Þemaskjölun - og nýtt þema

Skjölun um þemasniðið á blog.is er loksins tilbúin og öllum aðgengileg. Einnig hefur verið búið til nýtt þema, sem þessi skjölun miðast að mestu við. Rembrandt heitir það og er sem stendur eina þemað í flokknum Menning og listir. Rembrandt er fyrsta þemað sem skilgreinir svokölluð stílbrigði, þ.e. söfn tengdra stillibreytna sem notandi getur valið með einum smelli (reyndar eru þeir strangt til tekið tveir, því að einn smell í viðbót þarf til að vista breytingarnar). Hægt er að prófa þessa virkni með því að fara á síðuna "Þemastillingar" undir "Útlit" í stjórnborðinu.

Við vonum að skjölunin hugnist væntanlegum þemahöfundum vel, en auðvitað er þeim velkomið að hafa samband við okkur ef þeir hafa einhverjar frekari spurningar þar að lútandi... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

Flott! Vantaði þetta :D

Ætlað lesa mig eitthvað í gegnum þetta .. en væriru til í að bæta inn svona dummy-proof guide um hvernig maður ræður var kubbar eru? , langar t.d að gera flest þemu með kubbum báðum megin við aðalgluggadæmið :)

Ólafur N. Sigurðsson, 10.5.2006 kl. 20:50

2 Smámynd: Baldur Kristinsson

Röndótta mær: Nei, ekki bara hjá þér - það var villa í innlestri á sumum þemum. Leiðrétt núna.

Baldur Kristinsson, 11.5.2006 kl. 09:41

3 Smámynd: Baldur Kristinsson

Ólafur: Skoðaðu fótboltaþemun - þar er þetta gert. Grunnhugmyndin er að setja margin á meginmálið, setja kubba-síðueiningarnar inn í dálka-<div> og staðsetja þau svo á síðunni með position:absolute. Og eins og alltaf er Google vinur þinn: leitaðu t.d. að "three-column css layout".

Baldur Kristinsson, 11.5.2006 kl. 09:49

4 Smámynd: Baldur Kristinsson

Röndótta mær: Takk fyrir ábendinguna! Breytustillingar hafa nú einnig áhrif á bakgrunn system-body og system-content.

Baldur Kristinsson, 11.5.2006 kl. 21:44

5 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

Spurning um að setja upp fídusinn að raða tenglum í stafrófsröð, og stuff.

? :)

Ólafur N. Sigurðsson, 15.5.2006 kl. 04:41

6 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Það eru nokkur angur. Það vantar alveg leið til að koma athugasemdum skipulega á framfæri. Mér finnst það ekki kúl að ég geti ekki skráð annað blogg á mig öðruvísi en að slóðin verði fridjon.blog.is/blog/blogg-tvö. nú er ég búinn að stofna mitt blogg og því get ég ekki búið til annað blogg sem á að vera fjölblogg utan um reunion. örðuvísi en að slóðin sé svona bastarður. í öðru lagi ef ég vel að fara þessa leið þrátt fyrir það þá skarast myndasöfn. Mínar myndir koma fram sem nýjar myndir í aukablogginu.

Þriðja og síðasta böggið er bara það að mér tókst ekki að bæta við notenda á bloggið. hinn notandinn átti enga leið til að komast inn.

Friðjón R. Friðjónsson, 16.5.2006 kl. 16:12

7 Smámynd: hbb

Ég er að lenda í því sama og síðasti ræðumaður, er með 2 blogg, en þarf að geta ráðið því hvaða myndasöfn birtast i hvoru bloggi, sé ekki hvernig hægt er að stýra því.

hbb, 21.5.2006 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband