Nýjung á blog.is: myndbönd
Fimmtudagur, 12. október 2006
Nýjum möguleika hefur verið bætt við blog.is kerfið, myndböndum. Nú gefst notendum kostur á að senda inn eigin myndbönd og birta þau með auðveldum hætti á blog vefjum sínum. Hægt er að sýsla með myndbönd undir flipanum Myndbönd á stjórnborðinu. Þegar myndband hefur verið sent inn tekur skamma stund að koma því yfir á birtanlegt form og geta notendur þá bætt myndböndum við blog færslu með því að smella á
merkið.
Athugasemdir
Hja mér er ég skrað með 75 % nýtingu á myndböndum en er ekki með neitt inni hvernig stenst þetta????
kv. BB
Berglind Berghreinsdóttir, 13.10.2006 kl. 18:45
Berglind: Nýtingin á skráarsvæðinu tekur til allra skrá sem þú hefur sett inn í kerfið, mynda, myndbanda og annarra skráa.
Guðmundur Hreiðarsson, 16.10.2006 kl. 08:06
nauh.. Spartakus sjálfur í vinnu hjá mbl! global domination greinilega framundan!
Hvernig er það samt.. er ekki hægt að plögga því að tenglalistar og svona sjitt raði tenglum í stafrófsröð? finnst alveg endalaust óþolandi geta ekki fylgt stafrófinu í þessu :P
Ólafur N. Sigurðsson, 17.10.2006 kl. 21:35
Rabbar: Ástæðan fyrir því að myndbandið sem þú hefur reynt að senda inn stoppar í vinnslu hjá okkur er vegna þess að myndbandið notar kóðunaraðferð sem er ekki studd af því forriti sem við notum til að breyta myndböndum yfir á flash form. Kóðunaraðferðin, sem heitir IV50, er lítið notuð en vonandi munu framleiðendur forritsins sjá sér fært um að koma henni að.
Ólafur Örn Nielsen, 18.10.2006 kl. 08:21
Þetta er til fyrirmyndar hjá ykkur, það er afar gagnlegt að geta sett myndbönd inn og fyrsta tilraun virkaði mjög vel. Bravó!
Árni Svanur Daníelsson, 23.10.2006 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.