Verðlaunaþemu úr þemasamkeppni blog.is nú aðgengileg

Árni Torfason með verðlaunin ásamt fulltrúum Morgunblaðsins. Nýverið efndi mbl.is til hönnunarsamkeppni um flottasta þemað fyrir síður á bloggsvæðinu blog.is.

Fjölmargar tillögur bárust, en verðlaunin fyrir besta þemað voru Dell Latitude D520-fartölva frá EJS.

Sérstök dómnefnd mbl.is valdi svo besta þemað, en höfundur þess er Árni Torfason. Hans útlitsþema ásamt innsendingunum sem völdust í 2. og 3. sæti standa notendum blog.is til boða sem útlit frá og með deginum í dag. Fleiri þemu sem bárust munu svo bætast við á næstunni.

Til að velja þema fyrir blogg, er Velja þema við viðeigandi blogg valið á forsíðu stjórnborðsins. Verðlaunaþemun birtast undir flokknum Þemasamkeppni. Þemað hans Árna kallast hamstur.is

hamstur.is

hamstur.is 

Blíð er barnshöndin

Blíð er barnshöndin 

Fjallmyndarlegt 

Fjallmyndarlegt 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Frímannsdóttir

Flott. Þetta er akkurat það sem þarfnast!

Gaman væri að fá fleiri litaútgáfur af þessum þemum. 

Elín Frímannsdóttir, 6.12.2006 kl. 18:38

2 Smámynd: Elín Frímannsdóttir

Eitt enn. Hvernig virkar svo þetta html box ? :S Setur maður bara kóðann í þar sem sjálfgefið er NOTA BENE ?

Elín Frímannsdóttir, 6.12.2006 kl. 18:43

3 Smámynd: Elín Frímannsdóttir

Eitt annað. Getur fólk bara hlustað á tónlistarspilarann ef það er skráð inn :S

Elín Frímannsdóttir, 6.12.2006 kl. 20:18

4 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

Tónlistarspilarinn virkar sama hvort að þú sért skráð inn eða ekki.

En þarna, sá sem gerði "B-Þemað" myndi fá koss frá mér, ef að viðkomandi vill það yfirhöfuð annars, ef að það væri gerð 2 menu-a útgáfa af því, þ.a.s þar sem að hægt er að raða kubbunum báðu meginn við sjálft bloggið.

Einnig bara ef að einverjir svalir þarna úti nenna því að gera e-ð svona þemu með 2 valmyndum sitthvorumeginn sem er svo hægt að fínstilla bara i gegnum kerfið.

mad props annars fyrir þessa samkeppni, hefði stútað þessu ef að ég kynni staf í þessu kóðarugli :P

Ólafur N. Sigurðsson, 7.12.2006 kl. 09:09

5 Smámynd: Baldur Kristinsson

Elín: (1) Við höfum skilgreint þrjú stílbrigði með öðrum litum fyrir sigurþema Árna. Til að velja stílbrigði ferðu í Útlit => Þemastillingar í stjórnborðinu. Einnig eru til stílbrigði fyrir þemað Fjallmyndarlegt, þótt þau lúti einkum að hausmyndinni.
(2) Varðandi HTML-boxið, stofnarðu það á eftirfarandi hátt: þú velur Listar í stjórnborðinu, stofnar nýjan lista, velur gerðina HTML, setur fyrirsögn í reitinn Nafn og sjálft HTML-ið í reitinn Lýsing. Við vitum að þetta er mjög órökrétt en það stendur til bóta ...

Ólafur: Það eru reyndar til þemu með dálkum til beggja hliða: fótboltaþemun og Skólaþemað. Hið síðarnefnda er mjög stillanlegt, sjá t.d. gummisteingrims.blog.is. En við höfum þessa ósk auðvitað í huga þegar við bætum við nýjum þemum framvegis.

Baldur Kristinsson, 7.12.2006 kl. 11:13

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég var alveg 100% viss um að ég mundi vinna...   Skoðið bara og dæmið sjálf... Smellið hér!  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.12.2006 kl. 13:38

7 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

er einhver leið til að fá statistík um traffík á síðunni sinni? Það er ekki hægt að setja inn sjálfstæðan teljara, hvernig væri að útfæra modernus talninguna þannig að maður gæti séð hverjir vísa á mann.

Friðjón R. Friðjónsson, 8.12.2006 kl. 13:55

8 Smámynd: Ólafur Örn Nielsen

Sæll Friðjón,

Þetta er ekki mögulegt með núverandi teljarakerfi. Þú getur hins vegar sett inn sjálfstæðan teljara. Það gerirðu með því að fara í útlit og síðueiningar. Þar seturu inn svokallað notandaskilgreint HTML box. Til að setja inn efni í þetta box ferðu í listar og býrð til lista af HTML gerð. Þar myndirðu setja inn teljarakóða þeirrar þjónustu sem þú myndir kjósa að nýta þér.

Vona að þetta hjálpi þér.

Ólafur Örn Nielsen, 8.12.2006 kl. 14:00

9 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Takk en þetta var ákkúrat það sem ég gerði.

ég reyndi að setja inn google analytics en html einingin neitaði að taka það. Flestir þessara teljarakóða eru Javascript og ég sá ekki betur en að html-einingin ykkar neitaði að taka þessháttar dót.

Friðjón R. Friðjónsson, 12.12.2006 kl. 00:07

10 Smámynd: Ólafur Örn Nielsen

Sendu mér endilega kóðann á oli@mbl.is og ég skal kíkja betur á þetta.

Ólafur Örn Nielsen, 12.12.2006 kl. 09:43

11 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

Hvernig er það, verður skráarsýsl kerfi jólagjöfin okkar í ár? Væri alveg flott að geta farið í yfirlit yfir skrár hjár og svona.. :P


Getað sett skrár í möppur og svona, og svo þegar að maður velur "Bæta við skrá" í færslunum þá væri hægt að velja um að setja úr kerfinu eða setja beint úr tölvunni as usual.

Ólafur N. Sigurðsson, 14.12.2006 kl. 08:35

12 Smámynd: Guðmundur Hreiðarsson

Skráakerfi var aðventugjöfin í ár... Kíktu á Skrár í leiðarkerfi stjórnborðsins.

Guðmundur Hreiðarsson, 14.12.2006 kl. 08:41

13 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

Fatlað skráarkerfi þetta ;p Lög sem eru send inní tónlistarspilarann beint fara ekki í skráarkerfið.. + að þetta er einstaklega hrátt kerfi =p

Ólafur N. Sigurðsson, 16.12.2006 kl. 10:02

14 Smámynd: JEL

þetta skrárkerfi er nú bara ekki að virka neitt fyrir mig?  Afhverju get ég ekki sett neina skrá á netið?
[for i skrararstori - valdi nafn a möppu - browse-aði skránna - og smellti á aðgerðarhnappinn].  Fékk alltaf að líklegast skýringin væri plássleysi, en ég er með 43 MB frí!  Hvað er málið ?

JEL, 17.12.2006 kl. 18:17

15 identicon

Er í vandræðum með athugasemdirnar á blogginu mínu. Systir mín kvartaði við mig að hún gæti ekki kommentað því það kæmi alltaf "Villa í stjórnkerfinu" eða eitthvað álíka.  Ennfremur er ég ósátt við að fólk þurfi að skrifa netfangið sitt til að geta kommentað.  Hvernig er það, er eitthvað hægt að laga þetta???

Hildur Sif Helgadóttir (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 10:50

16 Smámynd: Guðmundur Hreiðarsson

Ekki kannast ég við þetta með villuna, en hitt get ég sagt þér, að hægt er að stilla hvort gestir þurfi að staðfesta athugasemdir. Stillinguna finnurðu undir Blogg > Stillingar > Óskráðir notendur.

Guðmundur Hreiðarsson, 18.12.2006 kl. 11:30

17 Smámynd: Elín Frímannsdóttir

ÉG FÉKK SPAMM Í GESTABÓKINA!!! ég er alveg að fara gráta!

Elín Frímannsdóttir, 19.12.2006 kl. 14:18

18 Smámynd: Ólafur Örn Nielsen

Sæl Elín,

Ekki get ég hjálpað þér við það síðarnefnda en við höfum tekið eftir spammi sem hefur verið að berast og grípum til viðeigandi ráðstafana vegna þessa. Vona að þú getir átt ánægjuleg jól þrátt fyrir þetta gífurlega áfall

Ólafur Örn Nielsen, 19.12.2006 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband