Auglýsingar á blog.is

Þegar blog.is var hleypt af stokkunum var það með það að leiðarljósi að vefurinn myndi standa undir sér. Því var gert ráð fyrir tveimur auglýsingum sem yrðu utan við bloggsíðu notenda, þ.e. önnur auglýsingin yrði í haus fyrir ofan síðuna og hin við jaðar skjásins hægra megin við síðuna. Framan af var það líka svo, þ.e. auglýsing hægra megin við síðuna og önnur í hausnum.

Þegar útlit mbl.is var endurhannað í haust var ákveðið að minnka hausinn yfir bloggsíðum, meðal annars með það í huga að gefa síðu bloggarans meira vægi, og þá var auglýsingin þar tekin út. Engin breyting varð á auglýsingaplássinu hægra megin þó að þar hafi reyndar ekki verið auglýsing frá því í apríl sl.

Í ljósi athugasemda sem borist hafa blasir við að einhverjir bloggarar hafa ekki áttað sig á þessu og beðist er velvirðingar á því ef það hefur komið einhverjum óþægilega á óvart. Ekki stendur til að selja auglýsingapláss inni á bloggsíðunum sjálfum.

Með kveðju,

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hæ.

Er ekki möguleiki að hafa auglýsingarnar í formi kyrra mynda ?  Það truflar lestur að bloggsíðan sé á sífelldu iði.  Er hægt að sleppa auglýsingu og vera í áskrift ?

Anna Einarsdóttir, 8.2.2008 kl. 14:31

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já og fyrst ég er byrjuð.... Hvað eru margir bloggarar á Mbl-blogginu ?    Kvenleg forvitni. 

Anna Einarsdóttir, 8.2.2008 kl. 14:46

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Legg til að fólki verði boðið að velja úr nokkrum styrktaraðilum (auglýsendum) til að hafa á sinni síðu, þannig mætti koma á móts við fólk og forðast að misbjóða þeim sem hafa sterkar skoðanir á viðkomandi styrktaraðila.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.2.2008 kl. 00:40

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Já og fyrst ég er byrjaður.... Hvað eru margir bloggarar á Mbl-blogginu ?    Karlleg forvitni. 

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.2.2008 kl. 00:41

5 identicon

Ég tek undir með Önnu, Promeciusi og Þorsteini, sleppa auglýsingum alfarið, og til vara kyrrmynd og frjálst val.  Svona hreyfimyndir eru afar truflandi við hlið skrifaðs máls.  Er búin að opna síðu á Blogger og ætla að skoða fleiri kosti, sem eru lausir við svona áberandi og truflandi hreyfimyndir.

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 20:28

6 identicon

Já og fyrst ég er byrjuð.... Hvað eru margir bloggarar á Mbl-blogginu ?    Kvenleg forvitni.

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 20:29

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég vil byrja á því að þakka Árvakri fyrir að bjóða upp á þessa bloggþjónustu á blog.is, án endurgjalds. Kerfi ykkar er mjög gott, þægilegt í notkun, auk þess sem mbl.is er sennilega einn af best uppsettu vefjum á landinu. Þið hafið greinilega góða menn með ykkur.

Það sem  hinsvegar er gagnrýnivert er að mbl.is hefur boðið upp á þetta blogg og látið liggja að því að bloggsíða hvers sé einkasíða hans, þar sem hann ræður því efni sem sett er inn og ber fulla ábyrgð á því.

Þess vegna kemur þessi ákvörðun um að birta auglýsingu á hverri einustu bloggsíðu eins og blaut tuska í andlitið á mér sem bloggara og mér sýnist margir vera á sama máli.

Bloggið hefur aukið vinsældir mbl.is og Morgunblaðsins og beinlínis verið notað í þeim tilgangi. Það eru margir mjög frambærilegir, vel menntaðir skrifarar á blog.is og hafa mikla yfirsýn yfir þau mál sem þeir fjalla um.

Þetta hefur Árvakur nýtt sér í eigin þágu til að auka umsvif sín, án þess að ég viti til að nokkur greiðsla eða umbun hafi komið í staðinn. Ég hef spurt nokkra bloggara hvort þeir fái greitt eða séu beðnir um leyfi af Árvakri fyrir að birta skrif þeirra og þeir segja nei.

Ef þið Morgunblaðsmenn hafið greitt bloggurum fyrir að fá að birta þeirra skrif, þeirra hugverk, þá megið þið gjarnan leiðrétta mig og upplýsa það hér á þessum vettvangi (ég er ekki að biðja um nöfn.)

Þess vegna er það lítilsvirðing við alla bloggara og verið að koma aftan að þeim með því að birta þessa auglýsingu algjörlega að þeim forspurðum. Þessi ákvörðun ykkar lýsir að mínu mati blindri peningahyggju.

Ég vildi frekar borga ákveðið hóflegt mánaðargjald fyrir að fá að nota bloggkerfi ykkar, frekar en að ruðst sé inn á það sem ég taldi mína síðu með leiðinda blikkauglýsingu. Á móti myndi ég þá vilja að Árvakur þyrfti að biðja bloggara leyfis til að birta blogg þeirra í blöðum sínum og vefsíðu(m.)

Takk fyrir.

Theódór Norðkvist, 9.2.2008 kl. 21:18

8 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Þetta tel ég ekki góða þróun

Ég gæti t.d. lent í því að fá inn á mína síðu auglýsingu frá mínum aðal samkeppnisaðila í vinnunni.  Sjálfstæðismaður gæti lent í því að fá auglýsingu þarna inn frá t.d. VG og svo koll af kolli.

Ég tel þetta mjög slæmt og hef heyrt frá mörgun bloggurum að þeir ætli að hæta með sitt Moggablogg.  Það er miður.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 9.2.2008 kl. 23:10

9 Smámynd: Árni Matthíasson

Sæll vertu Theódór.

Eins og rakið er hér að ofan var sú ákvörðun að hafa auglýsingar í hægri dálki tekin í upphafi, þ.e. áður en bloggið fór í loftið og frá fyrsta degi og allt fram til apríl á síðasta ári, voru þar auglýsingar.

Ég tek undir það með þér að margir mjög frambærilegir, vel menntaðir skrifarar eru á blog.is og þó umræður þar eigi það til að fara úr böndunum þá eru þær alla jafna málefnalegar og fræðandi. Ég á aftur á móti erfitt með að skilja hvers vegna Ávakur ætti að greiða bloggurum sérstaklega fyrir að blogga.  Er Árvakur ekki að greiða fyrir rekstur síðunnar? Fyrir forritun og hönnun? Fyrir bandvídd og vélbúnað?

Sú hugmynd að bjóða fólki að kaupa aðgang sem tryggja myndi auglýsingaleysi er í sjálfu sér ágæt, án þess það sé mitt að taka slíka ákvörðun, en að hvaða leyti er það öðruvísi "blind peningahyggja" en að selja auglýsingu hægra megin við bloggsíður?

Hvað birtingu á tilvitnunum í bloggsíður í miðlum Árvakur eða öðrum miðlum geri ég ráð fyrir að það falli undir almennt leyfi til að vitna í birt efni á álíkan hátt og fjölmiðlar vitna í aðra fjölmiðla, skýrslur, bækur og viðlíka.

Árni Matthíasson , 10.2.2008 kl. 16:09

10 Smámynd: Gúrúinn

" Ekki stendur til að selja auglýsingapláss inni á bloggsíðunum sjálfum."

Bíddu við, er bloggið mitt bara á hluta af síðunni sem sést í vafranum? Þannig að allur ramminn utan um, þar sem ég GET ekki skrifað, er auglýsingapláss eða pláss sem ég ræð ekki yfir?

Hvaða bull er þetta?

Vísar ekki vefslóðin (í mínu tilfelli http://guru.blog.is) á MITT blogg? Eða er slóðin sameiginleg eign mín og auglýsingamiðilsins mbl.is/blog.is? Þá er bloggið ekki mitt lengur er það?

Gúrúinn, 10.2.2008 kl. 19:00

11 Smámynd: Árni Matthíasson

Anna, Þorsteinn og Inga: Skráðir bloggarar á blog.is eru 12.823. 

Árni Matthíasson , 11.2.2008 kl. 08:06

12 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég skora á Moggabloggið að breyta þessu þannig að fólk geti borgað sig frá þessum auglýsingum gegn hóflegu gjaldi. Þar  fyrir utan er það spurning hvort að stjörnubloggarar ættu ekki að fá borgað fyrir að hafa auglýsingarnar ef þeir vilja hafa þær á síðum sínum. Það sem mér finnst leiðinlegast við þetta mál er ef stjörnubloggarar eins og Sigurður Þór Guðjónsson gera alvöru úr því að hætta hér á Moggablogginu. Það yrði missir af honum.  

Sveinn Atli Gunnarsson, 11.2.2008 kl. 10:35

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Varðandi Svatla: Það er eflaust vel meint að draga nafn mitt inn í þessa umræðu á þessum stað en mér finnst það hálf óþægilegt. Orðið stjörnublogg og ofurblogg og allt svoleiðis hata ég eins og pestina. Ég vil bara allir fái að sitja við sama borð, enginn á að fá borgað fyrir að blogga þó ég hafi ögrað Mogganum svolítið í hita leiksins um að þeir ættu að múta mér fyrir veðurefnið! Árna finnst hugmyndin um að menn geti borgað sig frá auglýsingum ágæt og mér finnst þá að Mogginn ætti að athuga hana vel. Hún myndi leysa vandann og koma í veg fyrir að menn hlaupi burtu í hópum eða svo margir blokkeri út auglýsingarnar að þær hætti að virka eða snúist upp í andstöðu sína vegna háðs bloggverja.  Það er öðru vísi að borga svona heldur en núverandi fyrirkomulag af því að þá hefur bloggarinn nokkurt val, hann borgar og bloggar eða hann vill ekki borga og setur þá uppi með auglýsinguna eða hættir að blogga, það myndi nálgast að einhvers konar samkomulag sé á milli einstakra bloggara og og mbl. en nú er allt einhliða frá hendi mbl. Ég minni svo á í lítilmótleika mínum að á minni síðu eru enn líflegar umræður og ýmislegt er þar sem eiginlega bíður svars frá Árna. Líka fín ábending frá Ólafi Skordal um það að mbl. hafi ekki áskilið sér í almennum samningi við bloggverja að fá að setja inn auglýsingu hjá þeim en bannað þeim það aftur á móti.

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.2.2008 kl. 11:32

14 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þú verður að afsaka það Sigurður. Þetta var vel meint...

Sveinn Atli Gunnarsson, 11.2.2008 kl. 12:12

15 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég er þeirrar skoðunar einsog og flestir hér að mbl. hafi hlaupið á sig í auglýsingamálinu, það getur hent alla, -mbl.is ætti því að leiðrétta þetta- og skoða fremur áskrift.Því einsog einn góður maður sagði í dag það þykir nú ekki góður háttur að húseigendur hreiðri um sig í rúmum leigjanda.

María Kristjánsdóttir, 11.2.2008 kl. 19:39

16 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

"Ekki stendur til að selja auglýsingar inn á bloggsíðunum sjálfum"

Mætti ég spyrja af hverju það birtast þá auglýsingar inn á blogginu okkar allra?

Ég á erfitt með að sjá að moggabloggið standi ekki undir sér án þess að setja inn auglýsingar í hægri síðu allra bloggara þar? Mætti ég fá skýringu á því og þá mögulega birtan rekstrarreikning auk tekna sem moggabloggið hefur fært mbl.is með aukinni aðsókn og umferð um vefinn?

Vinsamlegast sjáið að ykkur og takið út þessar auglýsingar - það hlýtur einfaldlega að vera nóg að birta þær á upphafssíðu blog.is

Þótt ég geti lítið haft um það að segja hvernig auglýsingar eru á mbl.is - en ég verð þó að nota tækifærið og koma því á framfæri að þessar hreyfimyndaauglýsingar eru alveg gjörsamlega óþolandi þegar maður er að lesa fréttir inn á vefnum. Þær eru svo truflandi að ég reyni yfirleitt að staldra stutt við á vefnum ykkar.

Andrea J. Ólafsdóttir, 12.2.2008 kl. 23:03

17 Smámynd: Svanfríður Lár

Þessar hræðilega þreytandi hreyfimynda auglýsingar ger það að verkum að ég gefst upp við lestur á síðu eftir síðu. Þær fæla mig frá blogginu.  Og það er alveg ljóst að einn daginn lendi ég í þeim aðstæðum að inn á mitt blogg kemur auglýsing sem ég get ekki sætt mig við.  Ég held að það sé alla vega hægt að  leyfa bloggurum að velja úr 3 - 4 auglýsingum (og þá ekki hreyfi,blikk dóti). Alla vega ef þessu heldur áfram þá færi ég mig annað.

Svanfríður Lár, 13.2.2008 kl. 00:46

18 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Kæra kerfisfólk

Ég hef aldrei legið á hóli mínu á moggabloggi, fyrr en nú. Finnst kerfið sem þið hafið þróað framúrskarandi, þó enn séu nokkrir hnökrar fyrir makkanotendur í gangi. Ég flutti mig hingað frá blogspot og er alvarlega að íhuga að flytja mig þangað aftur vegna þess að vefsvæði mitt var allt í einu vettvangur auglýsinga. Þið hefðuð átt að senda bréf áður en til þessara aðgerða var gripið, þar sem bloggurum hefði verið boðið að velja á milli einhvers annars en að taka þessu bara eins og ekkert séð.

Ég er ein af þessum manneskjum sem hef sterkar skoðanir og lífsviðhorf og get ekki sætt mig við að þurfa að sitja uppi með auglýsingu á mínu svæði sem brýtur gegn minnar siðferðiskenndar.

Árni væri ekki eðlilegt að þegar birt er eitthvað af blogginu í prentmiðli ykkar að bloggurum sé boðið upp á val um hvort að þeir vilji það eða greiðslu. Í það minnsta væri almenn kurteisi að tilkynna fólki það. Þarna er prentmiðillinn að fá ókeypis efni sem almennt er greitt fyrir.

Bloggsamfélagið hafa aukið umferð á vefsvæði mbl og það hlýtur að vera einhvers virði. Maður þarf ekki að vera einhver ofur snillingur til að reikna það út að ykkur er stætt að rukka meira fyrir auglýsingar á mbl.is ef þar er aukin umferð.

Hreyfimyndaauglýsingar eru líka mjög truflandi. Mér finnst allt í lagi að þið mynduð viðurkenna að það var ákveðið klúður að troða þessum auglýsingum inn á vefsvæði bloggara án þess að vara fólk við því og bjóða því upp á eitthvað val.

Ég vil mjög gjarnan vera áfram hluti af þessu frábæra samfélagi bloggara, þar sem maður hefur lagt mikla vinnu í þetta. Ég óska eftir svari hið fyrsta og vona að ég hafi ekki móðgað neinn með þessum skoðunum mínum.

Birgitta Jónsdóttir, 13.2.2008 kl. 08:08

19 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég skora á forsvarsmenn mbl.is og blog.is að leyfa bloggurum að velja um hóflegt árgjald fyrir síðuna sína annars vegar - eða auglýsingar hins vegar!

Sjá:  http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.2.2008 kl. 15:40

20 identicon

Skelfilega er þreytandi þetta hreyfimynda-auglýsingar sem þið eruð með. Þið getið haft þetta á forsíðu bloggsins en kyrrmyndir inn á bloggsíðum. Annars hefði ég ekkert á móti að borga fyrir auglýingalausa síðu mína. Í guðanna bænum takið þessa auglýsingu út.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 20:20

21 identicon

Tek undir með Láru Hönnu:

Ég skora á forsvarsmenn mbl.is og blog.is að leyfa bloggurum að velja um hóflegt árgjald fyrir síðuna sína annars vegar - eða auglýsingar hins vegar!

Elísabet (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 20:36

22 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Hvenær fáum við einhver svör?

Birgitta Jónsdóttir, 14.2.2008 kl. 09:52

23 Smámynd: corvus corax

Það er nú orðið skítt þegar ekki er hægt að lesa texta á bloggsíðum af því að helv... auglýsingin frá þessu NOVA-rugli hylur textann á síðunum en er ekki alltaf í jaðrinum hægra megin utan bloggsvæðisins sjálfs!

corvus corax, 14.2.2008 kl. 13:48

24 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Ég bíð eftir að Gúrúinum (#11) verði svarað.

Brjánn Guðjónsson, 15.2.2008 kl. 10:49

25 Smámynd: Árni Matthíasson

Eins og getið hefur verið um á öðrum síðum þá stendur til að bjóða þeim sem vilja að borga fyrir bloggsíður sínar á blog.is og vera lausir við auglýsingar fyrir vikið. Vonamst er eftir því að sú högun komist á í byrjun næstu viku og í framhaldinu fá allir bloggarar fá póst með nánari upplýsingum um það og ýmsar viðbætur.

Birgitta: Hvað varðar birtingu á tilvitnunum í bloggsíður í Morgunblaðinu og öðrum fjölmiðlum þá geri ég ráð fyrir að um að gildi álíka reglur og um birt efni almennt, þ.e. ekki þarf sérstakt leyfi til að vitna í efni sem birt er á opinberum vettvangi.

Það er rétt athugað hjá þér að vinsældir bloggsins hafa aukið heimsóknir á mbl.is samanlagt, en auglýsendur líta til heimsókna á þeirri síðu sem þeir ætla að auglýsa á hverju sinni; vinsældir síðu x auka lítið sem ekkert líkur á að auglýsandi kaupi auglýsingu á síðu y eða greiði hærra verð fyrir auglýsingu á síðu z.

Heimsóknir á bloggið fjölga vissulega heimsóknum á forsíðu mbl.is en samkvæmt okkar mælingum þá er sú aukning hverfandi, enda eru nánast allir sem koma á bloggið hvort eð er fastagestir á forsíðu mbl.is.

Árni Matthíasson , 15.2.2008 kl. 11:22

26 Smámynd: Steingrímur Helgason

Sem áskrifandi að Morgunblaðinu bendi ég á að innifalið í áskriftinni er aðgangur að vefsvæði www.mbl.is

Ég hef sett fram andmæli gagnvart þessari auglýsingu á minni bloggsíðu á þeim nótum, ásamt yfirlýsingu um komandi uppsögn á þeirri áskrift minni hverfi þessi auglýsing ekki af minni bloggsíðu fyrir mánaðarmót.

Á alveg von á því að fleiri áskrifendur líti þetta sömu augum & ég.

Steingrímur Helgason, 15.2.2008 kl. 12:19

27 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég vil þakka Árna Matthíassyni og aðstandendum blog.is fyrir að bjóða upp á þessa ágætu lausn og að bregðast fljótt og vel við mótmælum.

Theódór Norðkvist, 15.2.2008 kl. 14:08

28 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Já, ég þakka eins og Theódór þessi viðbrögð og bíð svarsins.

María Kristjánsdóttir, 15.2.2008 kl. 18:44

29 Smámynd: Tiger

  Nú stræka ég! Ég vil fá fleiri auglýsingar inn á mitt blogg og það strax - annars mun ég hætt að blogga (ekki það að ég sé mikill bloggari eða sé búinn að vera lengi)...

Ef ég fæ ekki fleiri auglýsingar inn á bloggið mitt þá mun ég leggja aðra bloggara í einelti - ég mun commenta hjá þeim eins og ég eigi lífið að leysa og ég mun hreinlega blogga inni í bloggum þeirra! Ehh ... jamm .. ég reyndar geri það nú þegar og er oft að missa mig í commentum - en ég bara hætti þá að commenta ef ég fæ ekki fleiri auglýsingar strax...

  Mér finnst hundleiðinlegt að horfa á tóm speis inni á síðunni minni og líflegar auglýsingar sem eru jafnvel frá einhverjum sem ég hef aldrei heyrt um eru til mikillar gleði og kátínu ... 

 Hættið nú að láta eins og og horfið á björtu hliðarnar - jamm, þær eru víst engar hérna - en reynum bara að átta okkur á hve ljúft það er að blogga frítt - i love it.

Endilega athugið að allt ofanvert er skrifað í glasi, fullu af mjólk. Auðvitað væri ég líka til í að losna við auglýsinguna af mínu bloggi - en samt truflar hún mig ekki því ég kýs að horfa framhjá henni/horfa ekki á hana - það virkar fyrir mig.

   

Tiger, 16.2.2008 kl. 00:53

30 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

"Heimsóknir á bloggið fjölga vissulega heimsóknum á forsíðu mbl.is en samkvæmt okkar mælingum þá er sú aukning hverfandi, enda eru nánast allir sem koma á bloggið hvort eð er fastagestir á forsíðu mbl.is."

auðvitað er erfitt að greina milli þeirra sem 'hefðu' bara skoðað mbl.is eða 'hefðu' bara skoðað blog.is, væru þessir vefir ekki undir sama hatti. þeir sem fara á annan hvorn vefin kíkja flestir á hinn líka.

svo ég tali bara fyrir mig, þá hafa innlit mín á mbl.is stóraukist eftir að ég fór að lesa bloggin og síðar að taka þátt. ég fullyrði að ég er ekki einsdæmi. það eru ansi margar heimsóknirnar inn á mbl.is sem þakka má blog.is (og vitanlega öfugt líka).

hvernig væri að birta tölur úr óháðri vefmælingu, yfir heimsóknir og flettingar á mbl.is, fyrir og eftir tilkomu blog.is?

Brjánn Guðjónsson, 18.2.2008 kl. 11:44

31 Smámynd: Árni Matthíasson

Brjánn: Þessar tölur eru aðgengilegar í samræmdri vefmælingu á vefsetrinu teljari.is. 

Árni Matthíasson , 18.2.2008 kl. 16:17

32 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Er nokkuð títt af framkvæmdum í stóra auglýsingamálinu, Árni?

Kveðja,

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.2.2008 kl. 19:45

34 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Bestu þakkir, ég hef nú þegar losað mig við auglýsinguna. Þetta er allt annað líf! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.2.2008 kl. 14:53

35 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ég mundi vilja hafa val á hvaða auglýsingar mega birtast á blogginu mínu. Ég er mjög velviljaður Nova og því fólki sem stendur á bak við fyrirtækið og er því þakklátur þeim sóma sem þeir sýna mér með því að vilja auglýsa á síðunni minni.

En ef kæmi inn auglýsing á bloggið mitt frá sumum stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum þá mundi ég tapa mér endanlega.

Svo ég legg til að við bloggarar fáum að ráða hverjir mega og mega ekki. Ég skil sjónamið mbl.is mjög vel og ég ætlast líka til þess að fá að gjalda þeim gestristnina og velviljann sem þeir sýna mér með því að leyfa mér bloggið mitt á þeirra miðli.

Takk fyrir mig.

Níels A. Ársælsson., 19.2.2008 kl. 22:39

36 Smámynd: Gúrúinn

Ég bíð enn eftir svari...

Gúrúinn, 27.2.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband