Betri leit á blog.is

Virkjuð hefur verið ný leitarvél á blog.is sem auðveldar lesendum efnisleit, en hún leitar í öllum bloggfærslum sem birtar hafa verið á blog.is. Leitin er aðgengileg í nýjum leitarglugga efst á upphafssíðu bloggsins. Auk þess að birta bloggfærslur birtir leitarvélin bloggara sem finnast. Alltaf er leitað í öllum færslum frá upphafi, en hægt er að einskorða leitina við daginn í dag, síðustu sjö eða síðustu þrjátíu daga. Leitin byggir á leitarvélinni Sphinx sem er afar hraðvirk og þægileg í notkun.

Við hvetjum ykkur ágætu bloggarar til að prófa leitina. Allar ábendingar eru mjög vel þegnar—komið með endilega með þær hér á kerfisblogginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er einmitt möguleiki sem mér hefur fundist vanta.

Bestu þakkir.

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.12.2008 kl. 19:47

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Mjög gott framtak.

Kærar þakkir.

Þráinn Jökull Elísson, 10.12.2008 kl. 20:39

3 identicon

Takk .

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 09:38

4 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

vill þetta ekki þessa leit

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 11.12.2008 kl. 23:21

5 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Frabaert!!!

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 12.12.2008 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband