Breytingar á fréttabloggi
Mánudagur, 22. desember 2008
Frá og með 1. janúar næstkomandi verður einungis hægt að blogga um fréttir á mbl.is ef fullt nafn bloggara birtist á bloggsíðu hans. Bloggarar geta eftir sem áður bloggað undir stutt- eða gælunafni, en fullt nafn viðkomandi þarf að koma fram á höfundarsíðu til þess að möguleikinn að blogga um fréttir sé til staðar.
Sú breyting verður einnig á að blogg þeirra sem ekki eru með fullt nafn sýnilegt á höfundarsíðu mun ekki birtast á forsíðu blog.is eða á öðrum síðum mbl.is.
Þessi breyting er að ákvörðun ritstjórnar mbl.is, en einnig hafa borist tilmæli frá talsmanni neytenda. Á næstunni verður sendur póstur til bloggara með leiðbeiningum hvernig þeir geta birt fullt nafn á höfundarsíðu bloggsins. Langstærstur hluti bloggara birtir þegar nafn sitt og því hefur þetta áhrif á lítinn hluta bloggara.
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
Meiri vitleysan.
ThoR-E, 22.12.2008 kl. 15:15
Takk fyrir góðar breytingar.
Gleðileg jól til ykkar.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.12.2008 kl. 15:16
Þetta er góð ráðstöfun og vitræn. Nú kannski breytist bloggið hér úr skítkasti í vitræna umræðu. Takk fyrir þetta.
Bjarni Dagur Jonsson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 15:21
Flott hjá ykkur.. Gleðilega jólahátíð og farsæla breytingu..
Kveðja
Sigríður B Svavarsdóttir, 22.12.2008 kl. 16:04
Loksins.
Takk fyrir það.
Þröstur Unnar, 22.12.2008 kl. 16:06
Þetta skrifaði væntanlega Kerfiskur Bloggar Morgunblaðsson, eða hvað?
Höskuldur Búi Jónsson, 22.12.2008 kl. 16:10
Líst vel á þetta. Leiðinlegt þegar einstaklingar koma með skítkast þegar á við um persónulegar fréttir og geta ekki einu sinni staðið undir nafni.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.12.2008 kl. 16:14
Þetta er tímabær aðgerð. Það er engum greiði gerður með að birta illa grundaðar athugasemdir, sem eru fullar af gífuryrðum, síst af öllum höfundunum sjálfum. Nokkrir bloggarar hafa takmarkað eða lokað á birtingu athugasemda, ekki vegna þess að þeir séu ósammála því sem sagt er, heldur miklu frekar HVERNIG það er sagt. Hafið heila þökk fyrir þessa UMHVERFISVERND! Gleðileg jól!
Flosi Kristjánsson, 22.12.2008 kl. 16:30
Þótt fyrr hefði verið. Satt best að segja hefur á stundum verið gengið fram a manni með ruddaskap, gífuryrðum og hreinum ósannindum um menn og málefni. Einhverjir eiga ugglaust eftir að kalla þetta ritskoðun og forsjárhyggju og allt það, - en er ekki bara allt í lagi að menn beri ábyrgð á því sem þeir bera á borð fyrir aðra.
Haukur Már Haraldsson, 22.12.2008 kl. 16:35
Þótt fyrr hefði verið. Satt best að segja hefur á stundum verið gengið fram af manni með ruddaskap, gífuryrðum og hreinum ósannindum um menn og málefni. Einhverjir eiga ugglaust eftir að kalla þetta ritskoðun og forsjárhyggju og allt það, - en er ekki bara allt í lagi að menn beri ábyrgð á því sem þeir bera á borð fyrir aðra.
Haukur Már Haraldsson, 22.12.2008 kl. 16:37
Þetta líst mér vel á.
Gleðileg jól.
Brúnkolla (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 16:50
En hvað með þá sem eru ekki með skítkast? Afhverju á þetta að bitna á þeim?
Það hlýtur að vera hægt að loka bara á þá sem eru að brjóta reglur blog.is eða eru með skítkast og leiðindi.
Þetta er hreinlega fáránlegt.
ThoR-E, 22.12.2008 kl. 16:51
sjálfsagt mál - Gleðileg Jól
Jón Snæbjörnsson, 22.12.2008 kl. 16:51
það mátti svo sem búast við þessu. Ritskoðun og svo skráning á bloggurum sem ekki eru með rétta bloggið eða réttu skoðunina. Farið til fjandans!
Nafnlaus Eyjólfur Jónsson
Eyjólfur Jónsson, 22.12.2008 kl. 17:00
Okey þetta er í lagi mín vegna :)
Ari Jósepsson, 22.12.2008 kl. 17:12
Takk fyrir þetta. Mjög góð breyting sem ég styð heilshugar.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 17:20
Þetta hlýtur að krefjast að öll blogginnlegg séu skráð á nafnnúmer ef nöfn eiga að passa við persónu. Eru þetta þá ekki persónu njósnir? Er þetta löglegt?
Hér er Morgunblaðið að stíga mörg skref afturábak að mínu mati.
Hér tek ég undir með m.a. Jóni Frímann og fleirum
Gunnar Rögnvaldsson, 22.12.2008 kl. 17:21
Kærar þakkir.
Þið standið vaktina vel.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.12.2008 kl. 17:21
Það geta verið margar ástæður fyrir því að fólk skrifi ekki undir fullu nafni. Fólk hefur verið gagnrýnt mikið og jafnvel misst vinnu vegna skoðanna sinna.
Fólk sem hefur skrifað undir fullu nafni hefur margoft orðið fyrir aðkast, jafnvel hringt heim til fólks á nóttunni og verið með leiðindi ... bara út af því að fólk hefur aðra skoðun.
Að verið sé að hefta fólk í að setja fram skoðanir sínar á fréttum.. á bloggi sínu er ámælisvert.
Eigi moggabloggið skömm fyrir!
ThoR-E, 22.12.2008 kl. 17:27
Það er auðvitað ömurlegt að búa í samfélagi þar sem fólk telur sig þurfa að fela nöfn sín. Nafnlausa bloggið veitti umtalsvert meira aðhald en þeir sem hafa bloggað undir nafni. Ekki spurning.
En það á að rækta betra samfélag og blogg undir nafni er því líklega réttara en nafnlaust þó við þurfum að búa við þennan ótta um hefndir og misgerðir.
Sigurður Sigurðsson, 22.12.2008 kl. 17:28
Þetta er tvíeggja sverð og biturt. Vissulega er gott að vita hver er að tjá sig um ýmis mál... en þetta skerðir tjáningarmöguleika þeirra sem vilja af ýmsum ástæðum ekki koma fram undir nafni af þeim ástæðum að skoðanir þeirra eru ekki algengar/vinsælar...
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.12.2008 kl. 17:39
er þá hægt að fara fram á það við fréttamenn mbl.is að vanda skrif sín svo sæmileg séu?
í frétt dagsins um andlát frú Halldóru Eldjárn vantar inn orð í setningu og nafn hennar er rangt ritað á einum stað í fréttinni (eldjárn með lágstaf).
skammist ykkar og reynið að vanda ykkur, eru þið ekki skólagengin?
doddý, 22.12.2008 kl. 18:07
Er þessum lögum persónulega beitt gegn mér?
Offari, 22.12.2008 kl. 18:20
Kloxtros: Já.
Meiri vitleysan!
ThoR-E, 22.12.2008 kl. 18:23
Jón Frímann, Ace o.fl.: Mér sýnist menn rugla saman orðunum ritstýring og ritskoðun. Ritsjórn mbl.is hlýtur að ráða því að öllu leyti hvað birtist á vef mbl.is. Í því felst engin ritskoðun. Þetta er í raun sambærilegt og að ásaka dagblað fyrir að neita að birta nafnlausar greinar.
Bloggarar geta bloggað nafnlaust sem þeim sýnist á eigin bloggsíðum og enginn amast við því svo framarlega sem þeir halda almenna skilmála bloggsins og hlíta landslögum. Þegar kemur að því að birta úrdrátt úr bloggi á síðum mbl.is eða fréttatengingar horfir málið öðruvísi við.
Enn og aftur: Menn mega blogga nafnlaust eins og þeim sýnist en erfitt að sjá hvers vegna þeir ættu að eiga kröfu til þess að bloggfærslur þeirra birtust á mbl.is.
Gunnar Rögnvaldsson: Af ofangreindu sérðu væntanlega að ekki er verið að skerða rétt bloggara til að blogga nafnlaust á sínum síðum sýnist þeim svo. Hvað athugasemd um nafnnúmer (kennitölu) varðar þá er gerð krafa til þess að allir bloggarar skrái síðu á sína kennitölu (eða fyrirtækis síns eftir því sem við á) og hefur alltaf verið svo.
Tinna Jónsdóttir: Þú getur áfram bloggað sem Tinna Jónsdóttir, eða T. Jónsd. ef þér sýndist sem svo, en á höfundarsíðu þinni væri hægt að sjá fullt nafn þitt eins og það kemur fyrir í þjóðskrá, þ.e. ef þú vilt birta það og geta bloggað um fréttir og sjást í bloggflokkum.
Sigurður Sigurðsson, J. Einar Valur Bjarnason Maack o.fl.: Eins og getið er eru ekki settar skorður við því sem menn gera á sínum bloggsíðum (nema með þeim takmörkunum sem felast í skilmálunum) og því ljóst að þar geta menn haldi fram skoðunum sínum hverjar sem vinsældir þeirra skoðana eru.
Offari: Nei.
Kloxtros: Já.
Árni Matthíasson , 22.12.2008 kl. 18:34
Ég veit það að ef ég fer undir fullt nafn þá mun ég fá nokkra aðila inn með skítkast og fá fullt af persónuárásum og mun þurfa að loka á athugasemdir.
Ef aðili er með persónuárásir og fer oft yfir öll mörk þá á að loka á þá en ekki alla sem eru nafnlausir.
.
Skattborgari, 22.12.2008 kl. 18:43
Skattborgari: Það verður ekki lokað á þig sem bloggara, þú getur bloggað að vild sem Skattborgari, en ef þú ætlar að blogga um fréttir þá verður það að vera undir nafni.
Árni Matthíasson , 22.12.2008 kl. 18:50
Frábært og löngu kominn tími á að loka á huglausa hælbíta bloggsins. Óhamin skrif sumara nafnleysingjanna hér hafa sett óorð á bloggið.
Svona svipað og rónar sem koma óorði á brennivínið.
Sveinn Ingi Lýðsson, 22.12.2008 kl. 19:48
Erum við sem komum fram nafnlaus eitthvað fyrir hinum sem koma fram undir nafni? Á allt í einu að láta okkur nafnlausu sem viljum ekki koma fram undir nafni breytast í ósýnilegu huldubloggarana af því að blogg frá þeim sem koma fram undir leyninafni fær ekki lengur að vera með hinum sem koma fram undir nafni, þetta finnst mér alls ekki nógu gott mál. Þetta kalla ég bara fordóma og ekkert annað.
The Comic's man, 22.12.2008 kl. 20:03
The Comic's man: Fólk bloggar undir nafnleysi af ýmsum orsökum og getur gert það áfram. Mér vitanlega felst engin mismunun í þvi að leyfa fólki ekki að birta hvað sem er nafnlaust. Þykir þér óeðlilegt að dagblað hafni birtingu nafnlausrar greinar?
Nöldrari: Það er ekkert því til fyristöðu að þú haldir áfram að blogga um fréttir eða hvaðeina sem þig langar án þess að gefa upp nafn. Til að mynda um "miðstýrða-ritstýringarkjaftæði moggans". Það verður þó ekki birt á mbl.is nema þú bloggir undir nafni.
Árni Matthíasson , 22.12.2008 kl. 20:17
Mér finnst þetta slæmt. Ég hef ekki skilið þessa umræðu undanfarið um nafnlausa bloggara. Eins og einhver benti hér á þá eru aðgangarnir hér tengdir við kennitölur þannig að ef um er að ræða einstaklinga sem fara offari í málflutningi er lítið mál að kæra þá (ef kæruefni er).
Ástæðan fyrir því að ég kem ekki fram undir fullu nafni er einföld. Ykkur kemur bara ekkert við hvað pabbi minn heitir .
Axel Þór Kolbeinsson, 22.12.2008 kl. 20:20
Ég skil ekki hverra hagsmuna er verið að þjóna með þessu. Mér leiðist reyndar að það skuli ekki allir blogga undir nafni en skil jafnframt að það geti verið góðar og gildar ástæður fyrir því.
En ég skil ekki af hverju þið eruð að þessu
Heiða B. Heiðars, 22.12.2008 kl. 20:49
Þykir þér óeðlilegt að dagblað hafni birtingu nafnlausrar greinar? Nei að sjálfsögðu ekki. Hinsvegar finnst mér það frekar hart af þeim að útiloka blogg frá bloggurum sem vilja frekar koma fram undir nikki en ekki undir fulli nafni á forsíðuna. Maður lítur bara á sig núna sem bráðverandi fordæmdan útlaga af því að maður fær ekki lengur að vera með á forsíðunni með sitt blogg. Maður er dæmdur hér úrhrak af því að ég kýs að koma fram undir nikki. Bara andskotans fasista rugl segi ég bara um þetta. Þetta mun fækka bara bloggurum hér. Annars er mér alveg sama um þetta enda er ég ekki hér fyrir athyglina.
The Comic's man, 22.12.2008 kl. 21:00
Algjörlega sammála Hinu vitiborna manni.
Athugasemd 37 og sá sem hana ritar, virðist vera sjálfskipaður siðapostuli bloggsins.
Þvílíkur brandarakall!
ThoR-E, 22.12.2008 kl. 21:02
Af hverju ekki að loka bara alveg fyrir að hægt sé að blogga um fréttir því að það er svo mikið sem kemur þeim ekkert við sem er tengt við þær?
Það er fullt af bloggurum sem eru undir nafni sem eru líka með árásir og eru margir verri en þeir sem eru nafnlausir á ekki að loka á þá líka sem eru undir nafni að blogga við fréttir?
Ég get ekki séð að það skipti neinu máli hvort sá sem les blogg viti hver skrifaði það svo lengi sem það er hægt að finna það út ef þörf krefur til að draga þann sem skrifaði færsluna til ábyrgðar fyrir persónuárás eða lögbrot sem er hægt að gera við alla sem eru nafnlausir því að það þarf að skrá sig inn með kennitölu.
Það eru mörg dæmi um að bloggurum hafi verið hótað og að það hafi verið hringt heim til þeirra um miðja nótt. Margir sem eru nafnlausir vilja ekki fá hótanir útaf sínum skoðunum eða geta ekki komið fram.
Mig langar að benda á grein sem ég skrifaði um hvort ég ætti að koma fram undir nafni eða ekki og fékk góða umræðu. Langar sérstaklega að benda á kommennt 16.9.2008 kl. 00:11 sem góða ástæðu þess að vera undir ekki undir nafni.
Eitt enn hvaða máli skiptir það hvort ég er undir nafni ef ég er ekki að gera persónuárásir eða með önnur leiðindi???
Ps Árni á ég ekki sama rétt og þú til að koma mínum skoðunum á framfæri og sjást á listum bloggsins?
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 22.12.2008 kl. 21:06
Líst vel á þetta hjá stjórnendum blog.is. Eðlilegt að þeir sem vilja vera virkir í þjóðmálaumræðunni við að skrifa hér noti nafnið sitt. Lágmarkskrafa eiginlega.
Stefán Friðrik Stefánsson, 22.12.2008 kl. 21:29
Nú er hætt við að margir góðir bloggarar láti sig hverfa. Mér finnst það miður ef þetta er eina færa leiðin til að stýra alla svæsnustu skrifunum héðan út.
Anna, 22.12.2008 kl. 21:37
Það er fullt af bloggurum sem fara yfir kommentin áður en þau birtast. Ég var hvorki sá fyrsti né síðasti sem ákvað það. Það er ekkert að því. Hver og einn ber ábyrgð á sínu bloggi og setur því reglur.
Stefán Friðrik Stefánsson, 22.12.2008 kl. 21:40
Það er rétt að mjög margir ritskoða athugasemdir hjá sér og flestir sem gera það eru undir nafni. Það bíður upp á misnotkun og á ekki að banna þeim sem sem stunda það að ritskoða athugasemdir hjá sér eða banna athugasemdir að blogga við fréttir alveg eins og þeir sem eru nafnlausir? Það mun hafa áhrif á lítinn hluta blogg heims að gera það alveg eins og það að loka á þá sem eru ekki undir nafni.
Ég tel að það eigi ekki að loka á neinn nema aðili sé búinn að gerast brotlegur ítrekað og fá viðvaranir.
Skattborgari, 22.12.2008 kl. 22:28
Frábært framtak hjá ykkur.
Gleðileg jól.
Anna Guðný , 22.12.2008 kl. 22:49
Gott mál! Löngu tími til kominn. Óska ykkur öllum á Mbl. gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Jólakveðja frá Prag.
Ía Jóhannsdóttir, 22.12.2008 kl. 23:23
Brynja Dan bloggaðir þú ekki lengi undir nafninu Lotta þar sem það kom ekkert nafn fram? Þú mátt ekki blogga við fréttir nema fullt nafn komi fram.
Ég ætla að segja upp áskriftinni að morgunblaðinu á Morgun í mótmælaskyni.
Skattborgari, 22.12.2008 kl. 23:28
Dálítið merkilegt að menn komist upp með alls kyns óþverrahátt, lygar og öfga undir nafni en menn sem halda sig innan við strikið séu gerðir útlægir.
LM, 22.12.2008 kl. 23:31
Ok, þá er ég hættur að blogga hér með ... gleðileg jól samt!
Tiger, 22.12.2008 kl. 23:33
Hinn Viti Borni Maður eini munurinn á þeim og okkur er að það er hægt að skoða persónuna á bakvið tölvuna ef einhver vill gera það.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 22.12.2008 kl. 23:38
Gæti ekki verið meira sama
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 22.12.2008 kl. 23:39
Hinn Viti Borni Maður það er til nóg af fólki sem vill vita við hvern það vill tala og maður vill ekki að margir þeirra viti hver maður er.
Ég hef ekki áhuga á að googla þá sem eru að blogga en það er fullt af fólki sem gerir það og mörg dæmi um hótanir og ónæði frá aðilum sem eru ósáttir við bloggfærslur frá einhverjum.
Skattborgari, 22.12.2008 kl. 23:50
það þarf líka að bjóða uppá nafnlaust blogg þar sem menn geta komið mikilvægum upplýsingum á framfæri
Jón (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 01:10
Verða þá ekki allar fréttir á MBL skrifaðar undir nafni hér eftir????
(IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 01:13
Þessi aðgerð blog.is er að mínu mati bara enn eitt einkennið á hræðsluparanoju í þjóðfélaginu. Verið er að sigta út einhvern markhóp, "aumingja," sem í raun minnst getur varið sig, þ.e. þann með einstaklingum sem kjósa að skrifa undir nikki. Þessi hópur er, af misvitrum einstaklingum, útmálaður sem Grýla. "Aumingjar" eins og foreldrar, aldraðir, fatlaðir, venjulegar einstæðar mæður, piparsveinar, vinnandi almúgi. Fólk.
Í raun er ráðist er á garðinn þar sem hann er lægstur og viðkvæmastur. Undirförlar sálir hafa undanfarin ár verið að níðast á þessum hóp netheima með ósanngjörnum uppnefningum, enda virðist létt að valta svívirðingunum án endurgjalds. Jónína Ben og nú síðast fáránleikaviðtal á útvarpi Sögu við Ástþór forsetaframbjóðanda sem maður hefur heyrt að er með "nafnleysingjavefsíðu."
Margir hafa tekið þátt í þessum fordómum og svo eru aðrir á nákvæmlega SÖMU BYLGJULENGD sem fela sig á bakvið nikk og spúa eitri. Í raun eru þessir tveir hópar í sömu sæng, og nú hefur annar armurinn fengið að ráða.
Paranojan náði fljótt þeim einkennum að menn hafa sig ekki fram úr annars ágætum innleggjum af því þeir vita ekki HVERRA MANNA var að skrifa og skildu ekki UM HVAÐ var verið að skrifa. Innihaldið skipti ekki máli. Svo sem dæmigert fyrir almennt innihaldsleysi í umræðu í þjóðfélaginu, klíkuskap og hnífsstungur í bök. Þeim sem eru á kant við kerfið er ýtt niður. En þegar upp er staðið er nafnleynd í skrifum afar mikilvæg lýðræðinu, sérstaklega þegar þjóðfélag er eins lítið og á Íslandi. Nikkið hlífir sjálfsagt starfsöryggi margra, enda oft bannað að vera með "ákveðnar skoðanir."
Gagnrýni á blogg og fréttir er afar mikilvæg og í raun hefur "nafnleysið" verið óspart notað til að stoppa af gagnrýni sem á kannski fullann rétt á sér. Það er t.a.m. ekki nafnleysingjum að kenna að mbl fréttir hafa lengi ekki verið til fyrirmyndar annars ágætu blaði sem morgunblaðið hefur verið. Þó grunar mig að umsjónarmenn þykist sjá tengsl þar sem bara er sögusögnin um Grýlu.
Ég er alveg sammála því að það eigi að benda orðljótum og meinyrðabloggurum á að stilla málfari í hóf, en þeir eru jú óvart hvort tveggja undir nikki og undir fullu nafni(!). Það ætti jafnvel að senda aðvaranir sem eftir einhver skipti þýðir stigmagnaða útilokun.
Ef eina sökin er sú að skrifa undir nikki, þá kallast það réttu nafni útSKÚFUN. Ef blog.is á að halda faglegu andliti, þá þarf ritstýring að fara fram, og þá með varfærnum hætti. Ekki stórkarlalegum og blindum eins og þessi aðgerð tvímælalaust er. En ef fé og tíma skortir í að fara yfir gæði fréttagreina, þá má s.s. ekki búast við að til verði fagleg ritstjórn á bloggið.
En það er bara óvart þar sem hundurinn er grafinn.
Nú hugsa ég mitt mál hvort þetta sé nokkuð vettvangur sem maður nennir á annað borð að eyða púðri. Forsíða bloggsins á t.a.m. að vera mun vandaðra samansafn greina þó eitt og eitt ágætt virðist slæðast þar inn. Klíkuskapurinn stjórnar þar að einhverju leyti.
Ólafur Þórðarson, 23.12.2008 kl. 04:19
Og svo er þessi ákvörðun kynnt af "Umsjónarmönnum blog.is".
Á maður að taka mark á mönnum sem tillkynna svona í skjóli nafnlendar...?
Einar Jón, 23.12.2008 kl. 04:53
Mig langar að leiðrétta þann misskilning sem virðist uppi hjá sumum um að ekki verði lengur leyft að blogga nafnlaust á blog.is. Það eina sem verið er að fara fram á er að þeir sem blogga vilja um fréttir verði að gefa upp nafn sitt á bloggsíðunni. Semsagt:
<b>Allir</b> geta bloggað nafnlausir á blog.is svo framarlega sem þeir halda almenna skilmála.
Þeir sem blogga ekki undir nafni geta ekki bloggað um fréttir.
Árni Matthíasson , 23.12.2008 kl. 08:41
Þvílíkt kommúnistarugl er þetta nú. Ma ma ma mar bara áttar sig ekki á þessu.
Eru þetta ekki hrein mannréttindabrot?
Er vægast sagt hissa á þessari kommúnistastefnu mbl.is
Bó, 23.12.2008 kl. 11:35
Og blogga ég ekki undir nafni og mynd?
Það koma allar upplýsingar fram um mig í höfundarupplýsingum svo ég blogga undir fullu nafni þó svo ég noti aðeins styttingu í undirskrift.
Jack Daniel's, 23.12.2008 kl. 12:35
Árni:
Nafnlausir geta hvorki bloggað við fréttir eða birst á blog.is eða mbl.is
Semsagt það er verið að einangra nafnlausa bloggara þannig að þeir geta ekki komið síðu sinni á framfæri.
Það er ekki í lagi.
Takk fyrir góða jólagjöf blog.is og já.... talsmaður neytenda!
ThoR-E, 23.12.2008 kl. 12:46
So long, and thanks for all the fish
einhvur, 23.12.2008 kl. 13:24
Hrafnkell: Þetta hefur engar breytingar í för með sér fyrir þig nema að því leyti að birting á nafni á höfundarsíðum verður samræmd. Þú getur því áfram bloggað sem "Jack Daniel's", en vilji fólk fá að vita hver þú ert getur það fundið það undir höfundarupplýsingunum.
Árni Matthíasson , 23.12.2008 kl. 13:35
Algerlega sammála 89.
Þetta er það sem ég var að reyna að segja aðeins ofar
Bó, 23.12.2008 kl. 13:57
Nafnlausir bloggarar kunna að hafa sínar ástæður fyrir nafnleysi sínu. Ég var til dæmis að lesa blogg frá einum nafnlausum um baráttumál samkynhneigðra. Ég var fljótur að dæma manninn samkynhneigðan þótt ég hafi enga hugmynd um kynhneigð hans. Sum mál eru einfaldlega þannig að nafnleysið er nauðsynlegt. Nýlegt dæmi er Reynir Traustason sem neyddist einhverra hluta vegna að birta ekki frétt vegna kúgunar. Skuldugir menn meiga ekki segja eitthvað neikvætt um bankann af ótta við að bankinn gjaldfelli skuldina.
Ég tel að þessar reglur séu nákvæmlega sama óréttlætið og þegar heil þjóð var dæmd fyrir gjörðir nokra óreiðumanna.
Offari, 23.12.2008 kl. 14:14
Ja hérna. Aldrei hefði ég getað ímyndað mér svona mikla óánægju með þetta fyrirhugaða fyrirkomulag. Ég er nú enn þeirrar skoðunar að það sé hið besta mál og eigi eftir að gera bloggið okkar skilmerkilegra sem og skemmtilegra. En ég er alveg til í að hlusta á rök fyrir því hvers vegna þetta muni verða til vansa. Ég hef nú ekki nennt að stauta mig í gegnum 100. komment þar sem flestir sem eru á móti þessu eru að blóta umsjónarmönnum í sand og ösku og oft án þess að koma með skilmerkileg rök. Ég væri því þakklátur ef einhver gæti komið með rök í stuttu máli á kurteisilegan hátt sem gætu mögulega fengið mig til að skipta um skoðun.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 14:37
Sigurður þau rök sem ég get gefið þér fyrir að menn fái að segja sínar skoðanir hér nafnlaust eru einfaldlega að fólk er hrætt. Bróðir minn var rekinn úr starfi fyrir að biðja einn ráðherra ríkisstjórnarinnar um að vera skýrari í afstöðu sinni gagnvart vissu málefni. Ég tel að líklega væri hann ennþá í því starfi ef beiðnin hefði verið nafnlaus.
Samkynhneygðir búa enn við fordóma meiga þeir ekki segja sínar skoðanir án þess að þurfa að berjast við kynvilluhatarana. Nafnlausir eru ekki endilega siðlausir bloggarar sem láta allt flakka í skjóli nafnleyndar, Þótt sumir láti þannig. Ég er einfaldlega feiminn að tjá mig undir réttu nafni en Þið þaggið aldrei Offarann.
Offari, 23.12.2008 kl. 15:02
Árni umsjónarmaður!!,
þú ert ekki búin að svara spuringnu minni, verða þá ekki allar fréttir og ritað mál á MBL skrifaðar undir nafni hér eftir ????????????
(IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 15:32
Þeir sem samþykkja þetta eru einfaldlega aular... en ég skal samt óska ykkur gleðilegra jóla.
Munið bara að nafnlaus blogg hafa gert óendanlega mikið gang erlendis... þar sem glæpamenn í stjórnsýslu og á öðrum stöðum hafa einmitt verið nappaðir vegna uppljóstrana nafnlausra bloggara.
Hér er bara enn eitt skrefið stigið til þess að hefta íslenska alþýðu.
Þeir sem sjá þetta ekki eru einfaldlega blindir... og vanþroska
DoctorE (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 16:15
Já og mbl ver glæpamann eins og páfann, helsta bandamann barnaníðings presta, það má ekki blogga við þá frétt ha.
Annars er ég hættur 1. jan og skora á alla sem hafa snefil af sjálfsvirðingu að gera slíkt hið sama.
Munið mbl er xD... þeir eru bara að passa flokkinn sinn og drulla yfir lýðræði
PEace
DoctorE (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 16:17
Þetta með nöfnin finnst mér nú svo sem allt í lagi. Ég hef getað og mun segja mínar skoðanir undir mínu nafni enda er ég maður að standa fyrir þeim. Sé einhver svo vitlaus að synja mér um vinnu, þjónustu eða annað sökum skoðana minna, þá vorkenni ég bara þeim einstaklingi eða félagasamtökum sem gera það, því þá eru þau hreinlega rotin og vita það sjálf og verða því að eiga það við sig sjálf. Maður fær alltaf eins og maður sáir...eða ég trúi því.
Hins vegar finnst mér leitt að Morgunblaðið treystir ekki almenningi til að blogga um allar fréttir, því það er greinilegt að suma hluti má EKKI tala um. Bendi á grein í dag 23. des um að Páfi varar við sam-og tvíkynhneigð. HNEISA. Af hverju ?
Eldur Ísidór, 23.12.2008 kl. 16:35
Ritskoðun eykst alltaf á erfiðum tímum.
SK (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 17:04
Það er ekkert gefið að maður uppskeri eins og maður sái og skoðanir eru misvel séðar. Það væri eðlilegast að mbl leyfi komment á fréttir frekar en þessi blogg svona eins og tíðkast. Það að leyfa ákveðnum hópum að hafa skoðanir frekar en öðrum er mismunun. Af hverju er ekki bara birt á netinu hvaða flokka maður kýs úrþví menn ætla þessa leið?
Skoðanir eiga rétt á sér sama hver á þær og hvort hann kýs að koma fram undir nafni.
Spurning um að sniðganga mbl, þetta eru hvorteðer allt old news....
Og já sammála því að staksteinar séu skrifaðir undir nafni! Afturhaldssjálftökupakk....
Kommentarinn, 23.12.2008 kl. 17:15
Sigurður Eðvald: þú ert ekki að skilja að hér er verið að taka réttindi af fólki...þú ert ekki að skilja að fólk getur haft margar og misjafnar ástæður fyrir að blogga með alias.
Það geta verið málaflokkar.. .eða jafnvel heilsuvandamál... mbl ætlar að minnka frelsi fólks, það er bottom lænið... óafsakanlegt með öllu.
mbl mun í sögunni fá stimpil á sig sem blaðið sem heftir tjáningu, blaðið sem kom á kínverskri ritskoðun á íslandi.
Face it
DoctorE (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 18:38
Þetta er tímabær ákvörðun. Gott hjá ykkur Moggamenn.
Haraldur Bjarnason, 23.12.2008 kl. 18:58
Haraldur Sveitasímagaur hefur talað
DoctorE (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 19:59
Mér finnst nú alveg óþarfi að gera lítið úr því fólki sem vill og telur það réttlætismál að skrifa undir nafni, ég persónulega tek ekki mikið mark á nafnlausum, en tel að það eigi að vera val eftir sem áður. Því í einstaka tilfellum getur það átt rétt á sér. Það er hins vegar í fæstum tilfellum hér á blogginu sem svo háttar til.
En svona comment í niðrandi tón og skítkasti er bara til að hjálpa þeim moggamönnum eins og t.d DoctorE, þú ert akkúrrat að sína þá hlið sem verið er að finna að með þínum málfluttningi gæskur. Ég get skilið að fjúki í menn einstaka sinnum, og geri og segi eitthvað í bríeríi og fljótfærni, en þú talar niður til fólks hér nánast í hverri færslu, sem er ekki að hjálpa málstað þínum.
Og svo vil ég benda þér á DoctorE , að synir mínir eru svo til blindir og þeir tveir þeirra sem aldur hafa til, skilja þetta ágætlega, svo vinsamlegast blandaðu ekki svona málflutningi í þetta mál.
Að lokum óska ég ykkur gleðilegra jóla með von um farsæld á komandi ári.
(IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 20:56
Þetta er nú meira bullið. Ég hef t.d. bloggað um afar heitt umræðuefni þar sem eitthvert mesta ofstopafólkið leynist og ég hef akkúrat engann áhuga á að þetta fólk viti hver ég er. En þar fyrir utan að þá hefur mér sýnst mbl fólk vera undir þeim hatti líka, en það sýnir sig best með blogg-banninu á fréttina um páfann.
Gaman væri að fá einhver málefnaleg rök fyrir þessari ákvörðun aðrar en þær að þetta hafi bara verið ákveðið. Hefur verið gerð einhver marktæk könnun á því hvort nafnlausir hafi hagað sér verr á blogginu en aðrir?
Þetta eru ekkert annað en fasistatilburðir með tilheyrandi valdníðslu og yfirgangsemi.
Annars segi ég bara bless frá og með 1. jan.
Reputo, 23.12.2008 kl. 21:48
Er betra að taka afstöðu til skoðanna og viðhorfa sem hægt er að hengja á andlit sem maður veit fyrir hvað stendur. Eða geta skoðanir og viðhorf án andlits verði frelsandi, því þá þarf hver og einn að móta sér sína eigin afstöðu án forgjafarinnar sem felst í að þekkja til andlitsins?
Skítkast og ómálefnaleg umræða dæmir sig sjálf úr leik, hvort sem er undir nafni eða nafnlaus.
Kiddi (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 22:21
Tek undir með Doctor E og Hippó, Reputo, Jóni Frímanni... og fleirum.
Engin rök hafa borist um málið. Og hvað kemur það talsmanni neytenda við hvort fólk bloggi nafnlaust og tengi við fréttir.
Enn það rugl.
ThoR-E, 23.12.2008 kl. 22:21
Moggamenn eru EKKERT að takmarka það sem maður getur sagt eða gert á blogginu sínu eða í athugasemdum við bloggfærslur. Þar getur maður verið nafnlaus eftir sem áður. Hins vegar eru þeir að setja þeim ákveðin skilyrði sem vilja skjóta inn efni á mbl.is (sem nota bene er allt annar vefur og af öðru tagi en blog.is), og þá sérstaklega í formi bloggathugasemda við fréttir. Er það ritskoðun? Mér finnst það ekki. Ef maður skilgreinir ritskoðun þannig að slíkt falli undir það hugtak, þá myndi maður t.d. líka telja það ritskoðun ef einhver bloggari stillir bloggið sitt þannig að einungis skráðir notendur megi skrifa athugasemdir við bloggfærslur hans. Ekki sé ég ykkur hrauna yfir þá fjölmörgu bloggara sem hafa gert það?
Algerlega nafnlaus, enda froðufellandi af bræði eins og svo margir aðrir hér ;-) (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 00:34
Ég last snöggt yfir þessi comment og sé að eitt mikilvægt atriði kemur ekki fram.
Lén: blog.is
Nafn rétthafa: Árvakur hf
Sjáið hvernig rétthafi er skráður "Árvakur hf" en ekki "moggabloggarar"..
Árvakur HF á þetta lén og þar af leiðandi allt sem birtist á því og ef þeir vilja gera breytingu á kerfinu þá þurfa þeir ekkert að svara fyrir eitt né neitt eða þess vegna gefið upp ástæðu fyrir breytingum.
Við eigum ekki moggabloggið, við getum ekki ákvarðar eitt né neitt um það, Við erum að nota kerfi sem Árvakur á og rekur og við höfum auk þess samþykkt skilmála um notkun á kerfinu.
Persónulega er ég sáttur við þessa breytingu og vona svo innilega að Árvakur kuggni ekki undir "álaginu" og hætti við þetta.
Jóhannes H. Laxdal, 24.12.2008 kl. 03:45
Ég held að nú verði engin jól hjá nafnleysingjunum.
Már Högnason (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 08:27
Hvort sem menn eru nafnlausir út á við eður ei, þá eru þeir skráðir fullu nafni hjá blog.is. Allir lúta bloggarar reglum um velsæmi og og standa og falla með því. Þessar hömlur eru hrein fordæming og mismunun og getur ekki staðist lög.
Nú krefst ég þess að vita hver þessi fulltrúi neytenda er og hvaðan hann hefur umboð sitt. Ég krefst einnig að fá rökstuddar lagalegar forsendur og ekki síst ástæður þessara aðgerða. ´Þetta getur ekki átt sé hliðstæðu í lýðræðislöndum, enda augljóst mannréttindabrot.
Fólk hefur margar ástæður fyrir nafnleysi. Atvinnuöryggi, skoðanakúgun í frændgarði eða á vinnustað. Hvað eruð þið að pæla?
Er hægt að fá lista yfir hverjir sitja í í ritstjórn blog.is? Er hægt að fá að vita hvaðan krafa um þessar aðgerðir kemur í raun og veru og hver ástæða hennar er? Hvaða atvik hafa kallað á þetta, sem almennar reglur hafa ekki getað náð yfir? Hvers vegna líðst nafnlausum ekki að blogga um fréttir? Hvaða fordæmi knýja ykkur til þess að setja þessar skorður á málfrelsi?
Þið eruð sveimér á hálum ís hérna hjá blog.is.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.12.2008 kl. 08:41
Erlendis eru menn jafnvel hvattir til þess að blogga nafnlaust, sérstaklega ef þeir snerta á viðkvæmum málum eins og trúmálum.
Við vitum öll hversu steiktir trúaðir geta verið
Ég skil þigekki Sigurlaug... ef ég segi að einhver se sveitasímagaur, er það megamóðgun... það er bara sannleikurinn um menn sem villja vita allt um alla... það eru sveitasímagaurar
DoctorE (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 10:02
Þetta eru skilmálar sem ég hef á mínu bloggi.
Ég er hjarnanlega sammála MBL að taka þessa ákvörðun, hún er löngu tímabær.
Greppur Torfason (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 11:17
Ég er fylgjandi þessu hjá mbl.is.
Það er ekki nein regla að þegar internetið kom að menn gætu farið huldu höfði með allar sínar skoðanir.
Enn síður er það skilda hjá mbl.is að hafa bloggið yfirhöfuð og því getur fólk bara farið að reglum þeirra eða farið á eitthvað annað bloggsamfélag.
Skoðið endilega netorðin fimm hjá ww.saft.is
1. Allt sem þú gerir á Netinu endurspeglar hver þú ert
2. Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig
3. Ekki taka þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er
4. Mundu að efni sem þú setur á Netið er öllum opið, alltaf
5. Þú berð ábyrgð á því sem þú segir og gerir á Netinu
Stefán Þór Steindórsson, 24.12.2008 kl. 11:18
Bara gott mál að ábyrgð fylgi orðum.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 24.12.2008 kl. 12:34
Ég er frekar ósátt við þetta - en það fer mun meira í taugarnar á mér að ekki megi tengja blogg við ákveðnar fréttir. Það virðist vera algjörlega af handahófi haða fréttir má ekki blogga um, sbr. fréttina um ummæli páfans, sem áður hefur verið minnst á, og frétt sem fjallaði um mótmæli fyrrum starfsmanna við Landsbankabankaútibú í Lúx. Í sambandi við fyrri fréttina dettur manni helst í hug að einhverjir hafi óttast að út brytist blóðugt trúarbragðastríð, en hvers vegna í ósköpunum mátti ekki blogga um mótmælin?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 24.12.2008 kl. 13:02
Tinna: Ég er sammála þér hvað varðar það að stundum er ekki hægt að blogga um ákveðnar fréttir. Ég, eins og þú, skil ekki hvað býr að baki, og vildi gjarna fá á því útskýringar frá ritstjórn MBL hverju sætir.
Hvaða reglum er fylgt þega þeir ákveða hvort megi eða megi ekki blogga með tengingu við ákveðnar fréttir?
Greppur Torfason (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 14:25
Mér sýnist á öllu að hér sé ekki eingöngu verið að sjá til þess að ég geti ekki tengt við fréttir Mbl.is - heldur sé hér líka verið að afmá bloggið mitt af öllum vef Mbl.is - nema inni í "stjórnborði" Bloggvina minna ...
Sem sagt - engin finnur bloggið mitt - nema þeir fáu bloggvinir sem alltaf lesa mig ... ekki satt?
Hefur einhver gaman eða gagn af því að blogga ósýnilega .. að mestu leiti ?
Tiger, 24.12.2008 kl. 14:58
Tiger ég held að flestir þeir sem eru nafnlausir muni fara eitthvað annað enda má allstaðar vera undir nikki og það er meira að segja mælt með því ef einstaklingar eru að tala um viðkvæm mál því að það er svo mikið af rugludöllum til.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 24.12.2008 kl. 15:25
Takk MBL.IS - ekki taka þetta til baka
Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að Jón Frímann sé fífl, og það væri dásamlegt að losna við hann af þessu bloggi.
Benedikt Sveinsson, 25.12.2008 kl. 00:08
Gleðileg jól :-)
Benedikt Halldórsson, 25.12.2008 kl. 06:55
Gleðileg jól öll saman.
Ég fagna þessari ákvörðun og er hún löngu tímabær og ætti að gilda á öllum bloggsíðum.
Stefán Stefánsson, 25.12.2008 kl. 10:39
DoktorE... ég tiltók ekkert sérstaklega orðið sveitasímagaur, og ef þú lest mína færslu þá veistu að það var ekki það sem ég átti við.
(IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 11:14
Skildu þetta alltaf vera sömu ljósberarnir sem verið er að flýja Ruslana??? það kæmi mér ekki óvart. Jólakveðja SG
(IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 14:37
Brynja það kemur engum við hver það er sem bloggar svo lengi sem það er hægt að finna það út ef misnotkun á sér stað sem er hægt hér útaf því að það þurfa allir að skrá sig með kennitölu.
Ég veit um bloggara sem hefur misst vinnuna sína útaf sínum skrifum og ein uppáhalds bloggvinkona mín var nærri hætt að blogga af því að einhver fífl tóku hennar skrif og sneru útúr þeim af því að þeim líkaði þau ekki af því að hún talaði opinskátt um fíkn sína og hvernig hún vann á henni.
Ruslana. Þú ert ekki einn um að hafa lent í þessu því miður og eina leiðin til að þetta lið geti ekki ráðist á persónu þína er að blogga nafnlaust.
Sigurlaug. ég held að það séu oft sömu bloggararnir og þessir einstaklingar mega blogga við fréttir af því að þeir eru undir nafni en ekki ég af því að ég gef það ekki upp en ekki er ég að ráðast á aðra bloggara mér til skemmtunar.
Brynja. Það eru nokkrir sem rotta sig saman til að ráðast á ákveðna bloggara með árásum og það eru meira að segja dæmi um að fólki sé hótað útaf sínum skrifum. Ástæðan fyrir því að ég skrifa undir sem Skattborgari er að ég vil ekki að fólk sem er að ráðast á bloggara með skítkasti viti hver ég er.
Svo er líka til að fólk sé með óvinsælar skoðanir eða umdeildar og þá eru mun meiri líkur á að fólk verði fyrir aðkasti og fái hótanir. Ég er í þeim hópi.
Ps Ef það er einhverjir hér inni sem hafa eitthvað að vita með hver ég þá eru það bloggvinir mínir og ég get alltaf látið þá vita hver ég er með því að senda þeim persónuleg skilaboð ef ég vil að einhver þeirra viti hver ég er.
Ég mun ekki geta bloggað við fréttir og mun hvergi sjást nema í stjórnborði bloggvina og verð því ósýnilegur bloggari af því að einhverjir nafnlausir haga sér eins og fífl.
Kveðja Skattborgari.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 25.12.2008 kl. 16:12
Ein helsta ástæðan fyrir því að ég hef aldrei fengið mér moggablogg er sú að ég hef lítinn áhuga á að birta fullt nafn mitt á internetinu, auk þess sem ég hef aldrei treyst samlöndum mínum þegar það kemur að ritskoðun...Ég hef notast við blogspot í mörg ár og sé núna að það var ekki röng ákvörðun. Þessi krafa um fullt nafn, heimilisfang og kennitölu Á NETINU er séríslenskt fyrirbæri. Meir að segja ameríkanarnir eru ekki svona klikkaðir.
Moggabloggið mun verða að steingeldum og hundleiðinlegum já-kór þegar þetta fer í gegn. Þetta er augljóst ef við berum saman tvo menn sem blogga gjarnan um sama málefni: Þá kumpána Jón Val Jensson og Dr.E. Hvor þeirra er skemmtilegri penni? Hvor er meira ögrandi? Hvor þeirra stuðlar að lifandi umræðu á vefsvæðinu? Hvor þeirra ritskoðar umræðuna á svæði sínu?
Burtséð frá því hver hefur "rétt" fyrir sér, þá liggur í augum uppi að lifandi umræður, rökræður og alvöru skoðanaskipti munu heyra sögunni til ef að fólk á borð við Doctor-E hverfur á braut.
En ég ber svo sem engan skaða af þessum kínversku töktum vefstjórnarinnar, internetið er stórt, og það er nóg af alvöru umræðum á öðrum svæðum. Ég mun þó sakna lestrarins.
nafnlausa gungan (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 16:19
Ég fæ ekki enn svar við spurningu minni, ætli allir séu í jólafríi????
(IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 22:43
Ekki skemmtilegt pex atarna!
Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.12.2008 kl. 23:36
Nei Ruslana ekki var það nú málið þó gott sé en ég beindi spurningu til Árna aðalritstjóra moggabloggs sem ekki kemur enn svar við. Takk samt
(IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 01:34
Sniðugt hjá mbl blogginu að fremja sjálsmorð þetta ferli byrjaði þegar moggin fór að banna notendur hægri og vinstri fyrir að gagngrýna Islam
Alexander Kristófer Gústafsson, 26.12.2008 kl. 04:04
Eins og Tígri bendir réttilega á (nr. 130) mun þetta gera blogg nafnlausra ósýnileg, þar er þau munu ekki birtast neinsstaðar nema hjá þeim sem hafa þá að bloggvinum.
Eftir áramót verður bloggið mun fátæklegra en nú. Hér er fullt af skemmtilegum nafnlausum bloggurumm og fæsta þeirra hef ég í vinalistanum. Blogg þeirra munu flest verða mér týnd og tröllum gefin, þ.e. ég man heiti þeirra fæstra. Líklega munu þeir hætta blogga hér hvort eð er.
Nær væri að taka á fólkinu í fílabeinsturnunum. Fólkinu sem fabúlerar og gefur ekki kost á athugasemdum.
Blogg er nefnilega ekki dagblað. Blogg er gagnvirkt, en dagblað ekki.
Ritstjóri svarar með spurningunni hvort eðlilegt væri að dagblað birti grein undir nafnleysi. Hvað eru Staksteinar Moggans annað en nafnlausar fabúleringar? Fleiri dæmi eru um nafnlaus skrif, eins og greinin „Reykjavík brennur“ í Alþýðublaðinu árið 1919.
http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pubId=2&lang=is&navsel=666
Líklega hefur Alþýðublaðið á þeim tíma bara verið mun nútímalegra en blog.is er í dag.
Ég spyr mig spurningarinnar hvort blog.is sé hér að fremja harakiri. Erum við að sjá upphafið að endalokunum?
Brjánn Guðjónsson, 26.12.2008 kl. 05:16
Linkurinn vísar víst aðeins á fyrsta tölublað Alþýðublaðsins. Rétta tölublaðið er hið 4. frá 1. nóvember 1919.
Brjánn Guðjónsson, 26.12.2008 kl. 05:19
Góður punktur Brjánn Guðjónsson þetta með fabúleringarnar án þess að leyfa athugasemdir. Mér dettur sérstaklega í hug skrif Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar hér á blogginu í þessu sambandi. Hannes prédikar endalaust á sínu bloggi. Ekki ein einasta færsla hans leyfir athugasemdir.
Annað í þessu sambandi, ég vil fá að sjá útskýringu á reglum þeim sem MBL beitir þegar blogg eru valin í RSS strauminn "Úr umræðunni" á forsíðu blog.is - Hvar finn ég þæŕ reglur? Ég hef á tilfinningunni að þær séu geðþóttakenndar, og þar ríki ekki jafnræði. Það er í sjálfu sér í lagi, en ég vil þá geta lesið einhvers staðar að reglurnar séu þannig.
Greppur Torfason (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 09:03
þeir fílabeinsbloggarar sem ég hef rekist á eru helst stjórnmálamenn, en kannski stjórnmálafræðingar on the side. ég hef ávallt lagt mig fram við að sniðganga slík blogg.
er ekki bara sama regla viðhöfð um RSS strauminn og um það hver fær sig birtan í stórhausalistanum?
reglan virðist vera sú að það fer eftir hvoru megin ritstjórnin fór fram úr, þann daginn, sem stjórnar geðþóttanum.
Brjánn Guðjónsson, 26.12.2008 kl. 09:13
Hvar er Helgarpósturinn ?
Oft er þörf en nú er nauðsyn
mbl er tímaskekkja !
Alla (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 17:03
Að leyfa ekki athugasemdir við blogg eða að ritskoða þær er klárlega það versta sem finnst í bloggheimi.
Sagan mun dæma þetta hlægilega útspil mbl.
DoctorE (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 18:30
Ég blogga og skrifa alltaf undir nafni, en ég get vel skilið þá sem kjósa að gera það ekki. Og ég er nokkuð viss um að skítkasti og hatursfullum innleggjum mun lítið fækka við þessa ákvörðun. Það er einfaldlega manneskjan sjálf og innrætið sem skiptir máli en ekki nafnleysið eða nafnbirting. Og hvað með Morgunblaðið, ætlið þið þá að hætta með innskot þar sem nöfn koma ekki fram, eins og til dæmis Velvakandi eða sumar riststrjórnargreinar. Það er nefnilega svo að þau skrif sem birtast hjá Morgunblaðinu eru ekki alltaf undir nafni.
Málið er að því miður þá er þjóðfélagið í dag þannig, að fólk er hrætt um stöðu sína og öryggi, og ekki að ástæðulausu.
Þess vegna held ég að þið ættuð að endurskoða þessa afstöðu ykkar.
Með kveðju og von um að þessi ákvörðun verði tekin til baka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2008 kl. 21:18
Árvakur ber enga ábyrgð á því efni sem finna má á barnaland.is. Eigendur þess vefjar bera fulla ritstjórnarlega ábyrgð á því efni sem þar er að finna. Sjá frekari upplýsingar hér:
http://barnaland.is/main/main.aspx?sid=157
Þá er rétt að ítreka það enn og aftur að nafnlausir bloggarar geta áfram bloggað að vild. Þeir geta hins vegar ekki bloggað um fréttir sem skrifaðar eru á mbl.is.
Kveðja,
Ingvar Hjálmarsson, netstjóri mbl.is
Ingvar Hjálmarsson (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 17:02
Gott mál. Þetta er að mínu mati rétt ákvörðun ritstjórnar mbl.is
Kveðja, Guðni Þorbjörnsson
gudni.is, 27.12.2008 kl. 18:41
ætli verði ekki bráðum bannað að mótmæla nema undir nafni
HEY ÞÚ! Í NAFNI FRJÁLSHYGGJU - TAKTU OFAN KLÚT OG HETTU!
doddý, 27.12.2008 kl. 21:01
Ingvar:
Ekki bara við fréttir, þeir nafnlausu birtast heldur ekki á síðum blog.is eða mbl.is .. semsagt á "ný blogg" ... "vinsæl blogg" ... þannig að nafnlausir bloggarar eru semsagt ósýnilegir nema í stjórnborði bloggvina þeirra.
Þú hefur ákveðið að sleppa því að taka þetta fram.
Þið kannski vitið upp á ykkur skömmina.
ThoR-E, 27.12.2008 kl. 21:22
Úff. Eftir að hafa lesið yfir athugasemdalistann hérna, segir það sig algerlega sjálft að þetta er ekki aðeins rétt heldur löngu tímabær ákvörðun ritstjórnar MBL.
Athugasemdin hérna fyrir ofan (Nöldrarinn) er að minu mati mjög gott dæmi um það hvernig framkomu flestir hinna nafnlausu leyfa sér. Á þessu hef ég þó séð undantekningar, en fáar.
Greppur Torfason (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 12:01
Allt í lagi. En þá hlýtur að vera krafa að blaðamenn Morgunblaðsins geri það sama þegar þeir setja inn fréttir. Eða hefur talsmaður neytenda ekki gert athugasemd við það. Þeir prumpa út úr sér alls konar illa skrifuðum grein og staðhæfulausum áróðri og allt gert nafnlaust. Á ekki að gilda sama um alla?
Ur-Hellinum, 29.12.2008 kl. 12:20
Þetta er nagli í líkkistu moggabloggsins.
Skora á alla að hætta að nota þetta blogg.
Veit að allir sem segja "já flott, löngu tímabært" og fleira í þeim stíl, munu halda áfram í heiladauðum stíl.
Engar haldbærar skýringar hafa komið á þessum breytingum og tímasetningin er grunsamleg.
kop, 29.12.2008 kl. 16:20
Ég er nú ekki alveg að fatta tilganginn með þessu.
Kennitala bloggara er skráð fyrir sérhverri síðu. Þannig að það er ekkert mál fyrir mbl.blog.is að hafa stjórn á ef blogg fara úr böndunum....út fyrir velsæmismörk eða annað.....
Ef fólk vill blogga og láta skoðanir sínar í ljós þá sé ég ekkert til fyrir stöðu að skrifa undir nikki.
Mér persónulega er alveg sama hver er skrifaður fyrir bloggi.Ég les blogg ef mér finnst þau skemmtileg og áhugaverð.....mér finnst einnig gaman að lesa mismunandi viðhorf við fréttir....SAMA HVAÐA NAFN EÐA NIKK STENDUR UNDIR
Solla Guðjóns, 29.12.2008 kl. 18:39
Kristinn:
Hvernig vogar þú þér að flokka okkur öll (nafnlaus) vegna orða eins einstaklings hér í athugasemdakerfinu.
Löngu tímabær ákvörðun.... Þvílíkur hroki í þér maður.
Heldur að þú sért einhver rosaleg hetja að skrifa undir nafni.
Ég skal segja þér eitt félagi, ég skrifaði undir nafni í nokkra mánuði, en bloggaði um heit mál og umdeild. Þegar farið var að hringja heim til mín á nóttunni og segja skoðun sína á mínum færslum að þá fékk ég nóg. En ég vildi ekki hætta að blogga, þetta er skemtilegur vettvangur.. þannig að ég ákvað að blogga undir "alias".
Svona hrokafullir einstaklingar eins og þú ... eruð ekkert betri.. en allir þeir nafnlausu bloggarar sem ég hef kynnst.
Ættir að skammast þín fyrir að segja svona. En ég efast samt um að þú gerir það, hrokagikkir skammast sín sjaldan.
ThoR-E, 29.12.2008 kl. 20:11
Eins eða nokkra einstaklinga hér í athugasemdakerfinu.. átti þetta að vera.
ThoR-E, 29.12.2008 kl. 20:12
Þetta er slæm þróun. En þar sem við erum nú í eina landi Evrópu sem ræktar banana, þá er maður ekki svo hissa.
Billi bilaði, 30.12.2008 kl. 00:46
Þeir sem standa að baki þessum breytingum eru augljóslega sálsjúkt fólk sem þjáist af ofsóknaræði.
Þetta fólk vantreystir fólki sem engin ástæða er til að vantreysta en það eru einmitt þeir sem eru með ofsóknaræði þekktir fyrir.
Mér þykir leitt að hafa þurf að fara fram á á minni mbl.is síðu að ritstjórn Morgunblaðsins sé óheimilt að heimsækja hana þar til að breytingar þessar hafi verið felldar úr gildi. Þá tel ég að þessi talsmaður neytenda sé að öllum líkindum ekki til því það var enginn ´talsmaður neytenda´sem hringdi í mig til þess að tilkynna fyrir mér að það stæði til að menn skiptu sér af minni friðhelgi án minnar vitundar.
Telji ritstjórar mbl.is sig ófæra um að gegna störfum þar á bæ eiga þeir að tjá það gagnvart sínum skjólstæðingum frekar en að gera sig að fíflum fyrir framan tugi notenda sem rekið hafa mbl.is blogg. Staðreynd málsins er sú að þegar menn missa áhugann á að gegna sínu starfi þurfa þeir að passa sig á að kenna ekki þeim um sem síst skyldi , eða fólki sem tengist ekkert starfsleiða þeirra á neinn hátt. Fólk sem þjáist af ofsóknarkennd og ranghugmyndum ræðst alltaf á þá sem eru andlega heilbrigðir eða hina heilbrigðu og sakar þá um ofsóknir gegn sér þegar þeir eru að gagnrýna eða oft þegar þeir eru ekki að gera neitt.
Þegar ég hef t.d. verið með dónaskap við aðra hef ég iðulega verið látinn vita , og þá hef ég oftast beðið afsökunar. En þar sem hér er um sálsjúkt fólk að ræða og ákvarðanir teknar sem voru byggðar á geðþrótta , er ekki nein ástæða til þess að bíða eftir því að þær manneskjur biðji okkur afsökunar því að jafnvel ef að við samþykktum afsökunarbeiðni frá ritstjórn mbl.is á síðum okkar , þá getur það ekki breytt afstöðu okkar sem urðu fyrir óþægindum af völdum þessarar ákvarðanar , til andlegs heilbrigðis og sjálfsímyndar þeirra aðila sem stóðu henni að baki.
Icelandic Media Corporation - Íslenskt Vefblogg, 30.12.2008 kl. 14:45
Áfram Úlfamaður.
Þetta er greinilega hörð áras á mig, Billa, Texa, Krossu, Úlla, Villu, Offara og alla hina sem vilja geta sagt hluti án þess að það sé endilega tekið fullt mark á þeim.
Þess vegna er þetta ósanngjarnt.
Ég bara tel að okkur, Fólkinu í landinu beri sá réttur að bulla nafnlaust, það er alltaf hægt að sækja okkur til saka ef við gerumst of gróf en þetta er til dæmis einstaklega ósanngjarnt gagnvart Texa sem er náttúrutalent sem ekkert aumt má sjá.
Upprifinn, 30.12.2008 kl. 17:28
Ace: Ég voga mér fullkomlega að tjá skoðanir mínar hér eins og aðrir og það undir fullu nafni einfaldlega vegna þess að ég hef ekkert að fela, og ég þvertek fyrir að lifa í ótta eða skömm.
Ég tel það ekki vera neina hetjudáð að þora að vera það sem ég er og tjá það sem mér finnst. Það er eðlilegasti hlutur hverri heilbrigðri manneskju og mikið frelsi sem fylgir því að þora að vera hann sjálfur án þess að þurfa að fela sig bak við uppskáldaða grímu.
Það á sannarlega ekkert skylt við hroka að finnast það leiðinlegt hvernig talsvert stór hluti nafnlausra bloggara ausa óhróðri og ómálefnalegu þvaðri yfir aðra hér á þessum síðum og draga þannig flesta málefnalega umræðu sem hér fer af stað í svaðið að því er virðist í sjálfmiðaðri útrásarþörf fyrir gremju og jafnan í einhvers konar viðleitni til þess að bæta sér upp lágt sjálfsmat.
Ef þér finnst þú fallir undir þennan flokk og tekur það til þín að ég nefndi dæmi hér fyrir ofan, þá segir það meira um þig en mig.
Burtséð frá því hver á blog.is og öllum samsæriskenningum þar að lútandi, þá er þetta stæsti bloggvefur landsisns og allra líklegasti máti fyrir þá sem ekki hafa ritsmíðar að atvinnu að koma skoðunum sínum á framfæri og leggja eitthvað gagnlegt til málanna í þjóðfélagsumræðunni.
Ég persónulega er alls ekki fylgjandi því að fólk geti vaðið hér uppi með óhróður og dónalegt orðbragð í því ábyrgðarleysi sem fólki finnst að fylgi nafnleynd þeirra. Persónulega er ég orðinn dauðþreyttur á þvælunni sem fólk leyfir sér að láta frá sér fara þegar það heldur að það þurfi ekki að taka neina raunverulega ábyrgð á orðum sínum.
Það er rétt, að það er skráð kennitala á bak við alla sem blogga hér, nafnlausa sem sjálfsögðu þá sem eru undir fullu nafni, en enginn hér hefur aðgang að þessum upplýsingum nema MBL, og þeim er ekki leyfilegt að gefa þessar upplýsingar upp nema skv. dómsúrskurði ef höfða á mál vegna ummæla.
Þess vegna verður að teljast að þeir sem ekki koma fram undir nafni, eru í raun réttri algerlega nafnlausir og geta látið frá sér fara hvaða þvaður sem er, svo lengi sem þeir gæta sín að níðast ekki svo á öðrum að það verði til þess að þeir höfði meiðyrðamál gegn þeim.
Ég á t.d. ekki nokkurn möguleika á að komast að því hver þú ert Ace, vegna þess að ég hef ekki aðgang að nánari upplýsingum um þig - alveg burtséð frá því að ég hef ekki nokkurn áhuga á að komast að því hver þú ert í raun. Ég leyfi mér einnig að draga það stórlega í efa að þú, sem nafnlaus notandi, getir leitað réttar þíns ef til þess kemur að að þér er ráðist á þessum vettvangi með rógburði og níði. Það er hæpið að persónugervingurinn "Ace" geti fraið fram á réttarstöðu af nokkru tagi, og hæpið að það standist fyrir rétti að hægt sé að níða persónugerving.
Mér þykir leitt að reglur MBL bitni á sumum sem máske þurfa á nafnleynd að halda - mér dettur í fljótu bragði í hug bloggari á borð við "alkinn". Máske getur MBL sniðið til flokk fyrir slíka bloggara og veitt undanþágur.
Mér þykir jafnframt leitt ef MBL verður ekki samkvæmt sjálfu sér og heldur áfram að leyfa birtingu nafnlausra greina á borð við "Staksteina". Ég er hins vegar nokkuð viss um að staksteinar hverfi úr blogginu líkt og aðrir nafnlausir bloggarar, eða að þeir sem skrifa Staksteina fari að koma fram undir nafni.
Ég hef einfaldlega enga samúð með þeim sem vilja geta skrifað hér í skjói nafnleyndar, og þannig valið sér siðvitund eftir hentisemi i tilsvörum. Það ber vott um annarlega vankanta að vilja vega að fólki úr launsátri nafnleyndarinnar.
Ég blæs að lokum á kjökur um einelti og upphringingar að nóttu til. Meðhöndlun slíks hefur ferli í samfélagi okkar sem felur í sér aðstoð lögreglu og dómsvalds ef með þarf. Slíkar uppákomur eru þreytandi og leiðinlegar, en þær venjast. Það er ástæðulaust að fara í fórnarlambshlutverk vegna slíks og nota það sem ástæðu og hlaupa af minnsta tilefni undir pilsfalda nafleysis og þannig þæginda ábyrgðarlauss launsáturs í athugasemdum.
Þess má geta að áreiti sem ég hef orðið fyrir og tengst hefur mbl.is hefur mátt rekja til nafnlausra bloggara eingöngu. Ég hef fengið minn skerf af áreiti, og hef einfaldlega svarað af hörku, kvartað undantekningalaust þegar þess hefur þurft, og hef þann möguleika líkt og aðrir sem síðasta úrræði, að ganga hart fram í að uppræta slíkt með því að leita réttar míns neyðist ég til - sem ekki hefur komið til enn.
Ég vil benda þeim á sem ekki telja sig geta bloggað undir fullu nafni að fara einfaldlega eitthvað annað - eða enn betra : að stofna nýtt blogg undir fullu nafni og taka þannig fulla ábyrgð á skrifum sínum hér.
Greppur Torfason (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 20:23
Kristinn:
Það er mjög auðvelt fyrir starfsfólk blog.is að loka á þá nafnlausu bloggara sem eru með óhróður og skítkast. Mjög einfalt.
Ég hef aldrei verið með skítkast né leiðindi við nokkurn mann hér á blog.is ... þessvegna gagnrýni ég að þetta eigi að bitna á mér.
Ef þú skilur það ekki... að þá tekur það því ekki fyrir mig að útskýra mál mitt frekar fyrir þér.
Og að þú blásir á það að að hringt hafi verið í mig að nóttu til.. ja það segir ýmislegt um þig. Ég reyndi að tala við lögreglu en hún benti mér á að skipta um númer sem ég og gerði.
Þetta er svipað eins og með glæpi innflytjenda... sumir hafa brotið af sér hér á landi... þannig að eigum við þá að senda þá alla úr landi??
Eins og ég segi.. ég hef aldrei verið með skítkast né leiðindi við nokkurn mann hér á blogginu... en nú á að útiloka mig frá síðum mbl og blog.is
Þetta finnst þér eflaust bara í fínu lagi eins og þú segir í athugasemd þinni... og það segir mér mikið um andlegt heilbrigði yðar.
ThoR-E, 30.12.2008 kl. 21:52
Ég á t.d. ekki nokkurn möguleika á að komast að því hver þú ert Ace, vegna þess að ég hef ekki aðgang að nánari upplýsingum um þig
Afhverju þarft þú að komast að því hver ég er ??? Hvað kemur það þér við hver ég er???
Er ekki í lagi eða ????
Að þú látir svona rugl frá þér ... og það undir nafni.
ThoR-E, 30.12.2008 kl. 21:54
Ég blogga undir fullu nafni á Mogga blogginu og vona að mér verði á engan hátt mismunað fyrir að halda mér við það. http://nimbus.blog.is/blog/nimbus/entry/757424/
Sigurður Þór Guðjónsson, 31.12.2008 kl. 00:30
http://nimbus.blog.is/blog/nimbus/entry/757424/
Sigurður Þór Guðjónsson, 31.12.2008 kl. 00:31
Ég hef littlu að bæta við það sem þegar hefur sagt verið. Ég get séð að hér séu skoðanir mjög skiptar og ég vil persónulega ekki taka neina fasta afstöðu. Ég skráði mig á bloggið til að hafa samband við ættmenni mín á netinu sem búa á Íslandi. En ég efa að þetta muni breyta mbl.is í heilalausan já-kór. Það sem ég hef lesið hingað til, þá er heill haugur af nafngreindum bloggurum sem láta sínar skoðanir skýrt fram og eru ekkert endila sammála hvert öðrum.
En það er mín reynsla, eftir að hafa verið skráður á hinar og þessar síður síðustu árin, að nýjar reglur hljóma oft hræðilegri en þær svo í raun eru. Ég ætla mér að bíða og sjá hvernig hlutirnir virklega verða eftir að þessi regla verðu sett í gildi, áður en ég segi "kjaftæði" eða "þetta er fínt".
Hermann Gunnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 09:52
ACE: Ég bendi einfaldlega á þá staðreynd, að þú kemur hér fram algerlega nafnlaus gagnvart öllum nema starfsmönnum MBL. Þetta er ekkert persónulegt - og já; það sem þú kýst að kalla rugl set ég fram undir fullu nafni og stend við það. Dæmi hver fyrir sig.
Tilvitnun þín í minn texta í síðustu athugasemd þinni er ábótavant :
Þér láðist að hafa niðurlag setningarinnar með, sem líklega hefði sparað þér síðustu athugasemd þína hefðirðu náð að klára að lesa setninguna :
Það fylgir orðum ábyrgð. Ef einhver notar orð til að koma við kaun einhvers þannig að sá hinn sami kjósi að fara að áreita þann er ritar, frekar en leysa málið á ritvellinum, hlýtur hluti ábyrgðarinnar að liggja hjá þeim er ritaði orðin upphaflega. Ég tek þá áhættu í hvert sinn sem ég rita undir fullu nafni, að einhver sé ekki í betra andlegu jafnvægi en það að hann bregðist við á þann hátt að hann telji ástæðu til að "heimsækja" mig. Þessa áhættu er ég tilbúinn að taka - án skilyrða, alltaf. Ég þvertek fyrir að lifa í ótta við annað fólk, og tjái mig þess vegna undir fullu nafni - alltaf, og er reiðubúinn að glíma við afleiðingarnar. Þetta er kallað að taka ábyrgð á orðum sínum.
Ef sá er ritar er nafnlaus, hverfur þessi ábyrgð og áhættan með henni. Sá er ritar getur í raun skrifað hvað sem er og notað hvaða orðræðu sem hann kýs að nota án þess að því fylgi raunveruleg áhætta. Mín reynsla er hins vegar sú, og líklega ritstjórnar þessa vefs líka, að þeir sem rita nafnlaust freistast oftar en þeir er rita undir fullu nafni, til þess að nota frekar ljóta, rætna og ómálefnalega orðræðu, vegna þess að orðum þeirra fylgir hvorki ábyrgð né áhætta önnur en sú að fyrir þá verði skrúfað.
Greppur Torfason (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 11:06
Kristinn:
Nefndu mér eitt dæmi um eins og þú segir: nota frekar ljóta, rætna og ómálefnalega orðræðu, vegna þess að orðum þeirra fylgir hvorki ábyrgð né áhætta önnur en sú að fyrir þá verði skrúfað.
Hvað hef ég skrifað á blogginu8 mínu eða í athugasemdakerfi annara sem gerir mig óhæfan til að taka þátt í umræðum þótt nafnlaus er.
Hef ég móðgað þig á einhvern hátt? Hef ég verið með leiðindi eða skítkast við þig?
Hvað varðar þig um undir hvaða nafni ég blogga??
Þvílíka endemis þvælu hef ég aldrei orðið vitni af hér á blogginu. Samt hef ég nú séð ýmislegt.
ThoR-E, 31.12.2008 kl. 21:16
ACE: Æi, elsku kallinn minn. Heimurinn snýst ekki um þig. Eins og flest sjálfmiðað fólk gerir þú þau mistök að taka flest sem persónulega árás.
Það að MBL vilji loka fyrir þátttöku ónafngreindra, og þannig ábyrgðarlausra eins og ég hef bent á, í athugasemdum við fréttir, er ekki bein persónuleg árás á þig. Þú ert ekki þungamiðjan í þeirri ákvörðun þeirra. Þetta hefur bara áhrif á þig af því þú ert bara einn þeirra sem kýst að vera í felum og vega úr launsátri.
Satt best að segja þá nenni ég ekki að lesa bloggið þitt og fara að tína út einhver dæmi sem kannski eru þarna og kannski ekki, það er allt of mikil vinna, og ég vil ekki taka þátt í sjálfmiðun þinni.
Það litla sem ég skimaði af blogginu þínu virðist benda til þess að mínu viti að þú vandir þig að öllu jöfnu og það styður þá kenningu mína að ritstjórn blog.is sé ekki með þig sérstaklega í huga varðandi ákvörðun sína.
Nú þegar, er farin allt of mikil orka í að standa í orðaskaki við einhvern sem hræðist að koma fram undir nafni, notar gamla Time forsíðu sem mynd og kallar sig "Ace" og skilgreinir sig sem "Pókerspilara með stjórnmálaáhuga".
Ég er að hugsa um að nota tímann í eitthvað gagnlegt, eins og að halda áfram að telja tyggjóklessur á laugaveginum (svona fyrst það er hláka) frekar en að eyða tíma mínum í að svara þér minn kæri.
Ég nenni þessu ekki - mér finnst ekki taka því að svara þér nema þú komir fram undir nafni, og set því punktinn hér. Þér er velkomið að fróa egóinu með því að lýsa yfir sigri. Sigurinn er í mínu boði.
Gangi þér vel elsku vinur og njóttu lífsins.
Kær kveðja,
Greppur Torfason (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 14:00
Jón Frímann: Takk fyrir þennan hlekk. Þetta var mjög fróðleg lesning.
Frændi minn, hann Kristinn Halldór Gunnarsson alþingismaður, varð fyrir því að einhver skráði sig sem sleggja007 og setti við bloggið nafnið hans, þ.e. "Kristinn H. Gunnarsson" og hóf svo að drita niður mjög grófum, dónalegum og rætnum athugasemdum. Kristinn mun væntanlega lögsækja viðkomandi ef mögulegt er.
Með þetta dæmi í huga (nei ekki þú Ace!) og upplýsingarnar frá Talsmanni Neytenda sem Jón Frímann benti á, er ég miklu sáttari við að vera sáttur við ákvörðun ritstjórnar blog.is.
Keðja,
Greppur Torfason (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 14:20
Ekki hef ég nú talið það vera spurningu um sigur eða ósigur þegar fullorðið fólk ræðir málin málefnalega og kemur með rök ... yfirleitt þangað til málið er komið á hreint.
En að fara að setja út á notendamynd mína og hvað ég set í notenda upplýsingar...
Þarna fórstu alveg með það.
ThoR-E, 2.1.2009 kl. 16:53
Og ég tek ekki þessari lokun sem persónulegri árás á mig. Ég tek henni sem persónulegri árás á alla nafnlausa bloggara sem hér hafa aðgang og vilja blogga.
En ég nenni ekki að þræta við þig lengur. Þú augljóslega fórst á síðu mína til að leita að einhverju til að nota ... en fannst ekki og ákvaðst þá að nota í staðin myndina sem ég nota og hvað ég hef í notandaupplýsingum.
Þvílíkur brandarakall...
ThoR-E, 2.1.2009 kl. 16:56
Ef einhver vill blogga eitthvað nafnlaust þá finnur hann bara aðra kennitölu eins og þessir hálfitar sem notuðu nafn Kristins H Gunnarssonar.
Skattborgari, 2.1.2009 kl. 17:48
Ég er skráður undir réttri kennitölu þannig að það er ekkert mál að finna út hver ég er ef það er þörf á því.
Sá sem er harðákveðin í að stunda skítkast notar bara annað nafn en sitt og skráir sig inn á þeirri kennitölu.
Það kemur engum sem les bloggið mitt við hver ég er svo lengi sem ég er ekki með persónuárásir og held mig innan laganna sem flestir nafnleysingjarnir gera.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 2.1.2009 kl. 17:51
Er Ólafur Klemenzson þessi talsmaður neytenda?
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 14:24
Ég hef ákveðið að hætta að blogga frekar en koma fram undir nafni og á umræðunni hér sé ég að margir hyggjast gera hið sama. Þetta er óskiljanleg ákvörðun hjá mbl sem þeir reina að verja með lygum um að þetta sé krafa frá talsmanni neytenda.
The Critic, 3.1.2009 kl. 14:58
Hér er greinilega um alvarlegan misskilning að ræða.
"Talsmaður neytenda hefur sent tilmæli til mbl.is um að tryggt sé að rétthafi bloggs sé rétt skráður og að unnt sé að fá upp gefið nafn þess sem bloggar undir nafnleynd ef sýnt er fram á lögvarða hagsmuni af því. Með þessu vill talsmaður neytenda stuðla að raunhæfri æruvernd á blogginu og auka neytendavernd en misbrestur hefur orðið á hvoru tveggja."
Þetta túlka einfeldningarnir á mbl svo að sé upp gefið nafn og kennitala sem passa saman sé ekki séns á að fölsun sé í gangi. Asnar. Ef ég gæfi up ranga kennitölu, hvað ætti þá að stöðva mig í því að gefa líka upp nafnið sem passar við hana?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.1.2009 kl. 15:04
Ég get ekki annað séð en þetta sé bara hin fínasta breyting. Ég skil aftur á móti alveg þá gagnrýni sem svo augljóslega er hægt að sjá hérna á kerfisblogginu og bjóst alveg við henni. Ég á nokkra bloggvini sem kjósa að halda nafni sínu leyndu og hafa þeir góða og gilda ástæðu sem er skiljanlegt.
Eins og ég sé þetta og skil þetta þá er einfaldlega verið að biðja um það að þeir sem taka þátt í umræðum komi fram undir nafni og eru þar af leiðandi ábyrgir fyrir sínum skrifum. Sá sem er skráður fyrir blogginu er einfaldlega ábyrgðamaður. Ótrúlegt að fólk fari á hæstu hæðir þegar það vill losna við bankaleynd en vill halda nafnleynd. Sé litlan mun á þessum tveimum hugtökum. Ef bankaleynd á að fara þarf fólk líka að taka ábyrgð á því sem það skrifar.
Mér sýnist vera þrír mismunandi hópar hér á mbl blogginu, þeir sem blogga undir nafni, þeir sem blogga undir nafnleynd um viðkvæm málefni sem þeim snertir og svo fólk sem bloggar undir nafnleynd bara af því þeir vilja. Að mínu mati er því síðasti hópurinn sem ég nefni í raun að eyðileggja fyrir öllum örðum.
Daníel Sigurður Eðvaldsson, 5.1.2009 kl. 00:19
Ég er mjög sáttur við þessa breytingu en sé ekki að hún sé orðin vik
Ég er EKKI sáttur við það að aftur og aftur skuli það gerast að ég geti ekki skrifað inn á annara blogg núna síðast Björgvin Leifsson.
Ég er vændur um hitt og þetta hjá hinum ýmsu skoðanasystkynum hans og get ekki komist in til að svara fyrir mig
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.1.2009 kl. 01:43
Ég er að mörgu leyti samþykkur þessari breytingu. þau fáu skipti sem ég blogga eða geri athugasemdir, þá gæti ég þess að nota ekki skítkast eða meiðyrði, en mér finnst ekki góð hugmynd að loka fyrir þá sem kæra sig ekki um að auglýsa sig undir nafni en þurfa stundum að koma frá sér einhverju efni um eitthvað tiltekið mál sem hann er ósáttur við eða sáttur. Ef eitthvað er ofsagt eða van, óhróður og skítkast út í einhvern ætti sá hinn sami að vera auðrakinn B.G.
Baldur Guðmundsson, 10.1.2009 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.