Öryggisafrit með færslum og myndum
Föstudagur, 15. ágúst 2008
Nú gefst notendum færi á að sækja öryggisafrit með öllum færslum og myndum sem þeir hafa sett á bloggin sín. Okkur er umhugað um öryggi notenda og í kjölfar óþæginda í júlí vegna bilunar í skráarþjóni höfum við gert enn frekari öryggisráðstafanir og er þessi möguleiki liður í því.
Að taka öryggisafrit er einfalt! Notendur fara á stjórnborð sitt og undir Blogg -> Öryggisafrit er hægt að sækja ZIP skrá sem inniheldur allar færslur með athugasemdum og myndum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Birtist á blog.is | Breytt s.d. kl. 10:03 | Facebook
Athugasemdir
Sælir kæru umsjónarmenn. Þetta þakka ég kærlega fyrir, mjög þarft framtak.
Öryggisafritunin virðist þó ekki virka enn. Það hleðst einungis niður zip-skrá sem er zero kb og sem svo unzippar skrá sem er zero kb og án endingar (no extension).
Einnig vil ég nota þetta tækifæri til að benda á að grafískur hamur kemur ekki upp þegar skrifaðar eru athugasemdir í Apple Safari.app vafra. Hann kemur einungis upp þegar skrifaðar eru færslur í blogg en þá vikrar "insert link" ekki (kemur einungis tómur gluggi upp).
Annars þakka ég mikið fyrir þetta framúrskarandi blogg kerfi.
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 15.8.2008 kl. 16:25
takk fyrir - virkaði hjá mér
Gullvagninn (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 18:37
eitthvað 'glitch' í gangi.
ég hef öðru hverju ekki náð að logga mig inn, en oftast tekst það í annarri tilraun. nú reyndi ég þrisvar, án árangurs. (já, passaði mjög vel hvað ég sló inn)
þá tók ég á það ráð að fara inn á eitthvert blogg af forsíðunni, og logga mig inn þar, við athugasemdir. Það virkaði.
Brjánn Guðjónsson, 17.8.2008 kl. 05:13
Frábær viðbót, eitthvað sem ég hef beðið eftir.
Moggabloggið er til fyrirmyndar.
Íris Ómarsdóttir Hjaltalín, 17.8.2008 kl. 09:43
Þetta er bara gott innlegg,ánægður með það.
Guðjón H Finnbogason, 20.8.2008 kl. 16:16
Bíð eftir að fá vatnsmerki á myndirnar svo ekki sé hægt að stela myndum af blogginu mínu
Eygló Sara , 23.8.2008 kl. 15:21
Kæru umsjónarmenn.
Öryggisafritun virkar fínt núna. Mjög gott að fá svona tré af html skrám sem afrit. Kærar þakkir
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 23.8.2008 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.