Bloggvinir - nýjung á blog.is

bloggvinirÁ blog.is hefur verið bætt við nýju kerfi sem kallast Bloggvinir. Kerfið býður notendum að tengjast sín á milli, að gerast bloggvinir. Helsti kostur kerfisins er að mjög þægilegt er að hafa yfirsýn yfir blogga vina sinna og að flakka á milli þeirra. Að lokinni innskráningu birtist nýtt box, til hægri við innskráningarboxið, sem merkt er bloggvinir. Þar eru hnappar til að flakka á milli bloggvina, sem og valmynd sem birtir lista yfir þá. Í listanum kemur einnig fram hvort þeir hafi bætt við nýju efni síðan þú skoðaðir blogga þeirra síðast og hvort þeir eru innskráðir þá stundina.

Til að bæta við vinum er nauðsynlegt að vera skráð/ur inn. Nýjum vini er bætt við með því að opna blogg notanda og velja Bæta ... við í bloggvinavalmyndinni. Þá fær notandinn senda tilkynningu í tölvupósti um að hann þurfi að samþykkja þig. Vinurinn birtist ekki í valmyndinni fyrr en að samþykkt lokinni, en um leið og hann samþykkir færð þú tilkynningu í pósti.

Einfalt er að fylgjast með bloggvinum úr stjórnborðinu, en á forsíðu þess birtist listi yfir þá og nýjasta færsla hvers og eins. Innan stjórnborðsins er svo sérstakt vinastjórnborð, en þar sjást vinirnir á ítarlegri hátt. Þú getur einnig birt lista yfir vinina á blogginu þínu, en til þess þarf að setja inn síðueininguna Bloggvinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Ég hreinlega elska hvað þið eru hugmyndarík. Þetta er orðið frábært. Þið eigið heiður skilinn.

Birna M, 10.10.2006 kl. 17:57

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta er ég ánægð með.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.10.2006 kl. 23:08

3 Smámynd: Steingrímur Páll Þórðarson

Væri mikið mál að koma með einhversskonar sjálfvirkt SLIDESHOW á albúmin. Voða gamaldags að þurfa að fletta sjálfur :)

Steingrímur Páll Þórðarson, 12.10.2006 kl. 11:39

4 Smámynd: svanhvit halldorsdottir

List vel a þetta......kv ljosalfur..

svanhvit halldorsdottir, 13.10.2006 kl. 20:37

5 Smámynd: Guðmundur Hreiðarsson

Steingrímur: Leiðarvísirinn í albúmunum hefur verið bættur til muna og einnig möguleika á sjálfvirkum sýningum. Ekkert gamaldags lengur...

Guðmundur Hreiðarsson, 18.10.2006 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband