Stuðningur við RSS-innlestur
Föstudagur, 24. ágúst 2007
Nú geta notendur á blog.is loks sett inn RSS-strauma af sínum uppáhaldsvefjum á bloggsíðuna sína. Til þess þarf að gera eftirfarandi:
- Stofna lista af gerðinni "RSS-straumur" með því að fara í "Tenglar og listar" í stjórnborðinu, og setja í listann þær RSS-slóðir sem maður vill birta efni úr á síðunni. Sé þess óskað er hægt að stofna fleiri en einn lista og þannig flokka RSS-straumana eftir innihaldi þeirra.
- Fara í Stillingar => Útlit => Síðueiningar og koma síðueiningunni "RSS-box" fyrir þar sem maður vill.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Birtist á blog.is | Breytt s.d. kl. 15:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.