Nýjung á blog.is: myndbönd

Nýjum möguleika hefur verið bætt við blog.is kerfið, myndböndum. Nú gefst notendum kostur á að senda inn eigin myndbönd og birta þau með auðveldum hætti á blog vefjum sínum. Hægt er að sýsla með myndbönd undir flipanum Myndbönd á stjórnborðinu. Þegar myndband hefur verið sent inn tekur skamma stund að koma því yfir á birtanlegt form og geta notendur þá bætt myndböndum við blog færslu með því að smella á flash merkið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Berghreinsdóttir

Hja mér er ég skrað með 75 % nýtingu á myndböndum en er ekki með neitt inni hvernig stenst þetta????

kv. BB

Berglind Berghreinsdóttir, 13.10.2006 kl. 18:45

2 Smámynd: Guðmundur Hreiðarsson

Berglind: Nýtingin á skráarsvæðinu tekur til allra skrá sem þú hefur sett inn í kerfið, mynda, myndbanda og annarra skráa.

Guðmundur Hreiðarsson, 16.10.2006 kl. 08:06

3 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

nauh.. Spartakus sjálfur í vinnu hjá mbl! global domination greinilega framundan!

Hvernig er það samt.. er ekki hægt að plögga því að tenglalistar og svona sjitt raði tenglum í stafrófsröð? finnst alveg endalaust óþolandi geta ekki fylgt stafrófinu í þessu :P

Ólafur N. Sigurðsson, 17.10.2006 kl. 21:35

4 Smámynd: Ólafur Örn Nielsen

Rabbar: Ástæðan fyrir því að myndbandið sem þú hefur reynt að senda inn stoppar í vinnslu hjá okkur er vegna þess að myndbandið notar kóðunaraðferð sem er ekki studd af því forriti sem við notum til að breyta myndböndum yfir á flash form. Kóðunaraðferðin, sem heitir IV50, er lítið notuð en vonandi munu framleiðendur forritsins sjá sér fært um að koma henni að.

Ólafur Örn Nielsen, 18.10.2006 kl. 08:21

5 Smámynd: Árni Svanur Daníelsson

Þetta er til fyrirmyndar hjá ykkur, það er afar gagnlegt að geta sett myndbönd inn og fyrsta tilraun virkaði mjög vel. Bravó!

Árni Svanur Daníelsson, 23.10.2006 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband