Færsluflokkur: Nýjungar
Bloggvinir - nýjung á blog.is
Þriðjudagur, 10. október 2006
Á blog.is hefur verið bætt við nýju kerfi sem kallast Bloggvinir. Kerfið býður notendum að tengjast sín á milli, að gerast bloggvinir. Helsti kostur kerfisins er að mjög þægilegt er að hafa yfirsýn yfir blogga vina sinna og að flakka á milli þeirra. Að lokinni innskráningu birtist nýtt box, til hægri við innskráningarboxið, sem merkt er bloggvinir. Þar eru hnappar til að flakka á milli bloggvina, sem og valmynd sem birtir lista yfir þá. Í listanum kemur einnig fram hvort þeir hafi bætt við nýju efni síðan þú skoðaðir blogga þeirra síðast og hvort þeir eru innskráðir þá stundina.
Til að bæta við vinum er nauðsynlegt að vera skráð/ur inn. Nýjum vini er bætt við með því að opna blogg notanda og velja Bæta ... við í bloggvinavalmyndinni. Þá fær notandinn senda tilkynningu í tölvupósti um að hann þurfi að samþykkja þig. Vinurinn birtist ekki í valmyndinni fyrr en að samþykkt lokinni, en um leið og hann samþykkir færð þú tilkynningu í pósti.
Einfalt er að fylgjast með bloggvinum úr stjórnborðinu, en á forsíðu þess birtist listi yfir þá og nýjasta færsla hvers og eins. Innan stjórnborðsins er svo sérstakt vinastjórnborð, en þar sjást vinirnir á ítarlegri hátt. Þú getur einnig birt lista yfir vinina á blogginu þínu, en til þess þarf að setja inn síðueininguna Bloggvinir.
Nýjungar | Breytt 11.10.2006 kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Síðueiningar, athugasemdir við myndir og fleira
Miðvikudagur, 20. september 2006
Síðan sem notuð er til að raða upp síðueiningum hefur verið tekin í gegn. Þar birtist nú grind að útliti bloggsins og síðan er einfaldlega hægt að draga einingar með músinni á viðeigandi stað. Enn fremur er hægt að stilla einingar með því að smella á þær. Þið komist í þessa síðu um stjórnborðið með því að velja Útlit / Síðueiningar.
Nýjung á blog.is er að hægt er að skrifa athugasemdir við myndir. Það fer fram á sama hátt og fyrir færslur, og er öll stjórnun sambærileg. Fyrir hvert myndaalum er hægt er að stilla hvort athugasemdir eru leyfðar. Sjá Myndir / Albúmalisti og Myndir / Athugasemdir.
Forsíða myndasvæðisins í stjórnborðinu, Myndir / Myndalisti, hefur verið bætt til muna. Þar sjást nú myndirnar sjálfar og hægt er að breyta upplýsingum um margar í einu, t.a.m. titlum mynda og hvernig þær raðast í albúm.
Nýjungar | Breytt 11.10.2006 kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)