Moggablogginu sem fá þessa sérstöku kynningu. Samkvæmt athugasemd nr. 12 frá Árna Matthíassyni hér voru skráðir bloggarar 12.823 þann 11. febrúar sl.Með von um svör,Lára Hanna

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.2.2008 kl. 14:03

13 Smámynd: Árni Matthíasson

Sæl vertu Lára Hanna. Ég svaraði ykkur Sæmundi með athugasemd við viðkomandi bloggfærslu.

Með kveðju,

Árni Matthíasson , 29.2.2008 kl. 15:01

14 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég verð að koma á framfæri smá kvörtun.

til að geta haft RSS linkinn á síðunni, verð ég að hafa inni síðueininguna 'Leiðakerfis-box'.

henni fylgir hinsvegar linkur á gestabók og ég get ekki sleppt honum, eða stillt Leiðakerfis-boxið á neinn hátt.

ég vil geta haft RSS linkinn, en ég vil enga gestabók.

helst þyrfti að vera hægt að taka gestabókina alveg út, því þótt ég hafi ekki linkinn á hana á síðunni er hún virk enn sem áður. ég kemst í hana með að slá urlið á hana inn beint.

Brjánn Guðjónsson, 3.3.2008 kl. 03:40

15 Smámynd: Baldur Kristinsson

Brjánn: Undir Stillingar => Blogg í stjórnborðinu er hægt að stilla hvort gestabók er tengd við bloggið manns. Tengillinn hverfur þá um leið úr leiðakerfisboxinu.

Baldur Kristinsson, 5.3.2008 kl. 08:22

16 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hafði ekki tekið eftir því. danke sjön. ég er sáttur

Brjánn Guðjónsson, 5.3.2008 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband