Viðgerð á blog.is lokið

Nú fyrir stuttu lauk viðamikilli viðgerð á blog.is. Þar með á útlit bloggsíðna að lagast sjálfkrafa. Þetta þýðir m. a. að toppmyndir birtast á ný, höfundarmyndir birtast á ný í fullri stærð, talning á heimsóknum birtist á ný, bloggvinir birtast , tónlistarspilarar verða virkir og sama gildir um myndir og myndbönd.

Þess ber þó að geta, að þeir sem hafa gert breytingar á útliti síðu sinnar síðan bilunin átti sér stað halda þeim stillingum. Þetta á við ef fólk hefur skipt um hausmynd eða valið nýtt útlitsþema.

Forráðamenn blog.is vilja nota tækifærið og þakka ykkur öllum hversu vel þið brugðust við öllum þeim óþægindum sem þessi bilun hafði í för með sér. Bilunin reyndist miklu afdrifaríkari en við áttuðum okkur á í upphafi. Leita þurfti til sérfræðinga erlendis til að endurheimta gögnin sem m. a. skýrir hversu langan tíma viðgerðin tók.

En nú á að vera komin betri tíð með blóm í haga Smile.

Forráðamenn blog.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Ég er alveg í vandræðum með að setja inn hjá mér myndir. Það stoppar ´þegar ég hef valið myndina og segi áfram. Og svo er mér lífsins ómögulegt að gera mynd í topphólfið sem er svona breið. Getið þið hjálpað mér efég sendi ykkur mynd sem mig langar að hafa þar?

Bestu kveðjur

Forvitna blaðakonan, 1.8.2008 kl. 18:37

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Bara takk kærlega fyrir.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.8.2008 kl. 19:07

3 Smámynd: egvania

Takk kærlega.

egvania, 1.8.2008 kl. 19:12

4 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Knús, knús til ykkar allra og hjartans þakkir. Vona að þið getið drifið ykkur sem allra fyrst út í veðurblíðuna.  Ég vildi líka gjarnar svona við tækifæri fá "uppskrift" af hvernig á að setja inn breiðmynd í hausinn. Eins virðist ég ekki geta breytt nöfnum bloggvinanna í skjáanöfn sem þeir nota heldur birtist alltaf fullt nafn.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 1.8.2008 kl. 20:02

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Flott hjá ykkur. Munið bara að gera okkur Moggabloggurum fært að taka afrit af okkar eigin gögnum til öryggis. Ég hef ætlað mér að taka slík afrit en komst þá að því að maður þarf að vista hverja og eina færslu, í stað þess að vista þær allar í einni skrá. Slíkt er afar tímafrek og leiðinleg vinna.

Hrannar Baldursson, 1.8.2008 kl. 20:13

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

takk fyrir, er búin að endurheimta mitt á minni síðu.

Guðrún Jóhannesdóttir, 1.8.2008 kl. 20:41

7 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir þetta, sýnist allt vera komið inn hjá mér

Anna Guðný , 1.8.2008 kl. 23:23

8 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Verða ekki þemastillingar fyrir Cutline þemað? (þær voru þegar þemað kom fyrst inn...)

Júlíus Sigurþórsson, 2.8.2008 kl. 00:04

9 Smámynd: G Antonia

ég finn ekki mína bloggvini

G Antonia, 2.8.2008 kl. 00:22

10 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Fæ ekki inn vinstri síðuna með bloggvinum og fleiru. Vonandi verður bætt úr því. Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 2.8.2008 kl. 09:07

11 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Eg fæ ekki öll komment inn hjá mér og heldur ekki talninguna, bloggvinir hafa sent mer mail og sagt mér að það komist ekki í gegn, vonandi lagið þið þetta

Kveðja

Kristín Gunnarsdóttir, 2.8.2008 kl. 10:28

12 Smámynd: Baldur Kristinsson

Takk allir fyrir frábæra þolinmæði og jákvæða afstöðu síðastliðna 5 daga!

Forvitna blaðakonan: Sendu okkur póst á blog@mbl.is - við athugum þetta þá betur eftir helgina.
Erna H: Varðandi hausmyndina: sendu okkur tölvupóst og við sendum þá nánari leiðbeiningar til baka. Varðandi bloggvinanöfn - þetta er stilling í stjórnborðinu, undir Stillingar - Útlit - Stillingar síðueininga, "Sýna nafn fremur en notandanafn" neðarlega á síðunni.
Hinricus: Prýðishugmynd.
Hrannar: Við erum einmitt að vinna að þessu.
Jón Frímann: Þú hafðir gert smámistök þegar þú stilltir þemað. Ég leyfði mér að leiðrétta það.
Júlíus: Cutline-þemun tvö eru enn í þróun þannig að það má búast við einhverjum smábreytingum á þeim eftir helgina. Það verður örugglega boðið upp á að stilla þau eitthvað þegar þau eru alveg tilbúin.
G Antonia og Þorkell: Þið þurfið væntanlega að velja bloggvina-síðueininguna inn á síðuna hjá ykkur. Þeir sem völdu ný þemu eða breyttu síðueiningum hjá sér meðan á vandræðunum stóð geta þurft að velja þemu og/eða stilla þau til að koma útlitinu í fyrra horf. Þetta má gera í stjórnborðinu undir Stillingar - Útlit - Síðueiningar.

Baldur Kristinsson, 2.8.2008 kl. 11:02

13 Smámynd: Baldur Kristinsson

Kristín: Þú ert með bloggið þitt stillt þannig að athugasemdir birtast ekki fyrr en eftir að þú hefur samþykkt þær. Það eru allmargar athugasemdir hjá þér sem bíða samþykkis. Farðu í Blogg - Athugasemdir í stjórnborðinu til að sýsla með þær. (Ef þú vilt breyta stillingunni má gera það undir Stillingar - Blogg). Varðandi talningaboxið, þá gildir það sama og ég sagði í síðustu athugasemd: ef þú hefur raðað síðueiningum meðan á vandræðunum stóð gilda þær stillingar þar til þú hefur tilgreint nýjar. Einföld leið til að fara í upphaflega uppröðun þemans er að fara í Stillingar - Útlit - Síðueiningar og smella á "Velja sjálfgefna uppröðun".

Baldur Kristinsson, 2.8.2008 kl. 11:15

14 Smámynd: Beturvitringur

ÞAÐ ER SVO MARGBÚIÐ AÐ SEGJA ÞAÐ SEM ÉG VILDI SAGT HAFA. TAKK FYRIR ALLT!  ÞIÐ ERUÐ "SNILLAR"

Beturvitringur, 2.8.2008 kl. 11:52

15 Smámynd: Elísabet Sigmarsdóttir

Það er allt í steik hjá mér ennþá , græna paprikuþemað er ekki inni og myndin sem ég var með á bannernum er bara að hluta til . Vantar alla bloggvini. Einnig hafa bæst við fréttir úr mbl.is sem eiga ekki að vera á siðunni minni . Er áskrifanidi þannig að ég les það sem ég vil. Ég hef engar breytingar gert á síðunni síðan biluninn varð. Ég get ekki sett bloggvinina inn sjálf ,það er annað að setja inn einn í einu heldur en þennan fjölda .

Sem samt síðan mín er ennþá eins og þega

Elísabet Sigmarsdóttir, 2.8.2008 kl. 12:31

16 Smámynd: Baldur Kristinsson

Elísabet: Þeir sem breyttu um þema og/eða röðuðu síðueiningum á síðunum hjá sér eftir að bilunin átti sér stað þurfa að velja gamla þemað aftur og hugsanlega velja inn síðueiningar til að fá hlutina í fyrra horf. Þetta er bara spurning um 2 mínútur í stjórnborðinu (undir Stillingar - Útlit)...

Baldur Kristinsson, 2.8.2008 kl. 23:05

17 identicon

M.ö.o. þetta sökkar hjá ykkur!  Hvaða blogg annað í heiminum myndi afsaka sig á sama hátt og gert var hér að ofan?

Jóakim Aðalönd (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 02:23

18 Smámynd: Sigurjón

Ekki fæ ég sömu toppmynd og ég hafði áður.  Enn ein ástæðan til að yfirgefa moggabloggið.  Skítablogg...

Sigurjón, 3.8.2008 kl. 02:27

19 identicon

Ég fæ ekki hausmyndina mína inn.. er búin að reyna að uploada henni aftur... Annars er allt annað í lagi, takk fyrir það :)

Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 09:31

20 Smámynd: Baldur Kristinsson

Sigurjón og Halldóra: Þemun Blá paprika og Epli, sem þið höfðuð valið, voru enn að nota stílsniðin sem við bjuggum til eftir bilunina, þar sem hausmyndin var falin. Ég leiðrétti þau núna áðan. Hausmyndirnar ykkar voru komnar á sinn stað og ættu að sjást núna. Afsakið óþægindin, og takk fyrir ábendinguna.

Baldur Kristinsson, 3.8.2008 kl. 10:35

21 Smámynd: Hrannar Baldursson

Baldur A. Kristinsson fær plús í kladdann fyrir magnaða þjónustu. Og það á sunnudegi Verslunarmannahelgarinnar. Geri aðrir betur!

Hrannar Baldursson, 3.8.2008 kl. 15:03

22 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

smá tillaga. er möguleiki á að bæta við 'muna lykilorð' fyrir læst blogg? þannig að til að komast inn á læst blogg þurfi ég ekki alltaf að grafa upp lykilorðið

Brjánn Guðjónsson, 4.8.2008 kl. 02:38

23 Smámynd: Ólöf Brynja Jónsdóttir

Mín síða er í hakki og ég er ekki viss um að ég nenni að standa í þessu meir

Ólöf Brynja Jónsdóttir, 4.8.2008 kl. 22:12

24 Smámynd: Baldur Kristinsson

Ólöf: Sé í fljótu bragði ekkert athugavert við síðuna þína (nema eina "brotna" mynd, sem var líka í ólagi fyrir bilunina). Sendu okkur tölvupóst á blog@mbl.is með nánari lýsingu á hvað er að - við getum örugglega aðstoðað þig.

Baldur Kristinsson, 4.8.2008 kl. 22:54

25 Smámynd: Baldur Kristinsson

Brjánn: Hef skrifað þessa tillögu á listann yfir "fítus-óskir".

Baldur Kristinsson, 4.8.2008 kl. 22:56

26 Smámynd: Erna

Mig vantar inn bloggvini mína ,gestabók og talningu. Vona að þið getið bjargað þessu fyrir mig. Kveðja Erna.

Erna, 6.8.2008 kl. 19:48

27 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Ég get ekki sett inn nýjar myndir hjá mér...... er þetta eitthvað sem þið gætuð kanski hjálpað mér með ??

Fanney Björg Karlsdóttir, 6.8.2008 kl. 23:21

28 identicon

Sæl vertu Fanney.

Myndaplássið búið hjá þér. Þú getur séð hvað þú átt mikið pláss eftir í Stjórnborð / Stillingar / Pláss. Þar eru líka leiðbeiningar um hvernig þú getur keypt þér meira pláss.

Umsjónarmenn blog.is, 6.8.2008 kl. 23:44

29 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

úps...... .... það er sko dúnalogn í hausnum á mér þessa dagana...

Fanney Björg Karlsdóttir, 7.8.2008 kl. 00:08

30 Smámynd: Baldur Kristinsson

Erna: Þú þarft að setja inn síðueiningar á síðuna hjá þér, nánar tiltekið einingarnar  "Bloggvinir", "Leiðakerfis-box" og "Heimsóknabox". Þetta gerirðu í Stillingar => Útlit => Síðueiningar í stjórnborðinu. Þú gætir einnig skipt um þema. Það gerirðu undir Stillingar => Útlit => Velja þema.

Baldur Kristinsson, 7.8.2008 kl. 08:32

31 Smámynd: Nemendur Reykjaskóla 1980-1982

Ég er í miklum vandræðum með að setja inn myndband sem ég gerði. Var búin að setja inn önnur eins myndbönd og lenti ekki í neinum vandræðum með það. Væri hægt að skoða þetta mál?

Nemendur Reykjaskóla 1980-1982, 7.8.2008 kl. 22:35

32 Smámynd: Baldur Kristinsson

Nemendur Reykjaskóla: Við gerðum því miður mistök eftir viðgerðina sem ollu því að myndbandainnlestur hefur verið í ólagi. Þetta er komið í lag núna, þannig að þið ættuð að geta sett inn myndbönd aftur. Afsakið óþægindin sem hlutust af þessu.

Baldur Kristinsson, 8.8.2008 kl. 08:28

33 Smámynd: kop

Þetta virkar nokkurnveginn hjá mér núna.

NEMA, að ég get ekki sett inn myndir. Það skeður bara ekki neitt, þegar ég reyni það.

kop, 8.8.2008 kl. 10:56

34 Smámynd: Guðríður Gunnarsdóttir

Sidan min er enn i klessu:( alltof margt sem vantar, vaeri frabaert ef thid gaetud kikt a hana fyrir mig, er ordin frekar threytt a thessu...

Guðríður Gunnarsdóttir, 8.8.2008 kl. 15:16

35 Smámynd: Baldur Kristinsson

Vörður: Þetta tengist örugglega ekki biluninni, en getur átt sér ýmsar orsakir. Sendu okkur póst með nánari lýsingu (er þetta t.d. bæði á myndasíðunni og þegar þú ert að skrifa bloggfærslur?).
Guðríður: Ég tók út síðueiningauppröðunina þína fyrir þig og stillti á sjálfgefna uppröðun. Ef þú vilt breyta því ferðu í Stillingar - Útlit - Síðueiningar í stjórnborðinu.

Baldur Kristinsson, 8.8.2008 kl. 15:28

36 Smámynd: Ragnheiður

Nú hef ég verið með vakt á nokkrum athugasemdum en þegar ég vel skoða athugasemdir í stjórnborði þá kemur upp villumelding, eitthvað á þá leið að þetta gildi bara fyrir bloggfærslur. Ég kemst samt áfram með því að smella beint á fyrirsögn færslunnar á sama stað.

Hitt er að í morgun hefur komið upp löng romsa þegar ég hef kommentað og virst hefur að kommentin skilli sér ekki. Ég hef þó fundið þau eftir leit. En greinilega er um einhverskonar bilun að ræða.

Ég man ekki meira til að kvarta yfir en hef oft spáð í hvort ekki væri hægt að hreinlega flokka bloggvinina. Ég veit að ég get raðað þeim að vild en kannski vill maður geta flokkað þá.

Ragnheiður , 9.8.2008 kl. 14:37

37 Smámynd: Himmalingur

Er í sömu vandræðum og Ragnheiður og þetta virðist fara versnandi! Hjálp óskast!!

Himmalingur, 9.8.2008 kl. 17:28

38 Smámynd: Sigurjón

Hvað í helvítinu eruð þið núna búnir að gera?  Núna er ekki hægt að setja inn athugasemdir.

Sigurjón, 10.8.2008 kl. 05:30

39 Smámynd: Sigurjón

***VILLA:***could not find component for path '/admlib/db/save_record' Stack: [/export/virtual/blog/blog-mm/lib/comments/watch:31] [/export/virtual/blog/blog-mm/lib/comments/add:767] [/export/virtual/blog/blog-mm/lib/comments/add:179] [/export/virtual/blog/blog-mm/lib/main/entry_comment_form:88] [/usr/share/perl5/HTML/Mason/Request.pm:908] [/export/virtual/blog/blog-mm/lib/main/entry_comment_form:57] [/export/virtual/blog/blog-mm/lib/main/blog-entry:107] [/export/virtual/blog/blog-mm/lib/process_div_tree:33] [/export/virtual/blog/blog-mm/lib/process_div_tree:20] [/export/virtual/blog/blog-mm/lib/ah/default:158]

Sigurjón, 10.8.2008 kl. 05:39

40 Smámynd: Baldur Kristinsson

Takk fyrir ábendinguna, Sigurjón. Þetta er komið í lag núna. (Það var reyndar ekki innsetning athugasemda heldur vöktunin á þeim sem var í ólagi, enda hefðirðu ekki getað skrifað athugasemd til að greina frá biluninni annars... )

Baldur Kristinsson, 10.8.2008 kl. 12:06

41 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það er ólag á einu.

ég get ekki breytt stilingum myndar sem ég hef sett inn áður. ég fæ bara upp gluggann fyrir innsetningu nýrrar myndar.

Brjánn Guðjónsson, 10.8.2008 kl. 17:44

42 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Góðan daginn. 

Ein fyrirspurn til ykkar.... er ekki hægt að láta senda sér tölvupóst ef einhver skrifar í Gestabókina ?  Það skrifar kannski enginn þar í mánuð og þá hættir maður að gá..... og svo kemur allt í einu eitthvað og þá hefur maður ekki græna glóru um það.  Bara athugasemd til skoðunar fyrir ykkur.

K.k.

Anna Einarsdóttir, 15.8.2008 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband