Ruslathugasemdir og fréttatengingar
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Nýverið var forminu til að senda inn athugasemdir breytt til þess að það virki í sem flestum vöfrum. Þetta hafði í för með sér að ruslvélmennum víðs vegar um heiminn tókst að setja inn miður skemmtilegar athugasemdir á blogg sem leyfðu óskráðum notendum að skrifa athugasemdir án staðfestingar netfangs. Til að sporna við þessu er nú nauðsynlegt fyrir óskráða notendur að svara einfaldri spurningu áður en athugasemd er send inn, leggja saman tvær tölur og setja útkomuna inn í svæðið "Ruslpóstvörn":
Tengingar bloggfærslna við fréttir á Mbl.is hafa verið notaðar mikið og stundum til að tengja óviðeigandi efni. Því höfum við sett á laggirnar kerfi til að merkja slíkar tengingar sem óviðeigandi. Tengingar eru merktar með því að smella á krækjuna sem birtist neðan við titil fréttar:
Tilkynningar sem berast eru síðan skoðaðar af starfsmönnum Mbl.is og fréttatengingar fjarlægðar ef þurfa þykir. Þess skal getið að einungis innskráðir notendur geta gert athugasemdir við tengingar.
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Birtist á blog.is | Breytt s.d. kl. 16:39 | Facebook
Athugasemdir
vá hvað er mikið vesen orðið að kommenta hjá ykkur... jú jú ég veit að þetta eru öryggis ráðstafanir en hey common stærðfræði líka.....
Þórunn Eva , 24.4.2007 kl. 17:40
Er með spurningar til ykkar á bloggsíðu minni: www.haukurn.blog.is
Haukur Nikulásson, 24.4.2007 kl. 19:20
get ekki sent in færslu fæ svar um að færsla hafi ekki verið vistuð sama hvað ég geri ?
Magnús Jónsson, 24.4.2007 kl. 21:08
Um daginn fékk ég ruslathugasemd sem ég gat ekki eytt út vegna þess að hún hét nafni sem var mjög stórt og búið til úr einhverjum HTML entities sem rugluðu kerfið ykkar. Þetta var eina athugasemdin sem ég gat ekki eytt út. Þetta var auglýsing fyrir stinningarlyf eða eitthvað svoleiðis. Ég leitaði lengi að netfangi einhvers hjá blog.is sem gæti hjálpað mér, en fann ekki. Svo hvarf athugasemdin af sjálfu sér, ég býst við að þið hafið eytt henni út? :-)
Elías Halldór Ágústsson, 25.4.2007 kl. 00:12
Af hverju ekki bara að gefa upp STAFI í staðinn fyrir að þurfa að reikna. Þetta athugasemdakerfi ykkar er að verða alltof fráhrindandi.
Steingrímur Páll Þórðarson, 25.4.2007 kl. 17:31
getid thid ekki reynt ad gera thettad adeins audveldara serstaklega fyrir folk erlendis?
Ásta Björk Solis, 26.4.2007 kl. 03:17
Sófús og Steingrímur: Myndir af afslöguðum bókstöfum (svokölluð "captcha") eru algeng í þessum tilgangi, en eru mikil og óþægileg hindrun fyrir blinda og sjónskerta (þ.m.t. í mörgum tilfellum fyrir litblinda). Þess vegna ákváðum við að nota í staðinn einföld reikningsdæmi.
Ásta Björk: Við reynum að hjálpa útlendingum með því að sýna hjálpartexta á ensku þegar músarbendillinn fer yfir töluheitin og yfir orðið "Ruslpóstvörn".
Baldur Kristinsson, 26.4.2007 kl. 07:24
Fólk hefur stundum verið í vandræðum að setja inn athugasemdir hjá mér. Ég hef sjálf lent í vandræðum með að setja inn athugasemdir hjá öðrum ef ég er ekki logguð inn. Hvernig væri að sleppa þessari reglu með að athugasemdin komi ekki inn nema þú virkir hana í eigin pósthólfi. Þetta er óþolandi því stundum getur fólk alls ekki sett inn athugasemdir og stundum koma þær margfaldar.
Hildur Sif Helgadóttir (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 10:07
Tek undir með Árna Guðmundsyni: Hitt að setja einhverja klögutenginu kerfisbundið neðst í alla pósta sem veldur því að eitthvað æsta vald metur hvort tiltekin umfjöllun sé viðeigandi er ótrúlega „Austantjaldslegt" og Mogganum ekki samboðið. Skora því að „ritstjórnina" að henda þessum leiðindar neðanmáls texta út.
Þetta gerir það líka að verkum að hinir og þessir eru að smella á þetta eingöngu til að "hnekkj" á einhverjum sem viðkomandi er illa við, gert bara vegna óánægju við bloggara, og þar að auki hlýtur þetta að gera ykkur erfitt fyrir, að þurfa að vega það og meta svonalagað sem sent er kanski bara í bríeríi.
Burt með þetta, moggabloggið er frá bært, ekki skemma það.
Sigfús Sigurþórsson., 26.4.2007 kl. 10:54
Sæll Sigfús,
Ég bendi þér á svar Ingvars Hjálmarssonar, netstjóra mbl.is, við færslu Árna Guðmundssonar:
http://arnigudmunds.blog.is/blog/arnigudmunds/entry/188187/
Ólafur Örn Nielsen, 26.4.2007 kl. 11:12
Sæll Ólafur Örn.
Ingvar meistari segir þar eftirfarandi:
Vegna bloggfærslu þinnar hér að ofan langar mig að vekja athygli á eftirfarandi:
Kveikjan að þessum breytingum, er að ýmsir hafa bloggað ósæmilega um fréttir, gert grín að fólki sem er jafnvel alvarlega slasað eða í lífshættu vegna slyss, farið niðrandi orðum um fólk út frá litarhætti eða trúarbrögðum og svo má nefna. Væntanlega eru flestir sammála því að slíkar fréttatengingar eru óviðkunnanlegar.
Okkur finnst eðlilegt að skráðir notendur á blog.is geti látið í ljósi skoðanir sínar varðandi fréttatengingar almennt.
Ef nógu margir kvarta yfir bloggtengingu við frétt verður hún fjarlægð, en aldrei nema að athuguðu máli.
Ingvar Hjálmarsson.
Tilv. lokið.
Þett skil ég vel og virði, en til að þetta sé ekki eittvhað sem hinir og þessir misnoti, er þá ekki frekar að hafa áberandi link til að senda inn hvörtun, og mundi þá viðkomandi þurfa að skíra mál sitt? Eru þið ekki að sjá smelli á þetta sem eru óþarfa smellir? og jafnvel bara til að láta agnúast útí einhvern og einhver?
Sigfús Sigurþórsson., 26.4.2007 kl. 11:34
Aðeins skráðir notendur blog.is geta notað þennan möguleika. Hver notandi getur aðeins kvartað einu sinni yfir hverri fréttatengingu og þó svo hann fái félaga sína með sér í lið og "safni" kvörtunum þá eru eru tengingarnar ekki fjarlægðar nema að athuguðu máli starfsmanna mbl.is eins og Ingvar kom inn á.
Ólafur Örn Nielsen, 26.4.2007 kl. 12:00
Skil þig Ólafur Örn, ég þykist vita að þið vitið snillingarnir hvað þið eruð að gera, vona samt að önnur leið finnist en þessi, kærar þakkir Ólafur Örn.
Sigfús Sigurþórsson., 26.4.2007 kl. 15:46
Hæ hæ
Af hverju sé ég ekki lengur ip-tölurnar þegar óskráðir notendur kommenta? Það stendur bara "ip-tala skráð". Skráð hvar? Er búin að skoða allt í stjórnborðinu en finn þetta ekki.
Annað. Ég hef hakað við að óskráðir notendur þurfi EKKI að staðfesta uppgefið netfang, samt þurfa þeir að staðfesta uppgefið netfang. Ég hef líka hakað við að "allir" mega skrifa athugasemd, ekki bara skráðir notendur. Skil ekki hvað málið er.
Annars finnst mér flott mál að það sé hægt að tilkynna ef einhvern bloggar óviðeigandi í tengslum við moggafrétt. Ég hef nokkru sinnum, t.d. þegar er verið að lýsa eftir fólki, séð mjög óviðeigandi blogg. Mér finnst þetta alls ekkert "Austantjaldslegt".
Josiha, 26.4.2007 kl. 22:35
Mig langar að vita hvernig þið stjórnið teljaranum, sem telur þá sem fara inn á blog síðu hjá manni, undanfarna daga hef ég og fleyri verið að gera könnun á hvernig teljarinn virkar, og viti menn, hjá mér sagði teljarinn að 3 hafi verið komnir inn á síðuna kl.00.17 þrátt fyrir að við höfðum 6 verið að prufa þetta, hvað veldur? höfðum prufað þetta bæði í gær og fyrradag, svipuð saga þá, nema þá sýndi teljarinn í annað sinnið 55 og hefði átt að sýna 61 en 20 mínútum síðar sýndi hann 57, hvað veldur?
Sigfús Sigurþórsson., 4.5.2007 kl. 01:03
ATH: þegar í byrjun segi ég að við höfðum verið 6 að prófa, var það alveg fyrir utan bloggara sem höfðu farið inn á síðuna, og meyra segja comment sem sýnir það.
Sigfús Sigurþórsson., 4.5.2007 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.