Leiðréttingarpúki og ítarlegri talning
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Skráðum notendum blog.is er nú boðin sú þjónusta að láta leiðréttingarpúka lesa bloggfærslur yfir. Til að virkja púkann er smellt á hnappinn Púki sem er að finna á síðunni þar sem bloggfærslurnar eru skrifaðar. Púkinn merkir með rauðu þau orð sem hann telur að séu rangt stafsett. Innsetning púkans er í samvinnu við Friðrik Skúlason.
Að ósk margra bloggnotenda hafa upplýsingar um umferð á bloggsíður verið töluvert endurbættar. Nú eru eftirfarandi upplýsingar sýndar:
Flettingar:
- í dag
- síðastliðinn sólarhring
- síðastliðna viku (þ.e. síðustu 7 heila daga)
- frá upphafi (að hluta áætlað út frá gamla heimsóknakerfinu)
- Innlit í dag
- Innlit síðastliðna viku
- Gestir í dag
- Einkvæmar IP-tölur í dag
Fletting á sér stað þegar tiltekinn notandi sækir einhverja síðu á viðkomandi bloggi. Með innliti er átt við tiltekinn notanda sem skoðar eina eða fleiri síður á viðkomandi bloggi á innan við klukkustund. Með gesti er átt við tiltekinn notanda sem skoðar eina eða fleiri síður á viðkomandi bloggi á tilteknum degi.
Umferðaruppplýsingar eru nú uppfærðar á 3ja mínútna fresti (í stað 15 mín.áður).
Kveðja,
blog.is
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Birtist á blog.is | Facebook
Athugasemdir
Eitt smáatriði - ef smellt er á "Skýringar" undir nýju upplýsingum kemur bara "Síðan sem þú baðst um fannst ekki".
Annars finnst Púkanum voðalega gaman að vera mættur til vinnu hér á blogginu.
Púkinn, 8.5.2007 kl. 10:13
Annað smáatriði - Heimsóknartölur eru ekki lengur aðgengilegar á stjórnborðinu, a.m.k. á sínum gamla stað.
Gunnar Freyr Steinsson, 8.5.2007 kl. 11:40
Vinkona mín hrapaði úr sæti 125 (c.a.) í 200 við þetta ... sama heimsóknartala. Hún er ekki í vinsældakeppni en skilur þetta ekki.
Er hægt að finna viðmið við gömlu heimsóknartölurnar?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.5.2007 kl. 12:27
Púkinn og Gunnar: Bætt hefur verið úr þessum annmörkum.
Guðríður: Sjá lokakaflann í talningarkerfislýsingunni. Ef hún vill samanburð á tölum fyrir tiltekið tímabil getur hún haft samband við okkur gegnum netfangið blog@mbl.is.
Baldur Kristinsson, 8.5.2007 kl. 14:41
Heimsóknatalningin er einungis til gamans gerð og ekki ber að taka hana of alvarlega. Engu að síður getur gamanið kárnað ef tilteknir notendur eða stuðningsmenn þeirra reyna að hafa áhrif á talninguna á óeðlilegan hátt.
Mbl.is áskilur sér því rétt til að bregðast við slíku "svindli" með því að leiðrétta heimsóknartölur viðkomandi bloggsíðu eftir bestu vitund eða jafnvel alveg að hætta að birta þær.
Hvernig er hægt að svindla á talningu? telst það svindl ef þú ferð sjálf/ur inn á þína síðu 10, 20, 30 eða 100 sinnum?
Sigfús Sigurþórsson., 8.5.2007 kl. 16:38
Hvernig væri að bjóða líka á púkayfirlestur þegar athugasemdir eru slegnar inn? Ólíkt manns eigin greinum þá getur maður nefnilega ekki leiðrétt villurnar þar eftirá.
Púkinn, 8.5.2007 kl. 21:13
Sigfús: Það getur verið það, ef maður gerir það í þeim tilgangi einum að hækka heimsóknartölur - en venjulega myndum við samt ekki fetta fingur út í það. "Alvöru svindlarar" gera þetta ekki í höndunum heldur láta tölvuforrit um það fyrir sig. Sem betur fer koma slík mál samt sjaldan upp - ekki nema 3-4 sinnum síðan blog.is opnaði.
Púkinn: Góð hugmynd!
Baldur Kristinsson, 8.5.2007 kl. 21:58
Rúin öllu sjálfstrausti eftir að þetta nýja talningardæmi kom. Vinsældir mínar hafa hrapað gífurlega, er komin úr 45. sæti í 69. Hvað ætli hafi valdið fyrri "vinsældum" (500-700 heimsóknum á dag), ekki fór ég oft inn á síðuna mína sjálf og tengdi örsjaldan við fréttir. Voru þetta kannski fáir aðilar sem flettu óhóflega mikið?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.5.2007 kl. 23:06
Já ok, með einhverskonar forritum.
Þagar é gspurði: Hvernig er hægt að svindla á talningu? telst það svindl ef þú ferð sjálf/ur inn á þína síðu 10, 20, 30 eða 100 sinnum?
Átti ég að sjálfsögðu ekki við einhvern sem er að reyna að hækka tölu, heldur er kannski eins og margir hér inná bloggsíðu allan daginn, vesenast beð útlit, færslur og annað.
Ykkur hefur tekist með eindæmum vel upp með Mbl bloggið, að er á hreinu, tek undir með Púkanum síðustu athugasemd hanns.
Sigfús Sigurþórsson., 8.5.2007 kl. 23:10
Guðríður: Röðunin á nýja listanum fer eftir innlitum. Ef raðað væri eftir flettingum værirðu töluvert ofar. Flettingafjöldinn pr. notanda held ég að sé alveg viðeigandi fyrir þá gerð af bloggi sem þú ert með: Þú skrifar nefnilega margar færslur á dag og tekst þess utan að fá fólk til að skrifa athugasemdir við færslunarnar þínar. Þess vegna smellir það oftar en á mörgum öðrum bloggum.
Sigfús: Takk fyrir fögur orð í okkar garð. Við þekkjum annars vel eðlilslæga þráhyggju margra bloggara og tökum fullt tillit til hennar þegar við leggjum mat á hugsanlegt talningarsvindl.
Baldur Kristinsson, 8.5.2007 kl. 23:50
- Þorsteinn Gunnarsson
- Elly Armannsdottir
- Björn Ingi Hrafnsson
- Kallaðu mig Komment
- Birgir Leifur Hafþórsson
Vegna ábendinga Gurríar um talningu og vinsældir þá virðist þessi listi af forsíðunni í dag, kl. rúmlega 11. ekki endurspegla annan lista sem sýnir vinsælustu bloggin miðað við ýmsar tölur.1.Elly Armannsdottirellyarmanns.blog.is59.419100.0517.8695.7772.Sigmar Guðmundssonsigmarg.blog.is28.02141.2383.4532.6513.Björn Ingi Hrafnssonbingi.blog.is21.21925.7212.6111.9704.Óli Björn Kárasonbusinessreport.blog.is18.90222.9352.4521.9475.Pétur Gunnarssonhux.blog.is18.78330.8311.9821.4986.Stefán Friðrik Stefánssonstebbifr.blog.is15.69223.5041.9011.4797.Jónína Benediktsdóttirjoninaben.blog.is14.50823.7911.8951.5218.Áslaug Ósk Hinriksdóttiraslaugosk.blog.is11.67416.5051.3411.1699.Sóley Tómasdóttirsoley.blog.is10.15918.7031.2341.00410.Guðmundur Magnússongudmundurmagnusson.blog.is9.05312.9481.076861Allt er þetta til gamans gert, en Heiðrún Lind er t.d. í 33. sæti á seinni listanum ;) Óli Björn er í 4. sæti þar en er ekki á fyrri listanum. Sjálfum er mér slétt sama hhvar ég er. Eða þannig.Már Högnason (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 11:19
Már: Takk fyrir ábendinguna. Geri ráð fyrir að þú eigir við flipann "Vinsæl blogg" á forsíðu blog.is. Það er rétt að úrtakið þarna var út frá gamla talningakerfinu. Ég leiðrétti það, þannig að nú er miðað við innlit í nýja kerfinu. Birtingarröðin er hins vegar handahófskennd.
Baldur Kristinsson, 11.5.2007 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.