Nettar nýjungar

Hér á Netdeild Morgunblaðsins er alltaf verið að bæta bloggvefinn blog.is og hafa ýmsar nettar en gagnlegar breytingar verið gerðar síðustu daga.  

Ritillinn sem notaður er til að skrifa athugasemdir hefur verið uppfærður og nú er hægt að sníða texta athugasemda, setja inn krækjur, broskalla og fleira með lítilli fyrirhöfn.

Fjölda nýrra broskalla hefur verið bætt í ritlana, bæði athugasemdaritilinn og færsluritilinn. Allir ættu því að finna eitthvað við hæfi til að tjá tilfinningar sínar!

Leiðsögn í myndaalbúmum hefur verið einfölduð og síðu sem sýnir yfirlit yfir öll albúm bætt við. Sú síða er aðgengileg með því að smella á Albúmin mín í leiðakerfi bloggs. Að auki er nú möguleiki á að birta skyggnusýningu af myndum albúma, þ.e. skipta sjálfkrafa á milli mynda í albúmum. Þegar myndir eru skoðaðar birtist ,,play" takki sem hefur sýninguna.

Þar eð margir byrja á því að skrifa færslur í Word hefur nýjum hnappi verið bætt í færsluritilinn sem er sérstaklega ætlaður til að líma inn texta sem afritaður hefur verið úr Word. Þegar texti er límdur inn á þennan hátt hreinast óþarfa stílsnið út og textinn verður viðráðanlegur. Hnappurinn er auðþekkjanlegur á W-inu.

Njótið vel!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Frábært hjá ykkur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.11.2006 kl. 22:37

2 Smámynd: Olga Mörk Valsdóttir

Hvernig setur maður inn lög á bloggið. Altaf þegar ég reini kemur villumelding. Vill hvorki leggja inn wma eða wpl fíla. Hvernig tónlista fíle er hægt að setja inn ?

Olga Mörk Valsdóttir, 11.11.2006 kl. 11:06

3 Smámynd: Heiða Björg Ingólfsdóttir

Hæ getur maður sett niðurteljara á bloggið.

Langar alveg svakalega mikið að telja niður í jólin

Heiða Björg Ingólfsdóttir , 13.11.2006 kl. 18:23

4 Smámynd: Heiða Björg Ingólfsdóttir

Hæ getur maður sett niðurteljara á bloggið =)  

Langar alveg svakalega mikið að telja niður í jólin

Heiða Björg Ingólfsdóttir , 13.11.2006 kl. 18:24

5 Smámynd: Davíð

Bloggið mitt er eitthvað bilað væruð þið til í að laga það fyrir mig ?

Davíð, 14.11.2006 kl. 17:56

6 Smámynd: hbb

Þetta er allt gott og blessað, en hvenær ætlið þið að bjóða upp á þann möguleika að hægt sé að flokka albúm eftir bloggum? Þá á ég við að ef maður er með fleiri en eitt blogg þá geti maður ákveðið hvað sést á hverjum stað. Þetta er nokkuð sem ég er búin að bíða lengi eftir. Bestu kveðjur/hbb

hbb, 14.11.2006 kl. 18:49

7 Smámynd: Guðmundur Hreiðarsson

hbb: Þetta er hægt að einhverju leyti. Hægt er að stilla albúm þannig að sýnishorn úr þeim birtist einungis á ákveðnu bloggi. Þetta er gert innan stillinga albúma. Hins vegar er ekki hægt að skipta niður síðunni sem birtir öll albúmin.

Guðmundur Hreiðarsson, 15.11.2006 kl. 08:22

8 Smámynd: Guðmundur Hreiðarsson

Heiða: Ég bjó til síðueiningu rétt í þessu sem sýnir hversu margir dagar eru til jóla. Hún heitir ,,Niðurtalning til jóla" og þú getur sett hana inn á síðuna þína með því að fara í Útlit / Síðueiningar.

Guðmundur Hreiðarsson, 15.11.2006 kl. 08:58

9 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég er mjög ánægð með blog.is, þetta er að verða frábær vefur

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 16.11.2006 kl. 10:37

10 Smámynd: Villi Asgeirsson

VANDAMÁL!!! og ég veit ekki hvernig hægt er að hafa samband.

Ég var að setja inn skoðanakönnun. Ég valdi einn möguleikann því annars get eg ekki fylgst með atkvæðagreiðslum. Þegar ég refresha gluggann hverfa súlurnar og ég þarf að kjósa upp á nýtt til að sjá hvað er að gerast. Ef allir þurfa að gera það sama er varla mikið að marka þetta.

Ég er á MacOSX Tiger og nota Camino. Hefur virkað flott hingað til. Bloggið er á http://vga.blog.is og skoðanakönnunin sem um ræðir spyr hver fyndnasti bloggarinn er. Önnur skoðanakönnun á sömu síðu virkar rétt. 

Villi Asgeirsson, 20.11.2006 kl. 09:57

11 Smámynd: hbb

Ef ég smelli á "Myndaalbúm" núna þá fæ ég slóðarvillu "404 Síða fannst ekki". Hvar laga ég þetta?

hbb, 20.11.2006 kl. 13:00

12 Smámynd: Birna M

Frábært hjá ykkur, reyndar smávesen með athugasemdir en virðist vera komið í lag núna. Takk fyrir gott blogg.

Birna M, 20.11.2006 kl. 15:58

13 Smámynd: Guðmundur Hreiðarsson

Villi: Þetta virkar á réttan hátt hjá mér í Firefox. Hefurðu prófað þetta í öðrum vöfrum?

Guðmundur Hreiðarsson, 20.11.2006 kl. 17:06

14 Smámynd: Guðmundur Hreiðarsson

hbb: Myndaalbúmin virka núna. Nauðsynlegt að eitthvað albúm sé merkt sem meginalbúm, en ég kippti því í liðinn. Meginalbúm stýrir því hvaða þema er notað til að birta yfirlitið yfir albúmin.

Guðmundur Hreiðarsson, 20.11.2006 kl. 17:11

15 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta virkar núna. Ætli Moggamenn hafi ekki verið að bæta kerfið og skilið eftir smápöddu einhversstaðaer sem búið er að strauja. Það er bara skondið að gamla könnunin virkaði fínt á meðan þessi var með múður.

Villi Asgeirsson, 20.11.2006 kl. 18:08

16 Smámynd: Davíð Ólafsson

Ef ég heimila óskráðum aðgang að ATHUGASEMDUM finnst mér afleitt að þeir þurfi að gefa upp netfang. Ég skrifaði bull-netfang og athugasemdin komst til skila. Þess aðgerð fælir alla frá því að skrifa. ALLA. Það kvarta allir undan þessu.

Love, Wunderbass

Davíð Ólafsson, 21.11.2006 kl. 22:01

17 Smámynd: Árni Matthíasson

Ágæti Undrabassi.

Ef þú kíkir í Blogg / Stillingar hjá þér sérðu að þú getur sjálfur ráðið því hvort óskráðir notendur þurfti að staðfesta netfang eður ei. Svo einfalt er það nú.

Árni Matthíasson , 21.11.2006 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband